Orkuskipti í forgang Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 10. júní 2024 17:00 Veröldin stefnir núna hraðbyri inn í flöskuháls fjöldaútdauða tegunda ásamt yfirstandandi loftslagsbreytingum. Alþjóðlega er stefnt að því að halda hækkun á meðalhita jarðar innan við 2 gráður á Celsius, en málið er ekki svo einfalt. Mikil afneitun er í gangi og stjórnmálamenn yst á hægri væng stjórnmálanna, sem afneita vísindalegum niðurstöðum loftslagsvísinda, njóta mikils og vaxandi fylgis. Staðreyndin er hins vegar sú að við siglum inn í loftslagsbreytingar á alltof miklum hraða. Sífrerinn í Síberíu er farinn að bráðna og losa metan út í andrúmsloftið. Metan er um 24 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð. Ef sífrerinn bráðnar allur verður ekki hægt að stöðva hamfarakenndar loftslagsbreytingar. Vísindamaðurinn James Hansen sem var yfirmaður Nasa Goddard Space Intitute, hefur skrifað bók sem heitir Stormar barnabarnanna minna. Þar lýsir hann óstöðugleikatímabili í andrúmslofti jarðar, þar sem jafnvæginu hefur verið raskað en nýtt jafnvægi er ekki enn komið á. James Hansen segir að lægðir í andrúmsloftinu eigi almennt eftir að dýpka og fellibyljir og vetrarstormar verða ofsafengnari og algengari. Skrýtin frávik eins og snjókoma í júní verða algengari. Grænlandsjökulsísinn bráðnar hratt og ef allir jöklar jarðar bráðna á næstu 150 – 500 árum mun sjávarborð hækka um allan heim um 70 metra frá því sem nú er. Það er því tímabært að senda verkfræðinga til Hollands til þess að við Íslendingar lærum hvernig við getum varið byggðina við ströndina fyrir hækkandi sjávarborði. Þetta mun koma til með að skipta jafn miklu máli og snjóflóðavarnargarðarnir hafa gert. Hvað er hægt að gera. Jú ég er að skrifa þessa grein einmitt til þess að gera eitthvað, en vissulega finn ég fyrir vanmætti mínum. Það er mjög mikilvægt í þessari stöðu að flýta orkuskiptum, byggja vindmyllubúgarða við Búrfell í Hekluhafi og annarsstaðar þar sem landslag þolir vindmyllur. Hins vegar á ekki að byggja vindmyllubúgarða í Norðurárdal, þar sem um upprunalegt landnámsskóglendi er að ræða og ósnortið svæði. Rafmagnsbílar eru framtíðin hvernig sem rafmagnið verður framleitt. Það skortir ekki virkjanir. Íslendingar framleiða fimm sinnum meiri raforku en almenningur þarf. Hins vegar þarf að bæta dreifikerfið og Landsnet og verkfræðistofurnar þurfa að fá meira fjármagn til þess að geta lagað innviðina í flutningskerfinu. Það á einnig að byggja vindmyllur við þær vatnsaflsvirkjanir sem til staðar eru og nýta þannig virkjanirnar betur. Svo er auðvitað reiðhjólið besta uppfinning allra tíma. Gott að ganga í vinnuna eða hjóla. Hvet fólk til þess að sameinast í bíla og við gætum svo auðveldlega sparað orku og geymt stærstu virkjanirnar og virkjanakostina fyrir komandi kynslóðir. Börnin okkar og barnabörn munu þurfa orku eins og við. Höfundur er M.Sc. umhverfisefnafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Veröldin stefnir núna hraðbyri inn í flöskuháls fjöldaútdauða tegunda ásamt yfirstandandi loftslagsbreytingum. Alþjóðlega er stefnt að því að halda hækkun á meðalhita jarðar innan við 2 gráður á Celsius, en málið er ekki svo einfalt. Mikil afneitun er í gangi og stjórnmálamenn yst á hægri væng stjórnmálanna, sem afneita vísindalegum niðurstöðum loftslagsvísinda, njóta mikils og vaxandi fylgis. Staðreyndin er hins vegar sú að við siglum inn í loftslagsbreytingar á alltof miklum hraða. Sífrerinn í Síberíu er farinn að bráðna og losa metan út í andrúmsloftið. Metan er um 24 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð. Ef sífrerinn bráðnar allur verður ekki hægt að stöðva hamfarakenndar loftslagsbreytingar. Vísindamaðurinn James Hansen sem var yfirmaður Nasa Goddard Space Intitute, hefur skrifað bók sem heitir Stormar barnabarnanna minna. Þar lýsir hann óstöðugleikatímabili í andrúmslofti jarðar, þar sem jafnvæginu hefur verið raskað en nýtt jafnvægi er ekki enn komið á. James Hansen segir að lægðir í andrúmsloftinu eigi almennt eftir að dýpka og fellibyljir og vetrarstormar verða ofsafengnari og algengari. Skrýtin frávik eins og snjókoma í júní verða algengari. Grænlandsjökulsísinn bráðnar hratt og ef allir jöklar jarðar bráðna á næstu 150 – 500 árum mun sjávarborð hækka um allan heim um 70 metra frá því sem nú er. Það er því tímabært að senda verkfræðinga til Hollands til þess að við Íslendingar lærum hvernig við getum varið byggðina við ströndina fyrir hækkandi sjávarborði. Þetta mun koma til með að skipta jafn miklu máli og snjóflóðavarnargarðarnir hafa gert. Hvað er hægt að gera. Jú ég er að skrifa þessa grein einmitt til þess að gera eitthvað, en vissulega finn ég fyrir vanmætti mínum. Það er mjög mikilvægt í þessari stöðu að flýta orkuskiptum, byggja vindmyllubúgarða við Búrfell í Hekluhafi og annarsstaðar þar sem landslag þolir vindmyllur. Hins vegar á ekki að byggja vindmyllubúgarða í Norðurárdal, þar sem um upprunalegt landnámsskóglendi er að ræða og ósnortið svæði. Rafmagnsbílar eru framtíðin hvernig sem rafmagnið verður framleitt. Það skortir ekki virkjanir. Íslendingar framleiða fimm sinnum meiri raforku en almenningur þarf. Hins vegar þarf að bæta dreifikerfið og Landsnet og verkfræðistofurnar þurfa að fá meira fjármagn til þess að geta lagað innviðina í flutningskerfinu. Það á einnig að byggja vindmyllur við þær vatnsaflsvirkjanir sem til staðar eru og nýta þannig virkjanirnar betur. Svo er auðvitað reiðhjólið besta uppfinning allra tíma. Gott að ganga í vinnuna eða hjóla. Hvet fólk til þess að sameinast í bíla og við gætum svo auðveldlega sparað orku og geymt stærstu virkjanirnar og virkjanakostina fyrir komandi kynslóðir. Börnin okkar og barnabörn munu þurfa orku eins og við. Höfundur er M.Sc. umhverfisefnafræðingur.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun