Ákall eftir náttúrufræðikennurum Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifar 10. júní 2024 08:00 Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum. Áhyggjur af skorti á kennurum með fullnægjandi faglegan bakgrunn til að sinna náttúrufræðikennslu eru ekki nýjar á nálinni. Samtök líffræðikennara hafa um árabil sent frá sér ályktanir þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að raungreinakennslu fari hnignandi bæði í grunn- og framhaldsskólum. Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 kemur fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði. Í framhaldi af skerðingu náms á framhaldsskólastigi var óljóst hvernig eitt leyfisbréf væri svar við ákalli um bætta stöðu íslenskra nemenda. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltóku hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu. Heillavænlegra hefði verið að gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig og sértæk leyfisbréf bundin við námsgreinar. Hafi markmiðið með einu leyfisbréfi verið að koma til móts við kennaraskort í grunn- og leikskólum er það umdeilt. Leikskólakennarar hafa margir flutt sig í grunnskóla. Óháð einu leyfisbréfi hefði mátt auka sveigjanleika á milli skólastiga bundið við sérþekkingu einstaklings hverju sinni. Í framhaldi af styttingu námsbrauta framhaldsskólana þar sem kennsla í raungreinum hefur dregist saman væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskóla. Þetta á ekki síst við vegna þess að þeir nemendur sem fara á aðrar brautir en náttúrufræðibraut útskrifast í mörgum tilfellum úr framhaldsskóla án þess að taka einn einasta raungreinaáfanga. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi kennslustunda í raungreinum á efsta stigi grunnskóla staðið í stað. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir 360 mínútum í öllum náttúrugreinum, þar sem nú á að fara fram kennsla sem eitt sinn tilheyrði framhaldsskólunum. Óvíst er hvort allir skólar nái að starfa samkvæmt viðmiðunarstundaskrá vegna skorts á greinakennurum. Þessar upplýsingar eru ekki opinberar en skólastjórnendur grunnskóla gera grein fyrir þeim, það er kennslu og kennslumagni, til Hagstofu Íslands. Þekkt er að kennaraskortur stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum samanborið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álagi, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjanleika í starfi. Viðvarandi vandi að útvega náttúrufræðikennara! Heppilegra hefði verið að bregðast við skortsvandanum með öðru en einu leyfisbréfi enn er jafn mikill skortur á náttúrufræðikennurum. Bæta þarf sérstaklega að starfsskilyrðum kennara á yngri skólastigum og þar með hlúa að náttúrufræðikennurum til dæmis með auknu samstarfi á milli skóla og styrkja þar með faglegt bakland starfandi kennara í grunnskólum. Háværar raddir hafa verið um skort á fólki í STEAM greinar (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði) því er auðvelt að rökstyðja að efla ætti sérþekkingu þeirra sem sinna þessari kennslu. Spurning er hvort að ástæða fyrir því að fjöldi kennslustunda hefur staðið í stað sé vegna náttúrufræðikennaraskorts á unglingastigi. Sterkt faglegt bakland bætir starfsskilyrði, með þeim breytingum fjölgar vonandi þeim sem velja að sérhæfa sig á sviði náttúruvísinda hvaðan of fáir kennarar útskrifast. Árið 2023 útskrifuðust sjö nemendur með áherslu á kennslu náttúrufræðikennara. Við hátíðleg tækifæri er mikilvægi aukinnar menntunar í vísinda ítrekuð. Nemendur sem í dag fá minni innsýn í náttúrufræði eru ólíklegri til að velja sér náttúrufræðibrautir á framhaldsskólastigi sem styður síður við STEAM-greinar. Þessir einstaklingar eru kennarar framtíðarinnar, fólkið sem á að kveikja áhuga komandi kynslóða á eigin heilbrigði og heimsins. Þetta eru verðandi lögfræðingar, blaðamenn og kjósendur. Setjum sterk viðmið og bjóðum upp á menntun sem eykur líkurnar á enn sterkara samfélagi. Höfundur er formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum. Áhyggjur af skorti á kennurum með fullnægjandi faglegan bakgrunn til að sinna náttúrufræðikennslu eru ekki nýjar á nálinni. Samtök líffræðikennara hafa um árabil sent frá sér ályktanir þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að raungreinakennslu fari hnignandi bæði í grunn- og framhaldsskólum. Í Hvítbók um umbætur í menntun frá 2014 kemur fram að Ísland verði að bæta stöðu íslenskra nemenda í náttúrufræði eigi þeir að standa jafnöldrum sínum í öðrum löndum á sporði. Í framhaldi af skerðingu náms á framhaldsskólastigi var óljóst hvernig eitt leyfisbréf væri svar við ákalli um bætta stöðu íslenskra nemenda. Lög frá 2008 (Alþingi, 2008) tiltóku hvaða sérfræðiþekkingu kennarar þurfa að uppfylla. Þessi lagasetning þótti til bóta á sínum tíma og styrkja mikilvægi fagmenntunar til að sinna greinakennslu. Heillavænlegra hefði verið að gera greinargóð viðmið fyrir öll skólastig og sértæk leyfisbréf bundin við námsgreinar. Hafi markmiðið með einu leyfisbréfi verið að koma til móts við kennaraskort í grunn- og leikskólum er það umdeilt. Leikskólakennarar hafa margir flutt sig í grunnskóla. Óháð einu leyfisbréfi hefði mátt auka sveigjanleika á milli skólastiga bundið við sérþekkingu einstaklings hverju sinni. Í framhaldi af styttingu námsbrauta framhaldsskólana þar sem kennsla í raungreinum hefur dregist saman væri eðlilegra að fjölga kennslustundum í náttúrugreinum í grunnskóla. Þetta á ekki síst við vegna þess að þeir nemendur sem fara á aðrar brautir en náttúrufræðibraut útskrifast í mörgum tilfellum úr framhaldsskóla án þess að taka einn einasta raungreinaáfanga. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi kennslustunda í raungreinum á efsta stigi grunnskóla staðið í stað. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir 360 mínútum í öllum náttúrugreinum, þar sem nú á að fara fram kennsla sem eitt sinn tilheyrði framhaldsskólunum. Óvíst er hvort allir skólar nái að starfa samkvæmt viðmiðunarstundaskrá vegna skorts á greinakennurum. Þessar upplýsingar eru ekki opinberar en skólastjórnendur grunnskóla gera grein fyrir þeim, það er kennslu og kennslumagni, til Hagstofu Íslands. Þekkt er að kennaraskortur stafar af mörgum ástæðum, til dæmis viðvarandi slæmum kjörum samanborið við viðmiðunarstéttir (sérfræðinga innan BHM), álagi, ófullnægjandi vinnuaðstöðu og ósveigjanleika í starfi. Viðvarandi vandi að útvega náttúrufræðikennara! Heppilegra hefði verið að bregðast við skortsvandanum með öðru en einu leyfisbréfi enn er jafn mikill skortur á náttúrufræðikennurum. Bæta þarf sérstaklega að starfsskilyrðum kennara á yngri skólastigum og þar með hlúa að náttúrufræðikennurum til dæmis með auknu samstarfi á milli skóla og styrkja þar með faglegt bakland starfandi kennara í grunnskólum. Háværar raddir hafa verið um skort á fólki í STEAM greinar (vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði) því er auðvelt að rökstyðja að efla ætti sérþekkingu þeirra sem sinna þessari kennslu. Spurning er hvort að ástæða fyrir því að fjöldi kennslustunda hefur staðið í stað sé vegna náttúrufræðikennaraskorts á unglingastigi. Sterkt faglegt bakland bætir starfsskilyrði, með þeim breytingum fjölgar vonandi þeim sem velja að sérhæfa sig á sviði náttúruvísinda hvaðan of fáir kennarar útskrifast. Árið 2023 útskrifuðust sjö nemendur með áherslu á kennslu náttúrufræðikennara. Við hátíðleg tækifæri er mikilvægi aukinnar menntunar í vísinda ítrekuð. Nemendur sem í dag fá minni innsýn í náttúrufræði eru ólíklegri til að velja sér náttúrufræðibrautir á framhaldsskólastigi sem styður síður við STEAM-greinar. Þessir einstaklingar eru kennarar framtíðarinnar, fólkið sem á að kveikja áhuga komandi kynslóða á eigin heilbrigði og heimsins. Þetta eru verðandi lögfræðingar, blaðamenn og kjósendur. Setjum sterk viðmið og bjóðum upp á menntun sem eykur líkurnar á enn sterkara samfélagi. Höfundur er formaður Samlífs, samtaka líffræðikennara.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar