„Ég var að reyna senda hann á fjærsvæðið og hann fór inn, ég tek því bara” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:57 Agla María Albertsdóttir skoraði og lagði upp í dag. vísir / vilhelm „Bara ótrúlega sátt, þetta gerist ekkert mikið betra en að mæta hérna á Akureyri og vinna 3-0 þannig bara frábær sigur í dag”, sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir öruggan útisigur gegn Þór/KA í toppslag deildarinnar en Agla bæði skoraði og lagði upp í dag. „Bara ótrúlega sátt, þetta gerist ekkert mikið betra en að mæta hérna á Akureyri og vinna 3-0 þannig bara frábær sigur í dag”, sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir öruggan útisigur gegn Þór/KA í toppslag deildarinnar en Agla bæði skoraði og lagði upp í dag. Spilað var á VÍS-vellinum á Þórsvæðinu sem hefur séð bjartari daga enda snjóað á Akureyri alla vikuna en Agla segir völlinn þó ekki eins slæman og látið er með. „Hann er auðvitað alls ekkert frábær, hann hefur samt sem áður alveg oft, hann var ekkert verri núna en oft þegar maður mætir hérna á Akureyri og fínasta veður, annað en maður bjóst við, þannig ef eitthvað er þá bara fór þetta fram úr væntingum.” Agla skoraði nokkuð skondið mark þegar hún kom Blikum í forystu en boltinn sveif þá yfir Shelby Money í marki Þór/KA úr því sem virist vera fyrirgjöf. Var hún að skjóta á markið eða reyna fyrirgjöf? „Nei bara alls ekki!” Svaraði Agla María og skellti upp úr áður en hún hélt áfram: „Ég var að reyna senda hann á fjærsvæðið og hann fór inn, ég tek því bara.” „Ég var bara virkilega sátt með þetta. Við fórum algjörlega eftir planinu sem sett var upp fyrir leik þannig það gekk fullkomlega upp þannig já, ég gæti ekki verið sáttari.” Mikið af leikjum er framundan hjá BreiðablikI sem er einnig komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. „Það er náttúrulega bara gríðarlega mikið álag, við erum að spila næst held ég á þriðjudaginn þannig við þurfum að nota hópinn núna og hugsa vel um okkur. Það er leikur á þriðjudag og svo sunnudag þannig þetta er mjög þétt framundan.” Agla María lagði upp síðasta mark leiksins í uppbótartíma þegar hún gerði frábærlega í að koma boltanum á Andreu Rut inn á teignum sem kláraði færið sitt vel. „Já það var bara mjög sætt sko, hún gerði vel í að koma sér inn í teiginn og þetta var bara eitthvað sem við erum alltaf að æfa þannig það var bara mjög gott að sjá hana skora þarna.” Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira
„Bara ótrúlega sátt, þetta gerist ekkert mikið betra en að mæta hérna á Akureyri og vinna 3-0 þannig bara frábær sigur í dag”, sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir öruggan útisigur gegn Þór/KA í toppslag deildarinnar en Agla bæði skoraði og lagði upp í dag. Spilað var á VÍS-vellinum á Þórsvæðinu sem hefur séð bjartari daga enda snjóað á Akureyri alla vikuna en Agla segir völlinn þó ekki eins slæman og látið er með. „Hann er auðvitað alls ekkert frábær, hann hefur samt sem áður alveg oft, hann var ekkert verri núna en oft þegar maður mætir hérna á Akureyri og fínasta veður, annað en maður bjóst við, þannig ef eitthvað er þá bara fór þetta fram úr væntingum.” Agla skoraði nokkuð skondið mark þegar hún kom Blikum í forystu en boltinn sveif þá yfir Shelby Money í marki Þór/KA úr því sem virist vera fyrirgjöf. Var hún að skjóta á markið eða reyna fyrirgjöf? „Nei bara alls ekki!” Svaraði Agla María og skellti upp úr áður en hún hélt áfram: „Ég var að reyna senda hann á fjærsvæðið og hann fór inn, ég tek því bara.” „Ég var bara virkilega sátt með þetta. Við fórum algjörlega eftir planinu sem sett var upp fyrir leik þannig það gekk fullkomlega upp þannig já, ég gæti ekki verið sáttari.” Mikið af leikjum er framundan hjá BreiðablikI sem er einnig komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. „Það er náttúrulega bara gríðarlega mikið álag, við erum að spila næst held ég á þriðjudaginn þannig við þurfum að nota hópinn núna og hugsa vel um okkur. Það er leikur á þriðjudag og svo sunnudag þannig þetta er mjög þétt framundan.” Agla María lagði upp síðasta mark leiksins í uppbótartíma þegar hún gerði frábærlega í að koma boltanum á Andreu Rut inn á teignum sem kláraði færið sitt vel. „Já það var bara mjög sætt sko, hún gerði vel í að koma sér inn í teiginn og þetta var bara eitthvað sem við erum alltaf að æfa þannig það var bara mjög gott að sjá hana skora þarna.”
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira