Reynir við fyrsta Evrópumeistaratitilinn í áttunda sinn í sínum síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2024 07:01 Mikkel Hansen fær einn lokaséns til að vinna Meistaradeild Evrópu. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images Mikkel Hansen er að flestra mati einn besti handboltamaður sögunnar. Hann er líka einn sá sigursælasti, en honum hefur þó aldrei tekist að vinna stærsta tiltinn sem í boði er fyrir félagslið, Meistaradeild Evrópu. Hansen, sem verður 37 ára í haust, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í sumar. Hann er því sannarlega á síðustu metrunum á ferlinum. Með félagsliðum sínum hefur Hansen unnið nánast allt sem í boði er. Fjórtan landstitlar og tólf bikarmeistaratitlar er meðal þess sem má telja upp á glæstum ferli dönsku skyttunnar, en þá eru ótaldir þeir titlar sem hann hefur unnið með danska landsliðinu. Þó er ein keppni sem Hansen hefur aldrei náð að vinna, sjálf Meistaradeild Evrópu. Hann fær þó tækifæri til að bæta úr því í sínum síðasta leik með félagsliði á ferlinum í dag. Handball 𝐫𝐨𝐲𝐚𝐥𝐭𝐲 takes the stage 👑🔝 One word to describe Mikkel Hansen? 🤔 #ehffinal4 #ehfcl #clm pic.twitter.com/kzZVLFgDA6— EHF Champions League (@ehfcl) June 8, 2024 Hansen og félagar í Álaborg tryggðu sér nefnilega í gær sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hansen kemst í úrslit keppninnar, en þetta verður hins vegar í síðasta sinn sem hann tekur þátt í þessum leik. Alls hefur Hansen farið átta sinnum í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Þrisvar hefur hann þurft að sætta sig við fjórða sætið og þrisvar hefur hann unnið til bronsverðlauna. Tímabilið 2016-2017 fór hann alla leið í úrslit með PSG, en liðið mátti þola ein marks tap gegn makedónska liðinu RK Vardar. Hansen fær því eina lokatilraun til að klára þennan síðasta stóra titil sem í boði er þegar Álaborg mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Hvort Hansen nái að klára titilinn í sinni áttundu og síðustu ferð í úrslitahelgina verður þó að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Hansen, sem verður 37 ára í haust, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í sumar. Hann er því sannarlega á síðustu metrunum á ferlinum. Með félagsliðum sínum hefur Hansen unnið nánast allt sem í boði er. Fjórtan landstitlar og tólf bikarmeistaratitlar er meðal þess sem má telja upp á glæstum ferli dönsku skyttunnar, en þá eru ótaldir þeir titlar sem hann hefur unnið með danska landsliðinu. Þó er ein keppni sem Hansen hefur aldrei náð að vinna, sjálf Meistaradeild Evrópu. Hann fær þó tækifæri til að bæta úr því í sínum síðasta leik með félagsliði á ferlinum í dag. Handball 𝐫𝐨𝐲𝐚𝐥𝐭𝐲 takes the stage 👑🔝 One word to describe Mikkel Hansen? 🤔 #ehffinal4 #ehfcl #clm pic.twitter.com/kzZVLFgDA6— EHF Champions League (@ehfcl) June 8, 2024 Hansen og félagar í Álaborg tryggðu sér nefnilega í gær sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hansen kemst í úrslit keppninnar, en þetta verður hins vegar í síðasta sinn sem hann tekur þátt í þessum leik. Alls hefur Hansen farið átta sinnum í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Þrisvar hefur hann þurft að sætta sig við fjórða sætið og þrisvar hefur hann unnið til bronsverðlauna. Tímabilið 2016-2017 fór hann alla leið í úrslit með PSG, en liðið mátti þola ein marks tap gegn makedónska liðinu RK Vardar. Hansen fær því eina lokatilraun til að klára þennan síðasta stóra titil sem í boði er þegar Álaborg mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Hvort Hansen nái að klára titilinn í sinni áttundu og síðustu ferð í úrslitahelgina verður þó að koma í ljós.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira