Umdeildur dómari vill trúræknari Bandaríki Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2024 14:01 Samuel Alito er einn allra íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hann virðist efast um að hægt sé að miðla málum á milli andstæðra póla í bandarískum stjórnmálum. AP/J. Scott Applewhite Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito heyrist taka undir að Bandaríkin ættu að verða trúræknari og velta vöngum um að pólitískar málamiðlanir séu ómögulegar á leynilegri upptöku sem var gerð opinber. Dómarinn og kona hans hafa sætt gagnrýni fyrir fána sem var flaggað heima hjá þeim eftir árásina á bandaríska þinghúsið. Lauren Windsor, frjálslynd kvikmyndagerðarkona, birti upptöku af samtali sem hún átti við Alito, einn íhaldssamasta dómaranna við Hæstarétt Bandaríkjanna, á samfélagsmiðlinum X. Samtalið sagði hún að hefði átt sér stað á árshátíð sögufélags Hæstaréttar Bandaríkjanna í síðustu viku. Hún hafi látist vera kristilegur íhaldsmaður og rætt við Alito um hvernig væri hægt að draga úr skautun í bandarískum stjórnmálum. „Önnur fylkingin á eftir að vinna. Það getur verið leið til þess að vinna saman, leið til að búa saman friðsamlega en það er erfitt, þú veist, vegna þess að það er ágreiningur um grundvallaratriði sem er í raun og veru ekki hægt að ná málamiðlunum um. Það er raunar ekki hægt að miðla málum. Það er ekki eins og hægt sé að fara bil beggja,“ heyrist Alito segja. Í framhaldinu segir Windsor við dómarann að lausnin sé að vinna siðferðislegu rökræðurnar. „Fólkið í þessu landi sem trúir á guð verður að halda áfram að berjast fyrir því, að gera landið aftur guðrækið,“ segir hún. „Ég er sammála þér,“ heyrist Alito, sem skrifaði sögulegan dóm hæstaréttarins sem afnam rétt kvenna til þungunarrofs, segja. EXCLUSIVE UNDERCOVER AUDIO: Sam Alito x John Roberts x The Undercurrent 🧵1/ Justice Alito admits lack of impartiality with the Left, says: “One side or the other is going to win.” pic.twitter.com/b5nmxToZ9z— Lauren Windsor (@lawindsor) June 10, 2024 AP-fréttastofan segir að Windsor hafi einnig borið undir John Roberts, forseta hæstaréttarins, hvort að rétturinn ætti ekki að leiða bandarísku þjóðina niður kristilega braut en hann hafi ekki tekið eins vel í það og Alito. „Ég er ekki viss um að það sé rétt,“ sagði Roberts. John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, er einnig íhaldsmaður en var ekki tilbúinn að ganga eins langt og Alito í að segja að Bandaríkin ættu að vera kristið land.AP/J. Scott Applewhite Fánar tengdir kosningaafneitun Trump fyrir utan heimili dómarans Windsor sagði tímaritinu Rolling Stone að hún hefði tekið upp samtöl sín við Alito og Roberts vegna þess leyndarhjúpar sem lægi yfir Hæstarétti Bandaríkjanna að hennar mati. Dómararnir við réttinn hafni því að vera gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum þrátt fyrir stafla af sönnunum um siðabrot. Alito hefur legið undir ámæli fyrir fána sem var flaggað fyrir utan heimili hans í Alexandríu í Virginíu skömmu eftir árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar 2021 og annan fyrir utan sumarhús hans í New Jersey síðar. Dómarinn hefur haldið því fram að það hafi verið Martha-Ann, eiginkona hans, sem hafi flaggað bandaríska fánanum á hvolfi vegna nágrannaerja og að honum hafi ekki tekist að fá hana til þess að taka hann niður í nokkra daga. Fáninn var um þetta leyti eitt af táknum stuðningsmanna Trump sem töldu ranglega að forsetakosningunum árið 2020 hefði verið „stolið“. Hjónin hafa ekki skýrt eins ítarlega hvers vegna fáni sem tengist kristilegum hægrijaðarhópi sem vill að bandaríska ríkið byggi á kristnum gildum sást ítrekað við strandhýsi þeirra í New Jersey í fyrra. Sá fáni sást einnig oft á mótmælum stuðningsmanna Trump gegn kosningaúrslitunum. Alito sagði að eiginkona sín hefði einnig flaggað þeim fána og að hann hafi ekki þekkt til hans. Alito hefur hafnað öllum kröfum um að hann segi sig frá málum sem tengjast árásinni á þinghúsið og tilraunum Trump til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við sem koma til kasta réttarins. Roberts, forseti hæstaréttar, afþakkaði boð þingnefndar um að ræða siðareglur dómara vegna fánamála Alito. Nýlega hefur einnig verið fjallað um gjafir og sporslur sem hæstaréttardómararnir hafa þegið frá fjársterkum aðilum. Þar sker Clarence Thomas, sem er einnig einn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, sem hefur þegið gjafir og ferðir að andvirði milljóna dollara, meðal annars frá fjárhagslegum bakhjarli Repúblikanaflokksins, í gegnum tíðina. Bandaríkin Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Annar umdeildur fáni hékk við annað hús dómara Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta. 22. maí 2024 23:00 „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Lauren Windsor, frjálslynd kvikmyndagerðarkona, birti upptöku af samtali sem hún átti við Alito, einn íhaldssamasta dómaranna við Hæstarétt Bandaríkjanna, á samfélagsmiðlinum X. Samtalið sagði hún að hefði átt sér stað á árshátíð sögufélags Hæstaréttar Bandaríkjanna í síðustu viku. Hún hafi látist vera kristilegur íhaldsmaður og rætt við Alito um hvernig væri hægt að draga úr skautun í bandarískum stjórnmálum. „Önnur fylkingin á eftir að vinna. Það getur verið leið til þess að vinna saman, leið til að búa saman friðsamlega en það er erfitt, þú veist, vegna þess að það er ágreiningur um grundvallaratriði sem er í raun og veru ekki hægt að ná málamiðlunum um. Það er raunar ekki hægt að miðla málum. Það er ekki eins og hægt sé að fara bil beggja,“ heyrist Alito segja. Í framhaldinu segir Windsor við dómarann að lausnin sé að vinna siðferðislegu rökræðurnar. „Fólkið í þessu landi sem trúir á guð verður að halda áfram að berjast fyrir því, að gera landið aftur guðrækið,“ segir hún. „Ég er sammála þér,“ heyrist Alito, sem skrifaði sögulegan dóm hæstaréttarins sem afnam rétt kvenna til þungunarrofs, segja. EXCLUSIVE UNDERCOVER AUDIO: Sam Alito x John Roberts x The Undercurrent 🧵1/ Justice Alito admits lack of impartiality with the Left, says: “One side or the other is going to win.” pic.twitter.com/b5nmxToZ9z— Lauren Windsor (@lawindsor) June 10, 2024 AP-fréttastofan segir að Windsor hafi einnig borið undir John Roberts, forseta hæstaréttarins, hvort að rétturinn ætti ekki að leiða bandarísku þjóðina niður kristilega braut en hann hafi ekki tekið eins vel í það og Alito. „Ég er ekki viss um að það sé rétt,“ sagði Roberts. John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, er einnig íhaldsmaður en var ekki tilbúinn að ganga eins langt og Alito í að segja að Bandaríkin ættu að vera kristið land.AP/J. Scott Applewhite Fánar tengdir kosningaafneitun Trump fyrir utan heimili dómarans Windsor sagði tímaritinu Rolling Stone að hún hefði tekið upp samtöl sín við Alito og Roberts vegna þess leyndarhjúpar sem lægi yfir Hæstarétti Bandaríkjanna að hennar mati. Dómararnir við réttinn hafni því að vera gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum þrátt fyrir stafla af sönnunum um siðabrot. Alito hefur legið undir ámæli fyrir fána sem var flaggað fyrir utan heimili hans í Alexandríu í Virginíu skömmu eftir árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar 2021 og annan fyrir utan sumarhús hans í New Jersey síðar. Dómarinn hefur haldið því fram að það hafi verið Martha-Ann, eiginkona hans, sem hafi flaggað bandaríska fánanum á hvolfi vegna nágrannaerja og að honum hafi ekki tekist að fá hana til þess að taka hann niður í nokkra daga. Fáninn var um þetta leyti eitt af táknum stuðningsmanna Trump sem töldu ranglega að forsetakosningunum árið 2020 hefði verið „stolið“. Hjónin hafa ekki skýrt eins ítarlega hvers vegna fáni sem tengist kristilegum hægrijaðarhópi sem vill að bandaríska ríkið byggi á kristnum gildum sást ítrekað við strandhýsi þeirra í New Jersey í fyrra. Sá fáni sást einnig oft á mótmælum stuðningsmanna Trump gegn kosningaúrslitunum. Alito sagði að eiginkona sín hefði einnig flaggað þeim fána og að hann hafi ekki þekkt til hans. Alito hefur hafnað öllum kröfum um að hann segi sig frá málum sem tengjast árásinni á þinghúsið og tilraunum Trump til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við sem koma til kasta réttarins. Roberts, forseti hæstaréttar, afþakkaði boð þingnefndar um að ræða siðareglur dómara vegna fánamála Alito. Nýlega hefur einnig verið fjallað um gjafir og sporslur sem hæstaréttardómararnir hafa þegið frá fjársterkum aðilum. Þar sker Clarence Thomas, sem er einnig einn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, sem hefur þegið gjafir og ferðir að andvirði milljóna dollara, meðal annars frá fjárhagslegum bakhjarli Repúblikanaflokksins, í gegnum tíðina.
Bandaríkin Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Annar umdeildur fáni hékk við annað hús dómara Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta. 22. maí 2024 23:00 „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Annar umdeildur fáni hékk við annað hús dómara Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta. 22. maí 2024 23:00
„Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. 21. maí 2024 09:39