Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júní 2024 12:43 Bjarkey Olsen ræddi ákvörðun sína við fréttamenn eftir fund. Vísir/Sigurjón Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS sem var send út í dag í kjölfar ákvörðunar Bjarkeyjar að veita Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að ákvörðunin um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar (Hafró). Segja Bjarkeyju hafa farið gegn ráðgjöf Hafró „Leyfið sem nú er veitt er aðeins til eins árs, í berhögg við beiðni Hvals um útgáfu veiðileyfis til lengri tíma og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi hlutaðeigandi fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni en jafnframt er tekið fram að að mati SFS hafi Bjarkey farið gegn ráðgjöf Hafró og dregið úr þeim fjölda langreyða sem stofnunin ráðleggur veiðar á. SFS segir Bjarkeyju með þessu lýsa yfir vantrausti gegn sérfræðingum Hafró og stofnuninni allri. „Hafa ber í huga að í málinu lágu fyrir jákvæðar umsagnir Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu og Matvælastofnunar um útgáfu leyfis til veiða á langreyðum í samræmi við beiðni Hvals þar um. Sú staðreynd gerir ákvörðun ráðherra því enn ámælisverðari,“ segir í tilkynningunni. Stjórnvöld taki of mikið mark á tilfinningum SFS ítrekar að ákvörðun Bjarkeyjar sé til marks um að deilan um veiðar á langreyðum sé hætt að snúast um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu og snúist nú hvað fólki finnist. Samtökin árétta jafnframt að ekki megi taka of mikið tillit til tilfinninga í máli sem þessu og að stjórnvöld verði að horfa til vísindalegra forsenda og lagalegra krafna þegar það kemur að ákvörðunum um nýtingu auðlinda. „Þá sendir ráðherra heldur kaldar kveðjur til allra þeirra sem hafa starfað af heilindum og elju við veiðar á langreyðum og vinnslu hvalkjöts um árabil í samræmi við lög og reglur og höfðu réttmætar væntingar til þess að halda því áfram.“ Hvalir Hvalveiðar Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS sem var send út í dag í kjölfar ákvörðunar Bjarkeyjar að veita Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að ákvörðunin um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar (Hafró). Segja Bjarkeyju hafa farið gegn ráðgjöf Hafró „Leyfið sem nú er veitt er aðeins til eins árs, í berhögg við beiðni Hvals um útgáfu veiðileyfis til lengri tíma og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi hlutaðeigandi fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni en jafnframt er tekið fram að að mati SFS hafi Bjarkey farið gegn ráðgjöf Hafró og dregið úr þeim fjölda langreyða sem stofnunin ráðleggur veiðar á. SFS segir Bjarkeyju með þessu lýsa yfir vantrausti gegn sérfræðingum Hafró og stofnuninni allri. „Hafa ber í huga að í málinu lágu fyrir jákvæðar umsagnir Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu og Matvælastofnunar um útgáfu leyfis til veiða á langreyðum í samræmi við beiðni Hvals þar um. Sú staðreynd gerir ákvörðun ráðherra því enn ámælisverðari,“ segir í tilkynningunni. Stjórnvöld taki of mikið mark á tilfinningum SFS ítrekar að ákvörðun Bjarkeyjar sé til marks um að deilan um veiðar á langreyðum sé hætt að snúast um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu og snúist nú hvað fólki finnist. Samtökin árétta jafnframt að ekki megi taka of mikið tillit til tilfinninga í máli sem þessu og að stjórnvöld verði að horfa til vísindalegra forsenda og lagalegra krafna þegar það kemur að ákvörðunum um nýtingu auðlinda. „Þá sendir ráðherra heldur kaldar kveðjur til allra þeirra sem hafa starfað af heilindum og elju við veiðar á langreyðum og vinnslu hvalkjöts um árabil í samræmi við lög og reglur og höfðu réttmætar væntingar til þess að halda því áfram.“
Hvalir Hvalveiðar Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira
Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35