Hrokafull afstaða utanríkisráðherra Björn B Björnsson skrifar 7. júní 2024 09:30 Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa.Um þessa stefnu hefur ríkt þverpólitísk sátt á Íslandi alla tíð og bandalagsþjóðir okkar hafa sýnt þessari stefnu okkar fullan skilning. Til þessa dags hafa allir utanríkisráðherrar okkar talað fyrir þessari stefnu Íslands á vettvangi bandalagsins og gert það vel og vandræðalaust. Þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson (eldri), Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Já og ekki má gleyma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem gengdi embættinu frá 2021 til 2023 - og fylgdi þesssari stefnu. En eftir að Bjarni Benediktsson hraktist úr stóli fjármálaráðherra vegna spillingarmála og tók við embætti utanríkisráðherra breytti hann þessari stefnu - án nokkurrar umræðu eða kynningar á að þetta stæði til. Bjarni ákvað einfaldlega upp á sitt eindæmi að breyta 75 ára gamalli stefnu Íslands án nokkurs samráðs eða samtals við þjóðina. Við Íslendingar fréttum eftir á að við værum búin að að kaupa vopn til að drepa rússnesk ungmenni sem eru skikkuð á vígvöllinn í Úkraínu. Ekki vörur til að hlúa að og lækna Úkraínumenn - sem mikil þörf er á - nei vopn til manndrápa. Þórdís sem er aftur sest í stól utanríkisráðherra tekur til varna fyrir þessa stefnubreytingu í blaðagrein og gerir það með þeim orðum að sú óumdeilda afstaða sem Ísland hefur fylgt í 75 ár sé hrokafull. Afstaða allra Alþingismanna og ráðherra Íslands undanfarna áratugi er að hennar sögn byggð á hroka gagnvart bandalagsþjóðum okkar! Eigum við að hlæja eða gráta? Hroki er samkvæmt orðabókinni sú afstaða að þykjast vera yfir aðra hafinn. Ekki verður betur séð en að með orðum sínum tali Þórdís niður þá stefnu sem allir utanríkisráðherrar Íslands hafa fylgt frá árinu 1949 - þar á meðal hún sjálf - og telji sig nú yfir hana hafin. Rök Þórdísar fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að Ísland þurfi að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar að við séum verðugir bandamenn þeirra og að við eigum ekki reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum bandalagsins. Það er afar sérstakt svo ekki sé meira sagt að utanríkisráðherra Íslands skuli gefa stefnu okkar til 75 ára þá einkunn að með henni höfum við verið að reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum NATO. Bandalagsþjóðir okkar sperra örugglega eyrun við að heyra þessi orð. Enginn, hvorki innan lands né utan, hefur nokkru sinni efast um að Ísland sé verðugur aðili að NATO. Við höfum verið virkir meðlimir bandalagsins frá fyrsta degi, hýst ratsjár- og herstöðvar víða um land og hér væri ennþá Bandarískur her ef þörf væri talin á. Við höfum uppfyllt allar þær kröfur sem til okkar hafa verið gerðar og bandalagsþjóðir okkar hafa alla tíð virt sérstöðu Íslands sem vopnlausrar þjóðar sem ekki vill kaupa vopn. Nú hefur þessari stefnu Íslands verið hent í ruslið, án nokkurs samráðs, með þeim orðum að hún hafi byggst á hroka! Þurfa ekki sumir að fara að komast í gott frí svo við getum farið að taka til? Höfundur er áhugamaður um tiltekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa.Um þessa stefnu hefur ríkt þverpólitísk sátt á Íslandi alla tíð og bandalagsþjóðir okkar hafa sýnt þessari stefnu okkar fullan skilning. Til þessa dags hafa allir utanríkisráðherrar okkar talað fyrir þessari stefnu Íslands á vettvangi bandalagsins og gert það vel og vandræðalaust. Þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson (eldri), Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Já og ekki má gleyma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem gengdi embættinu frá 2021 til 2023 - og fylgdi þesssari stefnu. En eftir að Bjarni Benediktsson hraktist úr stóli fjármálaráðherra vegna spillingarmála og tók við embætti utanríkisráðherra breytti hann þessari stefnu - án nokkurrar umræðu eða kynningar á að þetta stæði til. Bjarni ákvað einfaldlega upp á sitt eindæmi að breyta 75 ára gamalli stefnu Íslands án nokkurs samráðs eða samtals við þjóðina. Við Íslendingar fréttum eftir á að við værum búin að að kaupa vopn til að drepa rússnesk ungmenni sem eru skikkuð á vígvöllinn í Úkraínu. Ekki vörur til að hlúa að og lækna Úkraínumenn - sem mikil þörf er á - nei vopn til manndrápa. Þórdís sem er aftur sest í stól utanríkisráðherra tekur til varna fyrir þessa stefnubreytingu í blaðagrein og gerir það með þeim orðum að sú óumdeilda afstaða sem Ísland hefur fylgt í 75 ár sé hrokafull. Afstaða allra Alþingismanna og ráðherra Íslands undanfarna áratugi er að hennar sögn byggð á hroka gagnvart bandalagsþjóðum okkar! Eigum við að hlæja eða gráta? Hroki er samkvæmt orðabókinni sú afstaða að þykjast vera yfir aðra hafinn. Ekki verður betur séð en að með orðum sínum tali Þórdís niður þá stefnu sem allir utanríkisráðherrar Íslands hafa fylgt frá árinu 1949 - þar á meðal hún sjálf - og telji sig nú yfir hana hafin. Rök Þórdísar fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að Ísland þurfi að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar að við séum verðugir bandamenn þeirra og að við eigum ekki reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum bandalagsins. Það er afar sérstakt svo ekki sé meira sagt að utanríkisráðherra Íslands skuli gefa stefnu okkar til 75 ára þá einkunn að með henni höfum við verið að reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum NATO. Bandalagsþjóðir okkar sperra örugglega eyrun við að heyra þessi orð. Enginn, hvorki innan lands né utan, hefur nokkru sinni efast um að Ísland sé verðugur aðili að NATO. Við höfum verið virkir meðlimir bandalagsins frá fyrsta degi, hýst ratsjár- og herstöðvar víða um land og hér væri ennþá Bandarískur her ef þörf væri talin á. Við höfum uppfyllt allar þær kröfur sem til okkar hafa verið gerðar og bandalagsþjóðir okkar hafa alla tíð virt sérstöðu Íslands sem vopnlausrar þjóðar sem ekki vill kaupa vopn. Nú hefur þessari stefnu Íslands verið hent í ruslið, án nokkurs samráðs, með þeim orðum að hún hafi byggst á hroka! Þurfa ekki sumir að fara að komast í gott frí svo við getum farið að taka til? Höfundur er áhugamaður um tiltekt.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun