Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2024 12:12 Emmanuel Macron hefur leyst upp franska þingið og boðað til kosninga. AP/Caroline Blumberg Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins kusu til Evrópuþingsins í liðinni viku þar sem hægriflokkar bættu við sig miklu fylgi. Bandalag íhaldsflokka (EPP) fékk 191 þingsæti, bandalag Framfarasinnaðra sósíalista og demókrata (S&D) fékk 135 þingsæti, bandalag Miðju- og frjálslyndra flokka (RE) fékk 83 þingsæti. Bandalag Hægriflokka (ECR) fékk 71 þingsæti, bandalag farhægriflokka (ID) fékk 57 þingsæti, Græningjar fengu 53 og Evrópska vinstrið 35 sæti. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu hægriflokka er reiknað með að bandalag mið- og hófsamari hægriflokka haldi meirihluta sínum á Evrópuþinginu.Getty Úrslitin duga hins vegar núverandi meirihluta EPP, S&D og RE til áframhaldandi samstarfs á Evrópuþinginu. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðsins, sem sækist eftir endurkjöri til annars kjörtímabils, lýsti því yfir í morgun að hún vildi að þetta samstarf héldi áfram. Þá hefur Nicolas Schmidt leiðtogi S&D einnig lýst yfir vilja til að halda samstarfinu áfram. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að þrátt fyrir mikla hægri sveiflu í kosningunum hafi fylgið leitað til hófsamari hægriflokka fremur en þjóðernis poppúlista. Það stefni allt í að bandalag miðjuflokka haldi. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir kjósendur oft senda stjórnvöldum heimafyrir skilaboð í kosningum til Evrópuþingsins.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Og Ursula von der Leyen hefur ef eitthvað er styrkt stöðu sína. En haldi bandalagið eins og það hefur gert hingað til ætti hún að hljóta útnefninguna svona tiltölulega auðveldlega,“ segir Eiríkur. Kosningarnar hafa hins vegar afleiðingar í þýskum og frönskum stjórnmálum þar sem stjórnarflokkar fengu slæma útreið í evrópukosningunum. Farhægriflokkum gekk vel og þannig vann Þjóðernisflokkur Marine Le Pen stórsigur og fékk 32 prósent atkvæða. Það er tvöfalt meira fylgi en Endurreisnarflokkur Emmanuels Macron forseta Frakklands hlaut. Marine Le Pen delivers gleðst yfir mikilli fylgisaukningu flokks hennar á Evrópuþinginu.AP/Lewis Joly Hann brást við úrslitunum strax í morgun með því að leysa upp franska þingið og boða til þingkosninga sem fram fara í tveimur umferðum hinn 30. júní og 7. júlí. En sjálfur á hann eftir um þrjú ár af sínu kjörtímabili sem forseti. Eiríkur segir það ekki koma á óvart þar sem flokkur Macrons væri nú þegar í minnihluta í franska þinginu. Kjósendur sendu stjórnvöldum heima fyrir oft skilaboð í evrópuþingskosningum. Macron væri að veðja á að Frakkar væru í áfalli eftir þessi úrslit í evrópuþingskosningunum. „Að einhverju leyti er þetta hræðsluviðbragð. Hann er líka að spila með það kannski sjokk sem sumir Frakkar, svona meginstraums Frakkar, upplifa við þessa niðurstöðu. Hann geti þá sópað til sín einhverjum stuðningi út á það sjokk sem einhverjir Frakkar hafa orðið fyrir. Það virðist vera veðmálið. En nota bene, hann er ekki að hætta sínum eigin stól,“ segir Eiríkur Bergmann. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins kusu til Evrópuþingsins í liðinni viku þar sem hægriflokkar bættu við sig miklu fylgi. Bandalag íhaldsflokka (EPP) fékk 191 þingsæti, bandalag Framfarasinnaðra sósíalista og demókrata (S&D) fékk 135 þingsæti, bandalag Miðju- og frjálslyndra flokka (RE) fékk 83 þingsæti. Bandalag Hægriflokka (ECR) fékk 71 þingsæti, bandalag farhægriflokka (ID) fékk 57 þingsæti, Græningjar fengu 53 og Evrópska vinstrið 35 sæti. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu hægriflokka er reiknað með að bandalag mið- og hófsamari hægriflokka haldi meirihluta sínum á Evrópuþinginu.Getty Úrslitin duga hins vegar núverandi meirihluta EPP, S&D og RE til áframhaldandi samstarfs á Evrópuþinginu. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðsins, sem sækist eftir endurkjöri til annars kjörtímabils, lýsti því yfir í morgun að hún vildi að þetta samstarf héldi áfram. Þá hefur Nicolas Schmidt leiðtogi S&D einnig lýst yfir vilja til að halda samstarfinu áfram. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að þrátt fyrir mikla hægri sveiflu í kosningunum hafi fylgið leitað til hófsamari hægriflokka fremur en þjóðernis poppúlista. Það stefni allt í að bandalag miðjuflokka haldi. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir kjósendur oft senda stjórnvöldum heimafyrir skilaboð í kosningum til Evrópuþingsins.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Og Ursula von der Leyen hefur ef eitthvað er styrkt stöðu sína. En haldi bandalagið eins og það hefur gert hingað til ætti hún að hljóta útnefninguna svona tiltölulega auðveldlega,“ segir Eiríkur. Kosningarnar hafa hins vegar afleiðingar í þýskum og frönskum stjórnmálum þar sem stjórnarflokkar fengu slæma útreið í evrópukosningunum. Farhægriflokkum gekk vel og þannig vann Þjóðernisflokkur Marine Le Pen stórsigur og fékk 32 prósent atkvæða. Það er tvöfalt meira fylgi en Endurreisnarflokkur Emmanuels Macron forseta Frakklands hlaut. Marine Le Pen delivers gleðst yfir mikilli fylgisaukningu flokks hennar á Evrópuþinginu.AP/Lewis Joly Hann brást við úrslitunum strax í morgun með því að leysa upp franska þingið og boða til þingkosninga sem fram fara í tveimur umferðum hinn 30. júní og 7. júlí. En sjálfur á hann eftir um þrjú ár af sínu kjörtímabili sem forseti. Eiríkur segir það ekki koma á óvart þar sem flokkur Macrons væri nú þegar í minnihluta í franska þinginu. Kjósendur sendu stjórnvöldum heima fyrir oft skilaboð í evrópuþingskosningum. Macron væri að veðja á að Frakkar væru í áfalli eftir þessi úrslit í evrópuþingskosningunum. „Að einhverju leyti er þetta hræðsluviðbragð. Hann er líka að spila með það kannski sjokk sem sumir Frakkar, svona meginstraums Frakkar, upplifa við þessa niðurstöðu. Hann geti þá sópað til sín einhverjum stuðningi út á það sjokk sem einhverjir Frakkar hafa orðið fyrir. Það virðist vera veðmálið. En nota bene, hann er ekki að hætta sínum eigin stól,“ segir Eiríkur Bergmann.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. 9. júní 2024 23:32
Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23