Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 11:13 Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með ísraelskum ráðamönnum í Tel Aviv í morgun. Hann segir viðbrögð fulltrua Hamas vekja vonir. AP/Jack Guez Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. Öryggisráðið samþykkti tillögu Ísraelsmanna að vopnahléi í þremur áföngum sem Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Hún felur meðal annars í sér að Ísraelar dragi herlið sitt frá Gasa og að gíslum Hamas verði skilað í skiptum fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður Hamas utan Gasa, segir samtökin fallast á tillöguna og að þau sé tilbúin til viðræðna um frekari útfærslu á henni. Það sé upp á stjórnvöld í Washington komið að tryggja að Ísraelar fari eftir tillögunni hefur Reuters-fréttastofan eftir honum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Zuhri vekja vonir um framhaldið en lokaorðið hafi þó leiðtogar Hamas á Gasaströndinni sjálfri. „Það er það sem skiptir máli og það er það sem við höfum ekki í hendi ennþá,“ sagði ráðherrann sem fundaði með ísraelskum ráðamönnum til þess að þrýsta á um vopnahlé í dag. Aðeins eitt vopnahlé til þessa Vopnahléstillagan hefur valdið nokkrum usla innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar en hún fellur harðlínumönnum þar ekki í geð. Ísraelar segja að vopnahlé verði aðeins tímabundin á meðan Hamas-samtökin eru enn ósigruð. Hamas-samtökin hafa á móti sagt að þau taki engum friðarumleitunum sem tryggi ekki lok stríðsins sem hefur geisað í rúma átta mánuði. Aðeins eitt vopnahlé hefur verið gert í átökunum. Það var í nóvember og þá voru um hundrað gíslar, sem Hamas-liðar tóku höndum í hryðjuverkaárás sinni á Ísrael 7. október, frelsaðir í skiptum fyrir um 240 palestínska fanga. Átökin halda áfram. Palestínumenn segja að 274 manns hafi fallið í rassíu sem Ísraelsher gerði í Nuseiret-flóttamannabúðunum á Gasa þar sem fjórir gíslar voru frelsaðir á laugardag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að aðgerir beggja aðila þar kunni að teljast sem stríðsglæpir. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12 Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Öryggisráðið samþykkti tillögu Ísraelsmanna að vopnahléi í þremur áföngum sem Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Hún felur meðal annars í sér að Ísraelar dragi herlið sitt frá Gasa og að gíslum Hamas verði skilað í skiptum fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Sami Abu Zuhri, háttsettur embættismaður Hamas utan Gasa, segir samtökin fallast á tillöguna og að þau sé tilbúin til viðræðna um frekari útfærslu á henni. Það sé upp á stjórnvöld í Washington komið að tryggja að Ísraelar fari eftir tillögunni hefur Reuters-fréttastofan eftir honum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir yfirlýsingu Zuhri vekja vonir um framhaldið en lokaorðið hafi þó leiðtogar Hamas á Gasaströndinni sjálfri. „Það er það sem skiptir máli og það er það sem við höfum ekki í hendi ennþá,“ sagði ráðherrann sem fundaði með ísraelskum ráðamönnum til þess að þrýsta á um vopnahlé í dag. Aðeins eitt vopnahlé til þessa Vopnahléstillagan hefur valdið nokkrum usla innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar en hún fellur harðlínumönnum þar ekki í geð. Ísraelar segja að vopnahlé verði aðeins tímabundin á meðan Hamas-samtökin eru enn ósigruð. Hamas-samtökin hafa á móti sagt að þau taki engum friðarumleitunum sem tryggi ekki lok stríðsins sem hefur geisað í rúma átta mánuði. Aðeins eitt vopnahlé hefur verið gert í átökunum. Það var í nóvember og þá voru um hundrað gíslar, sem Hamas-liðar tóku höndum í hryðjuverkaárás sinni á Ísrael 7. október, frelsaðir í skiptum fyrir um 240 palestínska fanga. Átökin halda áfram. Palestínumenn segja að 274 manns hafi fallið í rassíu sem Ísraelsher gerði í Nuseiret-flóttamannabúðunum á Gasa þar sem fjórir gíslar voru frelsaðir á laugardag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að aðgerir beggja aðila þar kunni að teljast sem stríðsglæpir.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12 Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11
Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12
Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. 9. júní 2024 18:14