Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2024 12:12 Emmanuel Macron hefur leyst upp franska þingið og boðað til kosninga. AP/Caroline Blumberg Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins kusu til Evrópuþingsins í liðinni viku þar sem hægriflokkar bættu við sig miklu fylgi. Bandalag íhaldsflokka (EPP) fékk 191 þingsæti, bandalag Framfarasinnaðra sósíalista og demókrata (S&D) fékk 135 þingsæti, bandalag Miðju- og frjálslyndra flokka (RE) fékk 83 þingsæti. Bandalag Hægriflokka (ECR) fékk 71 þingsæti, bandalag farhægriflokka (ID) fékk 57 þingsæti, Græningjar fengu 53 og Evrópska vinstrið 35 sæti. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu hægriflokka er reiknað með að bandalag mið- og hófsamari hægriflokka haldi meirihluta sínum á Evrópuþinginu.Getty Úrslitin duga hins vegar núverandi meirihluta EPP, S&D og RE til áframhaldandi samstarfs á Evrópuþinginu. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðsins, sem sækist eftir endurkjöri til annars kjörtímabils, lýsti því yfir í morgun að hún vildi að þetta samstarf héldi áfram. Þá hefur Nicolas Schmidt leiðtogi S&D einnig lýst yfir vilja til að halda samstarfinu áfram. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að þrátt fyrir mikla hægri sveiflu í kosningunum hafi fylgið leitað til hófsamari hægriflokka fremur en þjóðernis poppúlista. Það stefni allt í að bandalag miðjuflokka haldi. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir kjósendur oft senda stjórnvöldum heimafyrir skilaboð í kosningum til Evrópuþingsins.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Og Ursula von der Leyen hefur ef eitthvað er styrkt stöðu sína. En haldi bandalagið eins og það hefur gert hingað til ætti hún að hljóta útnefninguna svona tiltölulega auðveldlega,“ segir Eiríkur. Kosningarnar hafa hins vegar afleiðingar í þýskum og frönskum stjórnmálum þar sem stjórnarflokkar fengu slæma útreið í evrópukosningunum. Farhægriflokkum gekk vel og þannig vann Þjóðernisflokkur Marine Le Pen stórsigur og fékk 32 prósent atkvæða. Það er tvöfalt meira fylgi en Endurreisnarflokkur Emmanuels Macron forseta Frakklands hlaut. Marine Le Pen delivers gleðst yfir mikilli fylgisaukningu flokks hennar á Evrópuþinginu.AP/Lewis Joly Hann brást við úrslitunum strax í morgun með því að leysa upp franska þingið og boða til þingkosninga sem fram fara í tveimur umferðum hinn 30. júní og 7. júlí. En sjálfur á hann eftir um þrjú ár af sínu kjörtímabili sem forseti. Eiríkur segir það ekki koma á óvart þar sem flokkur Macrons væri nú þegar í minnihluta í franska þinginu. Kjósendur sendu stjórnvöldum heima fyrir oft skilaboð í evrópuþingskosningum. Macron væri að veðja á að Frakkar væru í áfalli eftir þessi úrslit í evrópuþingskosningunum. „Að einhverju leyti er þetta hræðsluviðbragð. Hann er líka að spila með það kannski sjokk sem sumir Frakkar, svona meginstraums Frakkar, upplifa við þessa niðurstöðu. Hann geti þá sópað til sín einhverjum stuðningi út á það sjokk sem einhverjir Frakkar hafa orðið fyrir. Það virðist vera veðmálið. En nota bene, hann er ekki að hætta sínum eigin stól,“ segir Eiríkur Bergmann. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins kusu til Evrópuþingsins í liðinni viku þar sem hægriflokkar bættu við sig miklu fylgi. Bandalag íhaldsflokka (EPP) fékk 191 þingsæti, bandalag Framfarasinnaðra sósíalista og demókrata (S&D) fékk 135 þingsæti, bandalag Miðju- og frjálslyndra flokka (RE) fékk 83 þingsæti. Bandalag Hægriflokka (ECR) fékk 71 þingsæti, bandalag farhægriflokka (ID) fékk 57 þingsæti, Græningjar fengu 53 og Evrópska vinstrið 35 sæti. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu hægriflokka er reiknað með að bandalag mið- og hófsamari hægriflokka haldi meirihluta sínum á Evrópuþinginu.Getty Úrslitin duga hins vegar núverandi meirihluta EPP, S&D og RE til áframhaldandi samstarfs á Evrópuþinginu. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðsins, sem sækist eftir endurkjöri til annars kjörtímabils, lýsti því yfir í morgun að hún vildi að þetta samstarf héldi áfram. Þá hefur Nicolas Schmidt leiðtogi S&D einnig lýst yfir vilja til að halda samstarfinu áfram. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að þrátt fyrir mikla hægri sveiflu í kosningunum hafi fylgið leitað til hófsamari hægriflokka fremur en þjóðernis poppúlista. Það stefni allt í að bandalag miðjuflokka haldi. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir kjósendur oft senda stjórnvöldum heimafyrir skilaboð í kosningum til Evrópuþingsins.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Og Ursula von der Leyen hefur ef eitthvað er styrkt stöðu sína. En haldi bandalagið eins og það hefur gert hingað til ætti hún að hljóta útnefninguna svona tiltölulega auðveldlega,“ segir Eiríkur. Kosningarnar hafa hins vegar afleiðingar í þýskum og frönskum stjórnmálum þar sem stjórnarflokkar fengu slæma útreið í evrópukosningunum. Farhægriflokkum gekk vel og þannig vann Þjóðernisflokkur Marine Le Pen stórsigur og fékk 32 prósent atkvæða. Það er tvöfalt meira fylgi en Endurreisnarflokkur Emmanuels Macron forseta Frakklands hlaut. Marine Le Pen delivers gleðst yfir mikilli fylgisaukningu flokks hennar á Evrópuþinginu.AP/Lewis Joly Hann brást við úrslitunum strax í morgun með því að leysa upp franska þingið og boða til þingkosninga sem fram fara í tveimur umferðum hinn 30. júní og 7. júlí. En sjálfur á hann eftir um þrjú ár af sínu kjörtímabili sem forseti. Eiríkur segir það ekki koma á óvart þar sem flokkur Macrons væri nú þegar í minnihluta í franska þinginu. Kjósendur sendu stjórnvöldum heima fyrir oft skilaboð í evrópuþingskosningum. Macron væri að veðja á að Frakkar væru í áfalli eftir þessi úrslit í evrópuþingskosningunum. „Að einhverju leyti er þetta hræðsluviðbragð. Hann er líka að spila með það kannski sjokk sem sumir Frakkar, svona meginstraums Frakkar, upplifa við þessa niðurstöðu. Hann geti þá sópað til sín einhverjum stuðningi út á það sjokk sem einhverjir Frakkar hafa orðið fyrir. Það virðist vera veðmálið. En nota bene, hann er ekki að hætta sínum eigin stól,“ segir Eiríkur Bergmann.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32
Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23