Eltihrellirinn höfðar mál gegn Netflix Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2024 09:12 Fiona Harvey hefur áður talað um reynslu sína með Gadd í fjölmiðlum. Vísir/Samsett Skosk kona sem segist vera innblásturinn að eltihrellinum Mörthu Scott í vinsælu þáttunum Baby Reindeer úr smiðju Netflix hefur höfðað mál á hendur streymisveitunni. Hún krefst 170 milljóna dala í skaðabætur sem nemur um 24 milljörðum íslenskra króna. Málið var lagt fram í Kaliforníu í gær. Fiona Harvey sakar Netflix meðal annars um ærumeiðingar Þáttaröðin, sem hefur notið mikilla vinsælda, er skrifuð af Richard Gadd og byggir að hans sögn á sannri sögu. Fiona Harvey hefur áður ratað í fjölmiðla og neitað því að vera eltihrellir. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi Harvey sent honum ríflega 41 þúsund töluvpósta, tekið up 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Harvey neitar þessu. Í málshöfðuninni segir að Netflix og Richard Gadd, sem skrifaði og fer með aðalhlutverk þáttaraðanna, hafi eyðilagt orðspor og líf Harvey. Hún segist hafa fengið fjölda líflátshótana síðan þáttaröðin kom út í apríl síðastliðnum. „Hinir stefndu sögðu þessar lygar og hættu ekki, því það var betri saga en sannleikurinn, og betri sögur græða peninga,“ segir í málshöfðuninnni. „Við ætlumst að verjast þessu máli af fullum krafti og stöndum með rétti Gadd til að segja þessa sögu,“ segir talsmaður Netflix í fréttayfirlýsingu. Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Málið var lagt fram í Kaliforníu í gær. Fiona Harvey sakar Netflix meðal annars um ærumeiðingar Þáttaröðin, sem hefur notið mikilla vinsælda, er skrifuð af Richard Gadd og byggir að hans sögn á sannri sögu. Fiona Harvey hefur áður ratað í fjölmiðla og neitað því að vera eltihrellir. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi Harvey sent honum ríflega 41 þúsund töluvpósta, tekið up 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Harvey neitar þessu. Í málshöfðuninni segir að Netflix og Richard Gadd, sem skrifaði og fer með aðalhlutverk þáttaraðanna, hafi eyðilagt orðspor og líf Harvey. Hún segist hafa fengið fjölda líflátshótana síðan þáttaröðin kom út í apríl síðastliðnum. „Hinir stefndu sögðu þessar lygar og hættu ekki, því það var betri saga en sannleikurinn, og betri sögur græða peninga,“ segir í málshöfðuninnni. „Við ætlumst að verjast þessu máli af fullum krafti og stöndum með rétti Gadd til að segja þessa sögu,“ segir talsmaður Netflix í fréttayfirlýsingu.
Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira