Húmor í kennslu: Við hlustum, skiljum og munum betur Sveinn Waage skrifar 11. júní 2024 16:31 Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra. Í fyrirlestrinum Húmor Virkar sem var unninn upp úr samnefndu námskeiði í Opna Háskólanum í HR, er farið yfir margvíslega virkni húmors sem er studd af viðamiklum rannsóknum. Ein lykilástæða fyrir því að húmor er enn meira greindur í dag eru niðurstöður sem sýna virkni í atvinnulífinu og stjórnun. Sýna að húmor eykur skilvirkni og árangur. Og nei, þetta eru ekki einhverjar pælingar til gamans, heldur akademísk nálgun og rannsóknir sem fara m.a. fram í Stanford háskóla og Harvard. Líklega kannast fleiri við tengingar húmors og heilsu. Margir muna efir bíómyndinni „Patch Adams“ með Robin Williams sem fjallaði um téðan lækni og frumkvöðul sem rannsakaði áhrif húmors á bata langveikra barna. Við þekkjum líka gamla góða máltækið „Hláturinn lengir lífið“ sem ekki aðeins var svo satt þegar amma og afi sögðu það, heldur vísindalega sannreynt í dag. Önnur ólík virkni eins aukin athygli og vörn/skjöldur í erfiðum aðstæðum er eitthvað áheyrendur húmor Virkar tengja flestir við en ekki síður tengja þau við það sem eftirfarandi orð eiga að fjalla um; virkni húmors í kennslu og fræðslu. Á Heilsuþingi Heilbrigðisráðuneytisins á Hilton 2022 var flutt stutt útgáfa af fyrrgreindum fyrirlestri. Þema þingsins þetta árið var „Heilsulæsi“ - góðfúslega túlkað; hvernig fáum við fólk til að lesa, skilja og muna skilaboð um heilsu. Stutta svarið er; með húmor. Á sama hátt er húmor líka svarið við kröfu um fjölbreyttara og skemmtilegra námsefni. Því húmor er ekki bara skemmtilegur, heldur virkar hann til að ná betri tökum á náminu. Já virkar í alvöru talað. Ef við hugsum til baka erum við ekki flest öll að muna hvernig sumir kennarar náðu til okkar og aðrir ekki? Hvernig við náðum oftar en ekki að meðtaka námsefnið eftir því hvernig okkur leið í tímum? Munum við ekki hvernig var auðveldara var að læra það sem okkur leiddist ekki? Og svo loks hvernig skemmtilegra nám svo skilaði sér í árangri og betri einkunnum? Ef það var gaman, gekk betur. Nánast undantekningalaust. Í dag getum við, ekki aðeins með því að rifja upp okkar reynslu, heldur með niðurstöðum rannsókna og betri þekkingu fullyrt hvað gerist þegar húmor er til staðar í fræðslu og kennslu. Við HLUSTUM betur, við SKILJUM betur, við MUNUM betur og HVETUR okkur til að vilja vita meira. Þetta er ekkert smáræði þegar kemur að því að læra. Þetta er í rauninni allt sem skiptir máli. Við hljótum að vilja skoða þetta betur því húmor virkar sannarlega þegar kemur að fræðslu og kennslu. Já, húmor hirkar í fúlustu alvöru. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari sem hefur grandskoðað magnaða virkni húmors með námskeiðahaldi og fyrirlestrum undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra. Í fyrirlestrinum Húmor Virkar sem var unninn upp úr samnefndu námskeiði í Opna Háskólanum í HR, er farið yfir margvíslega virkni húmors sem er studd af viðamiklum rannsóknum. Ein lykilástæða fyrir því að húmor er enn meira greindur í dag eru niðurstöður sem sýna virkni í atvinnulífinu og stjórnun. Sýna að húmor eykur skilvirkni og árangur. Og nei, þetta eru ekki einhverjar pælingar til gamans, heldur akademísk nálgun og rannsóknir sem fara m.a. fram í Stanford háskóla og Harvard. Líklega kannast fleiri við tengingar húmors og heilsu. Margir muna efir bíómyndinni „Patch Adams“ með Robin Williams sem fjallaði um téðan lækni og frumkvöðul sem rannsakaði áhrif húmors á bata langveikra barna. Við þekkjum líka gamla góða máltækið „Hláturinn lengir lífið“ sem ekki aðeins var svo satt þegar amma og afi sögðu það, heldur vísindalega sannreynt í dag. Önnur ólík virkni eins aukin athygli og vörn/skjöldur í erfiðum aðstæðum er eitthvað áheyrendur húmor Virkar tengja flestir við en ekki síður tengja þau við það sem eftirfarandi orð eiga að fjalla um; virkni húmors í kennslu og fræðslu. Á Heilsuþingi Heilbrigðisráðuneytisins á Hilton 2022 var flutt stutt útgáfa af fyrrgreindum fyrirlestri. Þema þingsins þetta árið var „Heilsulæsi“ - góðfúslega túlkað; hvernig fáum við fólk til að lesa, skilja og muna skilaboð um heilsu. Stutta svarið er; með húmor. Á sama hátt er húmor líka svarið við kröfu um fjölbreyttara og skemmtilegra námsefni. Því húmor er ekki bara skemmtilegur, heldur virkar hann til að ná betri tökum á náminu. Já virkar í alvöru talað. Ef við hugsum til baka erum við ekki flest öll að muna hvernig sumir kennarar náðu til okkar og aðrir ekki? Hvernig við náðum oftar en ekki að meðtaka námsefnið eftir því hvernig okkur leið í tímum? Munum við ekki hvernig var auðveldara var að læra það sem okkur leiddist ekki? Og svo loks hvernig skemmtilegra nám svo skilaði sér í árangri og betri einkunnum? Ef það var gaman, gekk betur. Nánast undantekningalaust. Í dag getum við, ekki aðeins með því að rifja upp okkar reynslu, heldur með niðurstöðum rannsókna og betri þekkingu fullyrt hvað gerist þegar húmor er til staðar í fræðslu og kennslu. Við HLUSTUM betur, við SKILJUM betur, við MUNUM betur og HVETUR okkur til að vilja vita meira. Þetta er ekkert smáræði þegar kemur að því að læra. Þetta er í rauninni allt sem skiptir máli. Við hljótum að vilja skoða þetta betur því húmor virkar sannarlega þegar kemur að fræðslu og kennslu. Já, húmor hirkar í fúlustu alvöru. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari sem hefur grandskoðað magnaða virkni húmors með námskeiðahaldi og fyrirlestrum undanfarin ár.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun