Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 19:36 Áætlaður kostnaður vegna opnunar sendiráðs í Madríd nemur 177 milljónum króna á næsta ári en 132 milljónum árin 2026 til 2029. EPA Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París. Í álitinu, sem meiri hluti nefndarinnar birti á föstudag, leggur hann til breytingartillögu af fjórum tilfellum, þar á meðal opnun sendiráðs á Spáni. Aðrar breytingartillögur snúa að lögreglu, dómstólum og samruna Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Álag á kjörræðismönnum Fram kemur að Spánn hafi rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland sé eina ríkið innan NATÓ sem hefur ekki sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni, en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. „Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni, en að auki eru mörg þúsund Íslendingar sem dvelja þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðismönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið fjallaði nýlega um tillögu utanríkisráðuneytisins um opnun sendiráðs á Spáni. Þar segir að tillagan hafi áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur látið málið sig varða og ræddi málið í Bítinu fyrir skömmu. Þar sagði hann þingmenn Pírata hafa fundið fyrir skýrum vilja til að bæta þá þjónustu við Íslendinga erlendis sem sendiráð veita, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. Þar sem ekki sé sendiráð sé erfitt að fá þjónustu sem fæst í löndum þar sem sendiráð eru til staðar. Kostar mikið að vera ekki með sendiráð Hann sagði að það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ sagði Gísli og vísaði til þess að áttatíu prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veiti sé vegna fólks á Spáni. Samkvæmt áliti fjárlaganefndar er kostnaðaráætlun vegna opnunar sendiráðs um 132 milljónir króna á ári, fyrir utan fyrsta árið þegar stofnkostnaður bætist við og miðað sé við 177 milljón króna gjöld árið 2025. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar eru í álitinu. Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu. Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Spánn Tengdar fréttir Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Í álitinu, sem meiri hluti nefndarinnar birti á föstudag, leggur hann til breytingartillögu af fjórum tilfellum, þar á meðal opnun sendiráðs á Spáni. Aðrar breytingartillögur snúa að lögreglu, dómstólum og samruna Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Álag á kjörræðismönnum Fram kemur að Spánn hafi rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland sé eina ríkið innan NATÓ sem hefur ekki sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni, en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. „Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni, en að auki eru mörg þúsund Íslendingar sem dvelja þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðismönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið fjallaði nýlega um tillögu utanríkisráðuneytisins um opnun sendiráðs á Spáni. Þar segir að tillagan hafi áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur látið málið sig varða og ræddi málið í Bítinu fyrir skömmu. Þar sagði hann þingmenn Pírata hafa fundið fyrir skýrum vilja til að bæta þá þjónustu við Íslendinga erlendis sem sendiráð veita, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. Þar sem ekki sé sendiráð sé erfitt að fá þjónustu sem fæst í löndum þar sem sendiráð eru til staðar. Kostar mikið að vera ekki með sendiráð Hann sagði að það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ sagði Gísli og vísaði til þess að áttatíu prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veiti sé vegna fólks á Spáni. Samkvæmt áliti fjárlaganefndar er kostnaðaráætlun vegna opnunar sendiráðs um 132 milljónir króna á ári, fyrir utan fyrsta árið þegar stofnkostnaður bætist við og miðað sé við 177 milljón króna gjöld árið 2025. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar eru í álitinu. Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu.
Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Spánn Tengdar fréttir Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48
Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50