„Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júní 2024 15:32 Henry Alexander skrifar nú tæpitungulaust um hvalveiðar. Hann sat í fagráði sem skilaði ráðherra áliti um veiðarnar á síðasta ári. vísir Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. Henry sat sjálfur í fagráði sem skilaði Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, áliti um veiðarnar. Svandís byggði ákvörðun sína um bann á álitinu, en þar kom fram að veiðar á hvalveiðum væru ekki réttlætanlegar með tilliti til laga um velferð dýra. Umboðsmaður Alþingis komst í framhaldinu að bannið hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Umboðsmaður gat ekki séð að hlutverk fagráðsins væri að gefa matvælaráðherra ráðgjöf um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Íslendingar telji sig þurfa að vita betur Í skoðanagrein Henrys sem hann skrifar í dag segir hann að ekki standi steinn yfir steini í ákvörðun núverandi matvælaráðherra í dag. „Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni,“ skrifar Henry. Hvalir séu ekki auðlind heldur villt spendýr. „Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt.“ Hann segir hvali ekki hafa neitt að gera með fæðuöryggi. Ekki þurfi að grisja stofninn og ekki geti flokkað hvali sem meindýr. Þá sé ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun þeirra. Þetta leiði til þess að veiðarnar séu ekki siðferðilega réttlætanlegar. „Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur,“ segir Henry í lok greinarinnar. Alltaf komist að sömu niðurstöðu Í samtali við Vísi segir Henry að umræðan hafi verið færð frá atriðum líkt dýravelferðarsjónarmiðum yfir í umræðu um ákvörðunarferli ráðherra. „Mér fannst einsýnt að það væri farið aftur í spurningu um hvort það væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Þetta snerist núna um nýtt leyfi, allt annað en var í fyrrasumar.“ Eftir að hvalveiðibanni var komið á sagði Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. að Henry væri vanhæfur til að fjalla um málið, vegna fyrri skrifa hans um veiðarnar. Þessu vísaði Henry á bug og sagði Kristján rökþrota. Henry segist ekki geta starfað á ný innan fagráðsins eftir þessar deilur þeirra tveggja. En þú hefur þá væntanlega alltaf verið andstæðingur hvalveiða? „Ja, ég hef alltaf komist að þeirri fræðilegu niðurstöðu að siðferðilega ganga veiðar á langreyðum ekki upp.“ En komst þú þá hlutlaus að borði í fagráðinu í fyrra? „Já, já. Það lá alveg fyrir, alveg eins og fólk sem veitir ráðgjöf um loftslagsmál hefur afstöðu til loftslagsmála,“ segir Henry. Misskilnings gæti um hvernig sérfræðingar skuli veita ráðgjöf. „Þess vegna taka sérfræðingar ekki ákvarðanir. Þess vegna er myndaður hópur af sérfræðingum sem hafa ólík sjónarmið. Þess vegna keypti Kristján Loftsson sér opnu í Morgunblaðinu í fyrra þar sem hann dró fram það sem ég hafði skrifað um hvalveiðar. Þar benti hann á að ég hefði talið að það væri tími til kominn til að skoða siðferðilega hlið veiðanna. Það var tilvitnunin sem hann tók og fannst svona hræðileg.“ Henry segir að eftir fyrrgreindar deilur sé útséð um aðkomu hans að fagráðinu. „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Henry sat sjálfur í fagráði sem skilaði Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, áliti um veiðarnar. Svandís byggði ákvörðun sína um bann á álitinu, en þar kom fram að veiðar á hvalveiðum væru ekki réttlætanlegar með tilliti til laga um velferð dýra. Umboðsmaður Alþingis komst í framhaldinu að bannið hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Umboðsmaður gat ekki séð að hlutverk fagráðsins væri að gefa matvælaráðherra ráðgjöf um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Íslendingar telji sig þurfa að vita betur Í skoðanagrein Henrys sem hann skrifar í dag segir hann að ekki standi steinn yfir steini í ákvörðun núverandi matvælaráðherra í dag. „Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni,“ skrifar Henry. Hvalir séu ekki auðlind heldur villt spendýr. „Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt.“ Hann segir hvali ekki hafa neitt að gera með fæðuöryggi. Ekki þurfi að grisja stofninn og ekki geti flokkað hvali sem meindýr. Þá sé ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun þeirra. Þetta leiði til þess að veiðarnar séu ekki siðferðilega réttlætanlegar. „Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur,“ segir Henry í lok greinarinnar. Alltaf komist að sömu niðurstöðu Í samtali við Vísi segir Henry að umræðan hafi verið færð frá atriðum líkt dýravelferðarsjónarmiðum yfir í umræðu um ákvörðunarferli ráðherra. „Mér fannst einsýnt að það væri farið aftur í spurningu um hvort það væri hægt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Þetta snerist núna um nýtt leyfi, allt annað en var í fyrrasumar.“ Eftir að hvalveiðibanni var komið á sagði Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. að Henry væri vanhæfur til að fjalla um málið, vegna fyrri skrifa hans um veiðarnar. Þessu vísaði Henry á bug og sagði Kristján rökþrota. Henry segist ekki geta starfað á ný innan fagráðsins eftir þessar deilur þeirra tveggja. En þú hefur þá væntanlega alltaf verið andstæðingur hvalveiða? „Ja, ég hef alltaf komist að þeirri fræðilegu niðurstöðu að siðferðilega ganga veiðar á langreyðum ekki upp.“ En komst þú þá hlutlaus að borði í fagráðinu í fyrra? „Já, já. Það lá alveg fyrir, alveg eins og fólk sem veitir ráðgjöf um loftslagsmál hefur afstöðu til loftslagsmála,“ segir Henry. Misskilnings gæti um hvernig sérfræðingar skuli veita ráðgjöf. „Þess vegna taka sérfræðingar ekki ákvarðanir. Þess vegna er myndaður hópur af sérfræðingum sem hafa ólík sjónarmið. Þess vegna keypti Kristján Loftsson sér opnu í Morgunblaðinu í fyrra þar sem hann dró fram það sem ég hafði skrifað um hvalveiðar. Þar benti hann á að ég hefði talið að það væri tími til kominn til að skoða siðferðilega hlið veiðanna. Það var tilvitnunin sem hann tók og fannst svona hræðileg.“ Henry segir að eftir fyrrgreindar deilur sé útséð um aðkomu hans að fagráðinu. „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira