Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2024 14:00 Myndin er sú fyrsta í leikstjórn Þórðar Pálssonar og vekur gríðarlega athygli í Tribeca. Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. The Damned er sálfræðileg hryllingsmynd sem gerist á nítjándu öld á Vestfjörðum og fylgir Evu, ekkju og erfingja afskekktar verbúðar en Variety gerir myndinni meðal annars skil. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, stendur Eva frammi fyrir erfiðu vali, á hún og vinnumenn hennar, að koma til bjargar eða forgangsraða eigin velferð. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um ómanneskjulega hefnd, takast Eva og vinnumenn hennar, á við afleiðingar gjörða sinna. Gagnrýnandi veftímaritsins Elements of Madness segir The Damned vera allt í senn eina fallegastu og trufluðustu mynd sem hann hefur séð í langan tíma, og einn af gimsteinum ársins á kvikmyndahátíðinni. Gagngrýnandi The Collider segir að erfitt verði að hrista myndina af sér, hún skeri áhorfandan inn að beini og hrósar bæði leikstjóranum og Eli Arinson kvikmyndatökumanni. Skjáskot úr myndinni. Tekin upp á Vestfjörðum síðasta vetur „Veturnir á Íslandi voru erfðir og fátækt mikil, en er hægt að réttlæta athafnir í nafni eigin velferðar?“ er haft eftir Þórði Pálssyni. Hann segir hugmyndina að sögunni megi rekja til draugasagna sem hann heyrði á uppvaxtarárum, um það hvernig heimamenn reyndu viljandi að láta skip reka á land. „Síðan var allt hirt sem hægt var og passað upp á, að enginn lifði af til að segja frá. Draugur getur verið andi en einnig hræðilega vera, rotnandi líkami sem leitar þig uppi í myrkrinu. Svona sögur sátu í mér sem krakki og varð uppsprettan að The Damned,“ segir Þórður. Odessa Young í hlutverki sínu í myndinni. Myndin var tekin upp á Vestfjörðum síðastliðinn vetur. Ósvör í Bolungarvík var endurlífgað og lítið kvikmyndaver sett upp á Ísafirði. Meðframleiðandi myndarinnar, Guðmundur Arnar Guðmundsson segir endurgreiðslukerfi menningar- og viðskiptaráðuneytisins hafa skipt sköpun og stuðningur Vestfirðinga og þá sérstaklega bæjarstjórar Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar hafa verið ómetanlegan. Íslendingar eru í flestum lykilstörfum The Damned þrátt fyrir að leikarahópurinn sé erlendur að frátöldum Andrean Sigurgeirssyni listdansara og meðlimi Hatara. The Damned er framleidd af Elation og Wild Atlantic og meðframleidd af hinu íslenska Join Motion Pictures. Protagonist sér um alþjóðlega dreifingu myndarinnar og geta Íslendingar átt von á að The Damned verði sýnd í kvikmyndahúsum landsins með haustinu, að því er segir í tilkynningunni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
The Damned er sálfræðileg hryllingsmynd sem gerist á nítjándu öld á Vestfjörðum og fylgir Evu, ekkju og erfingja afskekktar verbúðar en Variety gerir myndinni meðal annars skil. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, stendur Eva frammi fyrir erfiðu vali, á hún og vinnumenn hennar, að koma til bjargar eða forgangsraða eigin velferð. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um ómanneskjulega hefnd, takast Eva og vinnumenn hennar, á við afleiðingar gjörða sinna. Gagnrýnandi veftímaritsins Elements of Madness segir The Damned vera allt í senn eina fallegastu og trufluðustu mynd sem hann hefur séð í langan tíma, og einn af gimsteinum ársins á kvikmyndahátíðinni. Gagngrýnandi The Collider segir að erfitt verði að hrista myndina af sér, hún skeri áhorfandan inn að beini og hrósar bæði leikstjóranum og Eli Arinson kvikmyndatökumanni. Skjáskot úr myndinni. Tekin upp á Vestfjörðum síðasta vetur „Veturnir á Íslandi voru erfðir og fátækt mikil, en er hægt að réttlæta athafnir í nafni eigin velferðar?“ er haft eftir Þórði Pálssyni. Hann segir hugmyndina að sögunni megi rekja til draugasagna sem hann heyrði á uppvaxtarárum, um það hvernig heimamenn reyndu viljandi að láta skip reka á land. „Síðan var allt hirt sem hægt var og passað upp á, að enginn lifði af til að segja frá. Draugur getur verið andi en einnig hræðilega vera, rotnandi líkami sem leitar þig uppi í myrkrinu. Svona sögur sátu í mér sem krakki og varð uppsprettan að The Damned,“ segir Þórður. Odessa Young í hlutverki sínu í myndinni. Myndin var tekin upp á Vestfjörðum síðastliðinn vetur. Ósvör í Bolungarvík var endurlífgað og lítið kvikmyndaver sett upp á Ísafirði. Meðframleiðandi myndarinnar, Guðmundur Arnar Guðmundsson segir endurgreiðslukerfi menningar- og viðskiptaráðuneytisins hafa skipt sköpun og stuðningur Vestfirðinga og þá sérstaklega bæjarstjórar Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar hafa verið ómetanlegan. Íslendingar eru í flestum lykilstörfum The Damned þrátt fyrir að leikarahópurinn sé erlendur að frátöldum Andrean Sigurgeirssyni listdansara og meðlimi Hatara. The Damned er framleidd af Elation og Wild Atlantic og meðframleidd af hinu íslenska Join Motion Pictures. Protagonist sér um alþjóðlega dreifingu myndarinnar og geta Íslendingar átt von á að The Damned verði sýnd í kvikmyndahúsum landsins með haustinu, að því er segir í tilkynningunni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira