Tuchel, sem á þjálfaraferli sínum hefur meðal annars stýrt Bayern München og Chelsea, var talinn líklegur til að taka við United ef forráðamenn félagsins myndu ákveða að skipta út núverandi þjálfara, Erik ten Hag.
Samkvæmt heimildum BBC hefur Tuchel nú þegar átt fund með Sir Jim Ratcliffe, einum eiganda Manchester-liðsins.
🚨🔴 EXCL: Thomas Tuchel NOT planning to take Man United job, he wants to take a break not coaching any club this summer.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 9, 2024
Tuchel currently decided not to continue in talks with United after meeting in the recent weeks.
🇳🇱 United, deciding on Erik ten Hag future soon. pic.twitter.com/J0vQWzdICu
Manchester United er ekki beint í þjálfaraleit, en Ten Hag hefur ekki enn fengið að vita hvort hann fái að stýra liðinu á næsta tímabili. Hollendingurinn hefur stýrt liðinu frá árinu 2022.
Undir hans stjórn hafnaði liðið í þriðja sæti deildarinnar á hans fyrsta tímabili, en endaði í áttunda sæti á nýliðnu tímabili. Liðið fagnaði þó sigri í enska deildarbikarnum tímabilið 2022-2023 og enska bikarnum í vor.