Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2024 11:16 Hjúkrunarfræðingar segja segja áfengi einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. Í tilkynningu frá félaginu segir að áskorunin komi í ljósi „óheillaþróunar á sölu áfengis“. „Áfengi er ekki venjuleg neysluvara. Neysla hennar hefur skaðleg áhrif á heilsu og ekki eru nein þekkt viðmið um skaðlausa notkun hennar,“ segir í tilkynningunni. Áfengi sé einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum, hafi áhrif á myndun ýmissa tegunda krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfalls. Fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi hafi í för með sér aukna notkun þess, sem leiði til aukinna heilbrigðis- og félagslegra vandamála, „með tilheyrandi kostnaði og þjáningu fyrir samfélagið“. Þá er vísað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, þar sem segir að stuðlað verði að heilbrigðu samfélagi og það séu sameiginlegir hagsmunir að lögð sé áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Að auki er vísað í lýðheilsustefnu Alþingis til árs 2030, þar sem stefnt er að því að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu. Spá afturför í baráttu fyrir bættri lýðheilsu „Núverandi fyrirkomulag þar sem hægt er að kaupa áfengi utan afgreiðslutíma verslana ÁTVR og fá það sent heim til sín á skömmum tíma er veruleg aukning á aðgengi fólks að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi er ekki í samræmi við stjórnarsáttmála né lýðheilsusjónarmið þau sem sett hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Hjúkrunarfræðingar starfi á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og séu viðamestu hlutverk þeirra heilsuvernd, heilsuefling og forvarnir. „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið mótfallið breytingum sem hafa í för með sér aukið aðgengi að áfengi. Það mun leiða til aukinnar heildarneyslu sem er með öllu andstætt bættri lýðheilsu þjóðarinnar. Ef núverandi fyrirkomulag heldur áfram án aðgerða eða verður lögfest, þá munum við sjá gríðarlega afturför í baráttunni fyrir bættri lýðheilsu.“ „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar því á Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030, ríkisstjórnina að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að áskorunin komi í ljósi „óheillaþróunar á sölu áfengis“. „Áfengi er ekki venjuleg neysluvara. Neysla hennar hefur skaðleg áhrif á heilsu og ekki eru nein þekkt viðmið um skaðlausa notkun hennar,“ segir í tilkynningunni. Áfengi sé einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum, hafi áhrif á myndun ýmissa tegunda krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfalls. Fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi hafi í för með sér aukna notkun þess, sem leiði til aukinna heilbrigðis- og félagslegra vandamála, „með tilheyrandi kostnaði og þjáningu fyrir samfélagið“. Þá er vísað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, þar sem segir að stuðlað verði að heilbrigðu samfélagi og það séu sameiginlegir hagsmunir að lögð sé áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Að auki er vísað í lýðheilsustefnu Alþingis til árs 2030, þar sem stefnt er að því að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu. Spá afturför í baráttu fyrir bættri lýðheilsu „Núverandi fyrirkomulag þar sem hægt er að kaupa áfengi utan afgreiðslutíma verslana ÁTVR og fá það sent heim til sín á skömmum tíma er veruleg aukning á aðgengi fólks að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi er ekki í samræmi við stjórnarsáttmála né lýðheilsusjónarmið þau sem sett hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Hjúkrunarfræðingar starfi á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og séu viðamestu hlutverk þeirra heilsuvernd, heilsuefling og forvarnir. „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið mótfallið breytingum sem hafa í för með sér aukið aðgengi að áfengi. Það mun leiða til aukinnar heildarneyslu sem er með öllu andstætt bættri lýðheilsu þjóðarinnar. Ef núverandi fyrirkomulag heldur áfram án aðgerða eða verður lögfest, þá munum við sjá gríðarlega afturför í baráttunni fyrir bættri lýðheilsu.“ „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar því á Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030, ríkisstjórnina að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira