Biðla til stjórnvalda að klára málið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:00 Þær Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, Brynja Skúladóttir og Kolbrún Þorsteinsdóttir biðla til stjórnvalda að gangast við mistökum sem hafi verið gerð á vistheimili sem þær og aðrar konur dvöldu á sem unglingar. Vísir/Rúnar Konur segja stjórnvöld hafa sýnt þeim algjört tómlæti í næstum tvö ár þrátt fyrir að opinber greinargerð sýni að þær voru beittar alvarlegu ofbeldi á meðferðarstofnun sem unglingar. Þær segja að vistin þar hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra glími enn við afleiðingarnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu ár í fjölmiðlum og í þáttaröðinni Vistheimilin á Stöð 2 og lýst hvernig stjórnendur á meðferðarheimili á Varpholti síðar Laugalandi hafi beitt alvarlegu ofbeldi meðan þær voru þar sem unglingar. Í fréttum okkar hefur svo komið fram að formgalli hafi verið á opinberri greinargerð sem gerð var um heimilið þar sem ofbeldinu er lýst, barnamálaráðherra hafi ekki mátt láta Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gera hana sem hafi svo ekki mátt birta hana. Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála hefur hins vegar sagt að það séu almannahagsmunir að slík greinargerð sé gerð opinber. Stjórnvalda að taka á klúðrinu Konur sem voru á viðkomandi heimili sem unglingar segja þetta bætast ofan á röð vonbrigða í málsmeðferðinni. „Við treystum stjórnvöldum og þessari stofnun til að fara rétt með málið. Mér finnst þetta algjört klúður. Það eru algjör undirstöðuatriði sem klúðraðist í þessari málsmeðferð,“ segir Brynja Skúladóttir sem var vistuð 14-16 ára á heimilinu á árunum 1998-2000. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var vistuð á heimilinu þegar hún var fjórtán ára á árunum 2004-2005. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með málsmeðferðina en biðlar til stjórnvalda að klára málið. „Það eina í stöðunni núna er að takast á við þetta klúður sem hefur átt sér stað af hálfu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hafa komið að rannsókninni. Það þarf að setja málið í flýtimeðferð og klára það. Við getum ekki beðið endalaust af því opinberir aðilar gerðu einhverja formgalla,“ segir Teresa. Teresa segir að svo mörg mistök hafi verið gerð af hálfu opinberra aðila í málinu. Fyrstu kvartanirnar um heimilið koma þarna hjá Umboðsmanni árið 2001. Ef það hefði verið hlustað á það þá hefði ég aldrei farið þarna. Þá væri skaðinn ekki skeður. Opinberir aðilar klúðruðu þessu máli algjörlega. Vistin hafi skilið eftir sig djúp sár Þær segja að vistin á Laugalandi og Varpholti hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra sem þar dvöldu glími enn við afleiðingar vistarinnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. „Stjórnvöld þurfa að gangast við því að hafa gert mistök og greiða þann miska sem við urðum fyrir. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri á að fá sálfræðitíma greidda síðan málið komst í opinbera umræðu,“ segir Brynja. Kolbrún Þorsteinsdóttir sem var vistuð þegar hún var 15-16 ára á heimilinu á árunum 1999-2001 segir að afar erfitt hafi verið að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri sáru reynslu sem hún hafi orðið fyrir. Hún hafi hins vegar gert það til að ná fram réttlæti komi fram í málinu Þá hafi málsmeðferð stjórnvalda líka tekið á. Þetta er bara búið að reyna gríðarlega á og ég veit að það er búið að gera það fyrir margar okkar,“ segir Kolbrún. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu ár í fjölmiðlum og í þáttaröðinni Vistheimilin á Stöð 2 og lýst hvernig stjórnendur á meðferðarheimili á Varpholti síðar Laugalandi hafi beitt alvarlegu ofbeldi meðan þær voru þar sem unglingar. Í fréttum okkar hefur svo komið fram að formgalli hafi verið á opinberri greinargerð sem gerð var um heimilið þar sem ofbeldinu er lýst, barnamálaráðherra hafi ekki mátt láta Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gera hana sem hafi svo ekki mátt birta hana. Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála hefur hins vegar sagt að það séu almannahagsmunir að slík greinargerð sé gerð opinber. Stjórnvalda að taka á klúðrinu Konur sem voru á viðkomandi heimili sem unglingar segja þetta bætast ofan á röð vonbrigða í málsmeðferðinni. „Við treystum stjórnvöldum og þessari stofnun til að fara rétt með málið. Mér finnst þetta algjört klúður. Það eru algjör undirstöðuatriði sem klúðraðist í þessari málsmeðferð,“ segir Brynja Skúladóttir sem var vistuð 14-16 ára á heimilinu á árunum 1998-2000. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var vistuð á heimilinu þegar hún var fjórtán ára á árunum 2004-2005. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með málsmeðferðina en biðlar til stjórnvalda að klára málið. „Það eina í stöðunni núna er að takast á við þetta klúður sem hefur átt sér stað af hálfu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hafa komið að rannsókninni. Það þarf að setja málið í flýtimeðferð og klára það. Við getum ekki beðið endalaust af því opinberir aðilar gerðu einhverja formgalla,“ segir Teresa. Teresa segir að svo mörg mistök hafi verið gerð af hálfu opinberra aðila í málinu. Fyrstu kvartanirnar um heimilið koma þarna hjá Umboðsmanni árið 2001. Ef það hefði verið hlustað á það þá hefði ég aldrei farið þarna. Þá væri skaðinn ekki skeður. Opinberir aðilar klúðruðu þessu máli algjörlega. Vistin hafi skilið eftir sig djúp sár Þær segja að vistin á Laugalandi og Varpholti hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra sem þar dvöldu glími enn við afleiðingar vistarinnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. „Stjórnvöld þurfa að gangast við því að hafa gert mistök og greiða þann miska sem við urðum fyrir. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri á að fá sálfræðitíma greidda síðan málið komst í opinbera umræðu,“ segir Brynja. Kolbrún Þorsteinsdóttir sem var vistuð þegar hún var 15-16 ára á heimilinu á árunum 1999-2001 segir að afar erfitt hafi verið að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri sáru reynslu sem hún hafi orðið fyrir. Hún hafi hins vegar gert það til að ná fram réttlæti komi fram í málinu Þá hafi málsmeðferð stjórnvalda líka tekið á. Þetta er bara búið að reyna gríðarlega á og ég veit að það er búið að gera það fyrir margar okkar,“ segir Kolbrún.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira