Takk, Kristinn Jón Kaldal skrifar 7. júní 2024 17:01 Kristinn H. Gunnarsson, núverandi ritstjóri héraðsfréttamiðilsins BB, en sat áður á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn, Frjálslynda flokkinn og utan flokka á þingferli sínum, benti á ýmis ósómamál sem tengjast sjókvíaeldi á laxi í aðsendri grein hér á Vísi í vikunni. Þetta var þarft verk hjá Kristni en sá galli er á grein hans að heimildir fyrir sumu sem þar kemur fram hafa skolast aðeins til. Þar sem Kristinn, af kunnri hófstillingu sinni, nefnir nafn mitt í greininni er rétt og skylt að ég taki við keflinu og rifji upp bakgrunn þeirra mála sem hann nefnir. Eyðileggja vegi í veldisvexti Kristinn bendir meðal annars á skelfilegt ástand vega á Vestfjörðum. Í vor hefur Vegagerðin verið að fjarlægja bundið slitlag af vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og breyta í malarvegi. Í frétt á vef RÚV um þetta mál nefndi svæðisstjóri Vegagerðarinnar sérstaklega þungaflutninga með sjókvíaeldislax sem ástæðu fyrir þessu afleita ástandi á svæðinu. Útskýrði hann að einn hlaðinn flutningabíll slíti vegum á við 10.000 fólksbíla. Þessir bílar eyðileggja vegi sem sagt í veldisvexti miðað við þyngd. Í fréttum RÚV kom líka fram að fyrir tveimur árum þurfti að endurbyggja fimm kílómetra vegkafla um Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, eftir að vegurinn hrundi. Akkúrat á þessum kafla eru gríðarlegir þungaflutningar með sjókvíaeldislax. Sagði svæðisstjórinn að endurbygging vegarins um Mikladal hefði tekið stóran hluta af fjármagni til styrkingarverkefna á Vesturlandi og Vestfjörðum á síðustu tveimur árum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður við holufyllingar á Vestfjörðum fimmfaldast á síðustu árum, en á því tímabili hefur framleiðsla á sjókvíaeldislaxi þrettánfaldast á svæðinu. Í fyrra óku að meðaltali hvern einasta dag 3,8 fullfermdir þungaflutningabílar með sjókvíaeldislax um vegi Vestfjarða. Það er á við umferð 13,9 milljón fólksbíla á ári. Auðvitað eyðileggur slík umferð þjóðvegakerfið. Það væri fásinna að taka ekki með í dæmið við kostnað þjóðfélagsins af sjókvíaeldinu þær gríðarlegu skemmdir sem þungaflutningar einkafyrirtækja valda á vegum fyrir vestan. Vegir sem ætlaðir eru til þungaflutninga af þessu umfangi, þurfa bæði betri undirbyggingu og betra slitlag. Að byggja vegi fyrir slíka bíla kostar gríðarlegar upphæðir. Örugglega mun hærri en takmarkað auðlindagjald sem sjókvíaeldisfyrirtækin greiða nú í ríkissjóð. Þangað hefur aðeins eitt sjókvíeldisfyrirtæki greitt tekjuskatt (og það aðeins tvisvar sinnum) frá árinu 2007 þegar elsta fyrirtækið í þessum iðnaði var stofnað. Sveitarfélögin höfðuðu mál Kristinn bendir réttilega á að í grein sem kom frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum í maí var ranglega haldið fram að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Hið rétta er að það voru sveitarfélögin sem fóru í mál við sjókvíeldisfyrirtækin vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Við þökkum Kristni fyrir ábendinguna. Forvitnileg hlið á því máli er að héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði Arnalaxi í vil. Samkvæmt niðurstöðu dómsins telst eldisfiskur ekki sjávarafli og því er ekki lagastoð fyrir álagningu aflagjalds af fiski sem landað er úr sjókvíaeldi. Á því atriði hvíldi meðal annars vörn Arnarlax. Forsvarsfólki Vesturbyggðar var eðlilega brugðið. Sveitarfélagið hefur skuldsett sig verulega til að bæta hafnaraðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins. „Við vonumst til þess að þegar við áfrýjum þessu til Landsréttar að niðurstöðunni verði hnekkt. En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar,“ sagði Þórdís Sif Sigurðardóttir þáverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar. Fólkið í ráðuneytinu Í grein sinni nefnir Kristinn umræður um hversu skynsamlegt það er að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Kristni virðist finnast sú umræða ósanngjörn og jafnvel standa í þeirri trú að hún sé aðeins komin frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Svo er þó ekki. Í skýrslu ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi á Íslandi, sem kom út 2023, var vakin athygli á því að starfsmaður ráðgjafarfyrirtækis í eigu stjórnarformanns Arnarlax vann samhliða fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að því að undirbúa ný lög um fiskeldi sem samþykkt voru árið 2019. Fjölmiðlar hafa líka sagt ítarlega frá því að skrifstofustjóri sem stýrði sviði fiskeldis í ráðuneytinu var í margs konar samskiptum við ráðgjafa hjá Arnarlaxi í aðdraganda setningar lagasetningarinnar 2019. Var sá ráðgjafi Arnarlax einmitt fyrrum starfsmaður í ráðuneytinu. Fékk hann meðal annars send drög að reglugerð um fiskeldi frá skrifstofustjóranum nokkrum mánuðum áður en þau voru birt opinberlega. Þessi sami skrifstofustjóri sá svo til þess að tilkynningu um birtingu laganna í Stjórnartíðindum var seinkað og þar með gildistöku þeirra. Þetta varð til þess að sjókvíaeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm, Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða, náðu að skila inn gögnum tengdum leyfisumsóknum áður en nýju lögin tóku gildi og tryggðu þannig að umsóknirnar voru afgreiddar á grunni eldri laga. Var eftir miklu að slægjast því með þessu losnuðu þau við að keppa um leyfin í útboðum einsog nýju lögin kváðu á um. Í sjókvíaeldisskýrslu Ríkisendurskoðunar var fjallað um þetta mál embættismannsins: „Ríkisendurskoðun telur alvarlegt að birtingu laganna hafi verið frestað með þeim hætti sem raun ber vitni. Umrædd töf var til þess fallin að grafa undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda.“ Umræða um hversu óheppilegt er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum, er ekki uppfinning okkar hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Því miður virðist það hafa aftur gerst, rétt einsog 2019, að vinnan við hið skelfilega lagareldisfrumvarp, sem Alþingi hefur nú til meðferðar, hafi fyrst og fremst mótast af hag fyrirtækjanna fremur en almennings, náttúru og lífríki Íslands. Um það þarf auðvitað að ræða. Höfundur er talsmaður Íslenska nátturuverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Sjókvíaeldi Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, núverandi ritstjóri héraðsfréttamiðilsins BB, en sat áður á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn, Frjálslynda flokkinn og utan flokka á þingferli sínum, benti á ýmis ósómamál sem tengjast sjókvíaeldi á laxi í aðsendri grein hér á Vísi í vikunni. Þetta var þarft verk hjá Kristni en sá galli er á grein hans að heimildir fyrir sumu sem þar kemur fram hafa skolast aðeins til. Þar sem Kristinn, af kunnri hófstillingu sinni, nefnir nafn mitt í greininni er rétt og skylt að ég taki við keflinu og rifji upp bakgrunn þeirra mála sem hann nefnir. Eyðileggja vegi í veldisvexti Kristinn bendir meðal annars á skelfilegt ástand vega á Vestfjörðum. Í vor hefur Vegagerðin verið að fjarlægja bundið slitlag af vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og breyta í malarvegi. Í frétt á vef RÚV um þetta mál nefndi svæðisstjóri Vegagerðarinnar sérstaklega þungaflutninga með sjókvíaeldislax sem ástæðu fyrir þessu afleita ástandi á svæðinu. Útskýrði hann að einn hlaðinn flutningabíll slíti vegum á við 10.000 fólksbíla. Þessir bílar eyðileggja vegi sem sagt í veldisvexti miðað við þyngd. Í fréttum RÚV kom líka fram að fyrir tveimur árum þurfti að endurbyggja fimm kílómetra vegkafla um Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, eftir að vegurinn hrundi. Akkúrat á þessum kafla eru gríðarlegir þungaflutningar með sjókvíaeldislax. Sagði svæðisstjórinn að endurbygging vegarins um Mikladal hefði tekið stóran hluta af fjármagni til styrkingarverkefna á Vesturlandi og Vestfjörðum á síðustu tveimur árum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður við holufyllingar á Vestfjörðum fimmfaldast á síðustu árum, en á því tímabili hefur framleiðsla á sjókvíaeldislaxi þrettánfaldast á svæðinu. Í fyrra óku að meðaltali hvern einasta dag 3,8 fullfermdir þungaflutningabílar með sjókvíaeldislax um vegi Vestfjarða. Það er á við umferð 13,9 milljón fólksbíla á ári. Auðvitað eyðileggur slík umferð þjóðvegakerfið. Það væri fásinna að taka ekki með í dæmið við kostnað þjóðfélagsins af sjókvíaeldinu þær gríðarlegu skemmdir sem þungaflutningar einkafyrirtækja valda á vegum fyrir vestan. Vegir sem ætlaðir eru til þungaflutninga af þessu umfangi, þurfa bæði betri undirbyggingu og betra slitlag. Að byggja vegi fyrir slíka bíla kostar gríðarlegar upphæðir. Örugglega mun hærri en takmarkað auðlindagjald sem sjókvíaeldisfyrirtækin greiða nú í ríkissjóð. Þangað hefur aðeins eitt sjókvíeldisfyrirtæki greitt tekjuskatt (og það aðeins tvisvar sinnum) frá árinu 2007 þegar elsta fyrirtækið í þessum iðnaði var stofnað. Sveitarfélögin höfðuðu mál Kristinn bendir réttilega á að í grein sem kom frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum í maí var ranglega haldið fram að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Hið rétta er að það voru sveitarfélögin sem fóru í mál við sjókvíeldisfyrirtækin vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Við þökkum Kristni fyrir ábendinguna. Forvitnileg hlið á því máli er að héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði Arnalaxi í vil. Samkvæmt niðurstöðu dómsins telst eldisfiskur ekki sjávarafli og því er ekki lagastoð fyrir álagningu aflagjalds af fiski sem landað er úr sjókvíaeldi. Á því atriði hvíldi meðal annars vörn Arnarlax. Forsvarsfólki Vesturbyggðar var eðlilega brugðið. Sveitarfélagið hefur skuldsett sig verulega til að bæta hafnaraðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins. „Við vonumst til þess að þegar við áfrýjum þessu til Landsréttar að niðurstöðunni verði hnekkt. En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar,“ sagði Þórdís Sif Sigurðardóttir þáverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar. Fólkið í ráðuneytinu Í grein sinni nefnir Kristinn umræður um hversu skynsamlegt það er að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Kristni virðist finnast sú umræða ósanngjörn og jafnvel standa í þeirri trú að hún sé aðeins komin frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Svo er þó ekki. Í skýrslu ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi á Íslandi, sem kom út 2023, var vakin athygli á því að starfsmaður ráðgjafarfyrirtækis í eigu stjórnarformanns Arnarlax vann samhliða fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að því að undirbúa ný lög um fiskeldi sem samþykkt voru árið 2019. Fjölmiðlar hafa líka sagt ítarlega frá því að skrifstofustjóri sem stýrði sviði fiskeldis í ráðuneytinu var í margs konar samskiptum við ráðgjafa hjá Arnarlaxi í aðdraganda setningar lagasetningarinnar 2019. Var sá ráðgjafi Arnarlax einmitt fyrrum starfsmaður í ráðuneytinu. Fékk hann meðal annars send drög að reglugerð um fiskeldi frá skrifstofustjóranum nokkrum mánuðum áður en þau voru birt opinberlega. Þessi sami skrifstofustjóri sá svo til þess að tilkynningu um birtingu laganna í Stjórnartíðindum var seinkað og þar með gildistöku þeirra. Þetta varð til þess að sjókvíaeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm, Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða, náðu að skila inn gögnum tengdum leyfisumsóknum áður en nýju lögin tóku gildi og tryggðu þannig að umsóknirnar voru afgreiddar á grunni eldri laga. Var eftir miklu að slægjast því með þessu losnuðu þau við að keppa um leyfin í útboðum einsog nýju lögin kváðu á um. Í sjókvíaeldisskýrslu Ríkisendurskoðunar var fjallað um þetta mál embættismannsins: „Ríkisendurskoðun telur alvarlegt að birtingu laganna hafi verið frestað með þeim hætti sem raun ber vitni. Umrædd töf var til þess fallin að grafa undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda.“ Umræða um hversu óheppilegt er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum, er ekki uppfinning okkar hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Því miður virðist það hafa aftur gerst, rétt einsog 2019, að vinnan við hið skelfilega lagareldisfrumvarp, sem Alþingi hefur nú til meðferðar, hafi fyrst og fremst mótast af hag fyrirtækjanna fremur en almennings, náttúru og lífríki Íslands. Um það þarf auðvitað að ræða. Höfundur er talsmaður Íslenska nátturuverndarsjóðsins.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun