Talið að lík Mosley sé fundið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. júní 2024 08:23 Mosley er þekktur fyrir að stýra sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á breska ríkisútvarpinu undir nafninu „Trust Me, I'm a Doctor.“ Getty Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. BBC greinir frá líkfundinum og segir upplýsingarnar koma frá björgunarsveitamanni. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að líkið sé af Mosley. Sky news hefur eftir varaborgarstjóra að líkið hafi fundist í grýttum helli. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir undanfarna daga að lækninum sem er 67 ára gamall. Hann skilaði sér ekki úr göngu sem hann var í þar sem hann var staddur í fríi ásamt eiginkonu sinni á Symi, einni Tylftareyjanna í Eyjahafi. Hann hafði ætlað að ganga að miðju eyjarinnar yfir hrjóstrugt landslag en skilaði sér aldrei. Sími hans fannst í herberginu sem hjónin dvöldu í. Mikill hiti er á grísku eyjunni og meðal kenninga sem hafa komið upp í tengslum við leitina er að Mosley hafi fengið sólsting, ráfað í burtu og týnst í kjölfarið. Starfsmaður BBC sem staddur er á eyjunni hefur birt myndbönd frá vettvangi á samfélagsmiðlinum X. Í morgun birti hann myndband þar sem verið er að flytja leitarhund burt en hundurinn var brenndur á þófunum eftir leit á heitum steinum undanfarna daga. The sniffer dog, Scar, is leaving the island of Symi after helping to look for Michael Mosley over the past few days. His paws are burnt from the hot rocks he’s been walking on in his search - you can see how he’s limping. An indication of the harsh weather conditions here. pic.twitter.com/tAfhQJBElZ— Insaf Abbas (@insaf_abbas) June 9, 2024 Grikkland Bretland Tengdar fréttir Frægs sjónvarpslæknis leitað Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna. 6. júní 2024 16:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
BBC greinir frá líkfundinum og segir upplýsingarnar koma frá björgunarsveitamanni. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að líkið sé af Mosley. Sky news hefur eftir varaborgarstjóra að líkið hafi fundist í grýttum helli. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir undanfarna daga að lækninum sem er 67 ára gamall. Hann skilaði sér ekki úr göngu sem hann var í þar sem hann var staddur í fríi ásamt eiginkonu sinni á Symi, einni Tylftareyjanna í Eyjahafi. Hann hafði ætlað að ganga að miðju eyjarinnar yfir hrjóstrugt landslag en skilaði sér aldrei. Sími hans fannst í herberginu sem hjónin dvöldu í. Mikill hiti er á grísku eyjunni og meðal kenninga sem hafa komið upp í tengslum við leitina er að Mosley hafi fengið sólsting, ráfað í burtu og týnst í kjölfarið. Starfsmaður BBC sem staddur er á eyjunni hefur birt myndbönd frá vettvangi á samfélagsmiðlinum X. Í morgun birti hann myndband þar sem verið er að flytja leitarhund burt en hundurinn var brenndur á þófunum eftir leit á heitum steinum undanfarna daga. The sniffer dog, Scar, is leaving the island of Symi after helping to look for Michael Mosley over the past few days. His paws are burnt from the hot rocks he’s been walking on in his search - you can see how he’s limping. An indication of the harsh weather conditions here. pic.twitter.com/tAfhQJBElZ— Insaf Abbas (@insaf_abbas) June 9, 2024
Grikkland Bretland Tengdar fréttir Frægs sjónvarpslæknis leitað Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna. 6. júní 2024 16:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Frægs sjónvarpslæknis leitað Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna. 6. júní 2024 16:57