Almannahagsmunir að slíkar upplýsingar séu opinberar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2024 14:01 Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis í velferðarmálum og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Vísir Forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir úrskurð Persónuverndar um greinargerð um meðferðarheimilið Laugaland/Varpholt hafa komið á óvart. Í honum fólst að fjarlægja þurfti greinargerð af vef stofnunarinnar. Slík mál eigi erindi við almenning og eigi ekki við um úttektir sem stofnunin vinnur að í dag. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þurfti um síðustu áramót eftir úrskurð Persónuverndar að fjarlægja greinargerð sem gerð var um meðferðarheimili fyrir unglinga, aðallega stelpur sem var staðsett á Varpholti og Laugalandi á árunum 1997-2007. Í skýrslunni sem hafði þá verið fjórtán mánuði í birtingu kom fram að næstum allir viðmælendur sem dvöldu á heimilinu hefðu upplifað andlegt ofbeldi eins og óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Um helmingur sagðist hafa hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá kom fram að eftirlit barnaverndaryfirvalda brást. Kom á óvart Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir aðspurð að úrskurður Persónuverndar hafi komið á óvart. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þetta var auðvitað niðurstaða Persónuverndar sem við sem stjórnvald verðum að hlýta sama hversu sammála eða ósammála við erum honum. Hins vegar hefur þessi úrskurður engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Þá var lögð heilmikil vinna áður en við birtum greinargerðina á sínum tíma að yfirstrika allar viðkvæmar upplýsingar úr henni. Við nutum meira að segja ráðgjafar frá Persónuvernd um hvernig væri best að hafa þessu,“ segir Herdís. Þau sem voru sem ungmenni á meðferðarheimilinu geti ekki lengur fengið skýrsluna senda til sín. „Okkur er líka óheimilt að dreifa henni,“ segir Herdís. Fyrrverandi stjórnendur meðferðarheimilisins hafi kvartað til Persónuverndar. „Mér skilst að það hafi verið stjórnendur og þeir sem ráku heimilið sem sendu inn kvörtunina,“ segir Herdís. Ekki áhrif á birtingu annarra gagna Herdís segir að önnur lög hafi gilt um Gæða- og eftirlitsstofnun þegar greinargerðin var gerð en í dag og því um lagatæknilegt atriði að ræða. „Þetta hefur ekki áhrif á birtingu annarra greinargerða sem við erum að vinna í rauntíma. Stofnunin leggur mikla áherslu á að birta allar upplýsingar um eftirlit okkar sem varðar hagsmuni almennings í landinu,“ segir Herdís. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Sérstök lög um eldri mál Herdís telur hins vegar heppilegast að sérstök lög verði sett í framtíðinni þegar ákveðið verður að rannsaka eldri mál. Þá mál sem hafa átt sér stað yfir langan tíma þar sem grunur vaknar um ofbeldi gagnvart börnum á opinberum stofnunum. „Ekki ósvipað og gert var með vöggustofuverkefnið. Það þyrfti að skapa sérstaka umgjörð í kringum rannsókn af þessum toga þegar þetta er svona langt aftur í tímann.Þessi úrskurður hefur hins vegar ekki áhrif á eftirlitsverkefni sem við sinnum í dag og birtingu á niðurstöðum þeirra,“ segir Herdís að lokum. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þurfti um síðustu áramót eftir úrskurð Persónuverndar að fjarlægja greinargerð sem gerð var um meðferðarheimili fyrir unglinga, aðallega stelpur sem var staðsett á Varpholti og Laugalandi á árunum 1997-2007. Í skýrslunni sem hafði þá verið fjórtán mánuði í birtingu kom fram að næstum allir viðmælendur sem dvöldu á heimilinu hefðu upplifað andlegt ofbeldi eins og óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Um helmingur sagðist hafa hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá kom fram að eftirlit barnaverndaryfirvalda brást. Kom á óvart Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir aðspurð að úrskurður Persónuverndar hafi komið á óvart. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þetta var auðvitað niðurstaða Persónuverndar sem við sem stjórnvald verðum að hlýta sama hversu sammála eða ósammála við erum honum. Hins vegar hefur þessi úrskurður engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Þá var lögð heilmikil vinna áður en við birtum greinargerðina á sínum tíma að yfirstrika allar viðkvæmar upplýsingar úr henni. Við nutum meira að segja ráðgjafar frá Persónuvernd um hvernig væri best að hafa þessu,“ segir Herdís. Þau sem voru sem ungmenni á meðferðarheimilinu geti ekki lengur fengið skýrsluna senda til sín. „Okkur er líka óheimilt að dreifa henni,“ segir Herdís. Fyrrverandi stjórnendur meðferðarheimilisins hafi kvartað til Persónuverndar. „Mér skilst að það hafi verið stjórnendur og þeir sem ráku heimilið sem sendu inn kvörtunina,“ segir Herdís. Ekki áhrif á birtingu annarra gagna Herdís segir að önnur lög hafi gilt um Gæða- og eftirlitsstofnun þegar greinargerðin var gerð en í dag og því um lagatæknilegt atriði að ræða. „Þetta hefur ekki áhrif á birtingu annarra greinargerða sem við erum að vinna í rauntíma. Stofnunin leggur mikla áherslu á að birta allar upplýsingar um eftirlit okkar sem varðar hagsmuni almennings í landinu,“ segir Herdís. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Sérstök lög um eldri mál Herdís telur hins vegar heppilegast að sérstök lög verði sett í framtíðinni þegar ákveðið verður að rannsaka eldri mál. Þá mál sem hafa átt sér stað yfir langan tíma þar sem grunur vaknar um ofbeldi gagnvart börnum á opinberum stofnunum. „Ekki ósvipað og gert var með vöggustofuverkefnið. Það þyrfti að skapa sérstaka umgjörð í kringum rannsókn af þessum toga þegar þetta er svona langt aftur í tímann.Þessi úrskurður hefur hins vegar ekki áhrif á eftirlitsverkefni sem við sinnum í dag og birtingu á niðurstöðum þeirra,“ segir Herdís að lokum.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira