„Þessi kostnaður hverfur ekki“ Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júní 2024 23:42 Kristrún Frostadóttir var ein þeirra sem ræddi fjórðu fjáraukalögin á þingi í dag. Hún sagði áríðandi að ræða fjármögnun og áhrif aðgerða fyrir Grindavík þótt það geti verið óþægilegt. Vísir/Arnar Fyrstu umræðu um fjórðu fjáraukalög ríkisstjórnarinnar lauk á ellefta tímanum á Alþingi í kvöld. Frumvarpið fer nú í aðra umræðu og aftur til fjárlaganefndar. Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu óvæntan kostnað og afleiðingar aukinna útgjalda í ræðum sínum á þingi í kvöld. Ráðherra vísaði í svörum sínum til ófyrirsjáanlegra aðstæðna vegna náttúruhamfara. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu seinni partinn í dag. Eftir það hófust líflegar umræður. Fjáraukalögin fjalla um Grindavík og auknar skuldbindingar stjórnvalda vegna jarðhræringanna þar. Sigurður Ingi fór yfir fjáraukalögin í ræðu sinni á þingi í dag. Þar kom, meðal annars, fram að frá því að fjárlögin voru lögð fram hafi orðið fjögur eldgos og að bæði íbúar og atvinnurekendur í Grindavík standi frammi fyrir mikilli óvissu. Þessu hafi ríkisstjórnin reynt að mæta með auknum stuðningi í tveoimur fjáraukalögum en það þurfi meira til. Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Í frumvarpi þessu eru lagðar til auknar fjárheimildir til viðeigandi málefnasviða og málaflokka af tvennum toga. Annars vegar er verið að framlengja úrræði sem ríkisstjórnin greip til strax í upphafi eldsumbrotanna í lok síðasta árs. Hins vegar koma inn ný úrræði sem beinast að stjórnsýslu Grindavíkurbæjar og fyrirtækjum sem starfa í sveitarfélaginu,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Í frumvarpinu eru lagðar til auknar fjárheimildir samtals um 6,3 milljarðar króna. Um 4,5 milljarðar eru vegna byggingu varnargarða og 960 milljónir vegna framlengingar stuðnings í formi beinna styrkja til rekstraraðila í Grindavíkurbæ. Þá er gert ráð fyrir 400 milljónum í afurðasjóð Grindavíkur og 250 milljónir í sérstakan húsnæðisstuðning en framlengja á það úrræði til áramóta. Þá er gert ráð fyrir 150 milljónum í nýja framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. Enginn frír hádegisverður Nokkrir þingmenn spurðu á þingi út í fjármögnun þessara aðgerða og hvað eigi að gera til að sporna við neikvæðum áhrifa aukinna útgjalda. „Þessi kostnaður hverfur ekki. Hann fellur þá með jöfnum hætti á fólkið í landinu í formi verðbólgu og hárra vaxta. Þessi kostnaður verður í raun hlutfallslega þyngri á þá sem hafa minnst svigrúm. Þá sem eru með háar skuldir, ungt fólk. Í einhverjum tilvikum mun líka falla þyngra Grindvíkinga vegna þess að sumt af þessu fólki vitum við vel að fengu ekki greitt út nægjanlega háar upphæðir til að standa undir fasteigna, kostnaði síðar meir og er búið að bæta við skuldsetningu vegna þess að það er ekkert sem kallast frír hádegisverður í þessu boði. Ef fjármögnun er ekki til staðar þá fellur hún til. Þetta verður að ræða í þessu samhengi þó að það sé óþægilegt,“ sagði formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir. Þá voru nokkrir sem nefndu fjárlagahalla og nýtekið lán ríkisstjórnarinnar til Þróunarbanka Evrópuráðsins upp á 150 milljónir evra. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona tók til máls í umræðu um fjórðu fjáraukalög ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm „Við höfum séð umtalsverðan halla á fjárlögum ríkisins undanfarin ár og ég held að það sé farið að vekja upp áhyggjur margra. Það lítur ekki út fyrir að ríkisstjórnin telji raunhæft að loka þessu fjárlagagati fyrr en 2029 miðað við fjármálaáætlunina. Þetta leiðir til þess að ríkið þarf að taka lán sem hækka vaxtakostnað en auðvitað má rekja þetta viðvarandi fjárlagagat til þess að hafa orðið á ýmis á fullu og annað slíkt. Það er alla vega kannski svolítið það sem ríkisstjórnin skýlir sér á bak við, kostnaðarsamar aðgerðir sem koma í kjölfar þess sú svo eins og heimsfaraldur, Covid og efnahagsleg áhrif hans,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona Pírata. Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins var duglegur að ræða málið og var tíðrætt um kostnaðinn og að það væri óljóst hvernig ætti að fjármagna þetta. Hann sagði ósanngjarnt að gera það með hærra vaxtastigi landans. „Mér finnst mjög ósanngjarnt að við séum að borga fyrir stuðninginn við Grindavík óbeint í gegnum aðeins hærri verðbólgu og hærri stýrivexti. Það er óréttlátt að greiða þannig. Það er óréttlát vegna þess að það eru bara ákveðnir hópar sem borga hærri vexti, þeir skuldsettu hóparnir og það er mjög ósanngjarnt að þeir séu að borga hærri vexti af húsnæðislánum sínum í gegnum hærri stýrivexti vegna þess að verðbólga var hærri. Vegna þess að við settum svo mikinn pening inn í hagkerfið til að styðja Grindavíkubæ. Það er óréttlátt og það er ekki rétt. Ég er ekki að segja að það að segja að með því að við eigum ekki að styðja Grindavík,“ sagði Eyjólfur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Til skoðunar að færa Grindavíkurveg vestar Framkvæmdir við Grindavíkurveg hefjast væntanlega í vikunni en til skoðunar er að færa veginn vestar eftir að hraun rann yfir hann um helgina. Vegurinn fór um helgina undir hraun í þriðja sinn síðan eldvirknin hófst við Sundhnúk. 10. júní 2024 21:45 Áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir lagnir Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnjúka er nú í um 700 metra fjarlægð frá lögnum orkuversins HS orku. Framkvæmdastjóri segir að búið sé að gera allt sem hægt er til að tryggja órofna starfsemi orkuverksins og að atburðir gærdagsins hafi ekki haft nein áhrif. 9. júní 2024 12:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu seinni partinn í dag. Eftir það hófust líflegar umræður. Fjáraukalögin fjalla um Grindavík og auknar skuldbindingar stjórnvalda vegna jarðhræringanna þar. Sigurður Ingi fór yfir fjáraukalögin í ræðu sinni á þingi í dag. Þar kom, meðal annars, fram að frá því að fjárlögin voru lögð fram hafi orðið fjögur eldgos og að bæði íbúar og atvinnurekendur í Grindavík standi frammi fyrir mikilli óvissu. Þessu hafi ríkisstjórnin reynt að mæta með auknum stuðningi í tveoimur fjáraukalögum en það þurfi meira til. Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Í frumvarpi þessu eru lagðar til auknar fjárheimildir til viðeigandi málefnasviða og málaflokka af tvennum toga. Annars vegar er verið að framlengja úrræði sem ríkisstjórnin greip til strax í upphafi eldsumbrotanna í lok síðasta árs. Hins vegar koma inn ný úrræði sem beinast að stjórnsýslu Grindavíkurbæjar og fyrirtækjum sem starfa í sveitarfélaginu,“ sagði Sigurður Ingi á þingi í dag. Í frumvarpinu eru lagðar til auknar fjárheimildir samtals um 6,3 milljarðar króna. Um 4,5 milljarðar eru vegna byggingu varnargarða og 960 milljónir vegna framlengingar stuðnings í formi beinna styrkja til rekstraraðila í Grindavíkurbæ. Þá er gert ráð fyrir 400 milljónum í afurðasjóð Grindavíkur og 250 milljónir í sérstakan húsnæðisstuðning en framlengja á það úrræði til áramóta. Þá er gert ráð fyrir 150 milljónum í nýja framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur. Enginn frír hádegisverður Nokkrir þingmenn spurðu á þingi út í fjármögnun þessara aðgerða og hvað eigi að gera til að sporna við neikvæðum áhrifa aukinna útgjalda. „Þessi kostnaður hverfur ekki. Hann fellur þá með jöfnum hætti á fólkið í landinu í formi verðbólgu og hárra vaxta. Þessi kostnaður verður í raun hlutfallslega þyngri á þá sem hafa minnst svigrúm. Þá sem eru með háar skuldir, ungt fólk. Í einhverjum tilvikum mun líka falla þyngra Grindvíkinga vegna þess að sumt af þessu fólki vitum við vel að fengu ekki greitt út nægjanlega háar upphæðir til að standa undir fasteigna, kostnaði síðar meir og er búið að bæta við skuldsetningu vegna þess að það er ekkert sem kallast frír hádegisverður í þessu boði. Ef fjármögnun er ekki til staðar þá fellur hún til. Þetta verður að ræða í þessu samhengi þó að það sé óþægilegt,“ sagði formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir. Þá voru nokkrir sem nefndu fjárlagahalla og nýtekið lán ríkisstjórnarinnar til Þróunarbanka Evrópuráðsins upp á 150 milljónir evra. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona tók til máls í umræðu um fjórðu fjáraukalög ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm „Við höfum séð umtalsverðan halla á fjárlögum ríkisins undanfarin ár og ég held að það sé farið að vekja upp áhyggjur margra. Það lítur ekki út fyrir að ríkisstjórnin telji raunhæft að loka þessu fjárlagagati fyrr en 2029 miðað við fjármálaáætlunina. Þetta leiðir til þess að ríkið þarf að taka lán sem hækka vaxtakostnað en auðvitað má rekja þetta viðvarandi fjárlagagat til þess að hafa orðið á ýmis á fullu og annað slíkt. Það er alla vega kannski svolítið það sem ríkisstjórnin skýlir sér á bak við, kostnaðarsamar aðgerðir sem koma í kjölfar þess sú svo eins og heimsfaraldur, Covid og efnahagsleg áhrif hans,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona Pírata. Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins var duglegur að ræða málið og var tíðrætt um kostnaðinn og að það væri óljóst hvernig ætti að fjármagna þetta. Hann sagði ósanngjarnt að gera það með hærra vaxtastigi landans. „Mér finnst mjög ósanngjarnt að við séum að borga fyrir stuðninginn við Grindavík óbeint í gegnum aðeins hærri verðbólgu og hærri stýrivexti. Það er óréttlátt að greiða þannig. Það er óréttlát vegna þess að það eru bara ákveðnir hópar sem borga hærri vexti, þeir skuldsettu hóparnir og það er mjög ósanngjarnt að þeir séu að borga hærri vexti af húsnæðislánum sínum í gegnum hærri stýrivexti vegna þess að verðbólga var hærri. Vegna þess að við settum svo mikinn pening inn í hagkerfið til að styðja Grindavíkubæ. Það er óréttlátt og það er ekki rétt. Ég er ekki að segja að það að segja að með því að við eigum ekki að styðja Grindavík,“ sagði Eyjólfur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Til skoðunar að færa Grindavíkurveg vestar Framkvæmdir við Grindavíkurveg hefjast væntanlega í vikunni en til skoðunar er að færa veginn vestar eftir að hraun rann yfir hann um helgina. Vegurinn fór um helgina undir hraun í þriðja sinn síðan eldvirknin hófst við Sundhnúk. 10. júní 2024 21:45 Áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir lagnir Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnjúka er nú í um 700 metra fjarlægð frá lögnum orkuversins HS orku. Framkvæmdastjóri segir að búið sé að gera allt sem hægt er til að tryggja órofna starfsemi orkuverksins og að atburðir gærdagsins hafi ekki haft nein áhrif. 9. júní 2024 12:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Til skoðunar að færa Grindavíkurveg vestar Framkvæmdir við Grindavíkurveg hefjast væntanlega í vikunni en til skoðunar er að færa veginn vestar eftir að hraun rann yfir hann um helgina. Vegurinn fór um helgina undir hraun í þriðja sinn síðan eldvirknin hófst við Sundhnúk. 10. júní 2024 21:45
Áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir lagnir Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnjúka er nú í um 700 metra fjarlægð frá lögnum orkuversins HS orku. Framkvæmdastjóri segir að búið sé að gera allt sem hægt er til að tryggja órofna starfsemi orkuverksins og að atburðir gærdagsins hafi ekki haft nein áhrif. 9. júní 2024 12:01