„Þetta eru engar eðlilegar eða venjulegar dýraveiðar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2024 21:01 Sigursteinn, til vinstri, og Jón, til hægri, fóru yfir afstöðu sína til hvalveiða í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Matvælaráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir ákvörðun sína um að heimila hvalveiðar úr mörgum ólíkum áttum. Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands og Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru yfir málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru engar eðlilegar eða venjulegar dýraveiðar,“ segir Sigursteinn. Það hafi komið ljós við eftirlit Matvælastofnunar veiðunum að þriðjungur dýranna eru með tvo sprengiskutla í sér. Hann segir hvalina næststærstu dýr jarðar, vera um 50 tonn og tuttugu metra að lengd. Það sé erfitt að veiða svo stór dýr og það hafi komið í ljós að það er ekki með neinum hætti hægt að veiða slík dýr með mannúðlegurm hætti. „Þess vegna verður þetta að hætta.“ Jón Gunnarsson segir veiðiaðferðirnar í stöðugri þróun og það hafi verið góð reynsla af þeim aðferðum sem hafi verið notaðar við hvalveiðarnar síðasta sumar. Hvalur hf. Hafi nú þróað sérstaka aðferð með rafstuði til að drepa dýrin. Þau hafi ekki fengið leyfi til prófa það en um sé að ræða betri og skilvirkari leið til að drepa dýrin með skjótum hætti. „Það er þróun í þessu eins og öðrum veiðum,“ segir Jón. Klippa: Sætir gagnrýni fyrir ákvörðunina Hann gagnrýndi ákvörðun ráðherra á þingi í dag og segist vera ósáttur við málsmeðferð ráðuneytisins í þessu máli. Bæði í ár og í fyrra og það standist ekki skoðun um hvernig hafi verið haldið utan um þessi mál í ráðuneytinu. Hann segir að í gildi séu lög um hvalveiðar og þau séu æðri lögum um dýravernd. Umboðsmaður Alþingis hafi farið ítarlega yfir þetta allt í áliti sínu í fyrra og hvernig hafi verið brotið á atvinnurétti fólks. Sigursteinn segir skrítið að vera í þeirri stöðu árið 2024 að verið sé að heimila hvalveiðar á ný, þó það sé aðeins til eins árs og til að drepa 128 dýr. Eigi að fella lögin úr gildi „Það er verið að byggja 75 ára gömlum lögum,“ segir Sigursteinn og að á sama tíma og þessi lög voru sett þótti fínt að fara á sportveiðar í Afríku til að veiða fíla og nashyrninga. Allt önnur viðmið hafi verið uppi um dýravelferð og að það sé álit Dýraverndunarsambandsins að þessar veiðar eigi að heyra sögunni til. „Þessu ber að ljúka og við horfumst í augu við þann tíma sem við lifum á. Þar sem eru allt aðrar kröfur en voru þegar þessi lög um hvalveiðar, 1949, voru sett,“ segir Sigursteinn að það eigi að fella þau lög úr gildi. Fólk hafi væntingar Jón segir ólgu meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna málsins og það hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Það sama eigi við um einhverja þingmenn Framsóknarflokksins. „Það sem er að hér er að við erum með lög í landinu. Fólk hefur haft væntingar,“ segir Jón og að það sé hópur fólks sem hafi þetta að atvinnu og geri ráð fyrir þeim tekjum sem því fylgir. Það sé verið að ganga á rétt þeirra og fyrirtækisins sem hafi þessi lög sem viðmið. Jón segir rök um breytta tíma ekki standast. Íslendingar séu ekki eina þjóðin í heiminum sem veiði hvali. Veiðarnar séu sjálfbærar og að hræðsluáróður um atvinnugreinina eigi ekki við rök að styðjast. Ferðamenn komi samt til landsins. Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan. Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. 11. júní 2024 15:32 „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58 Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07 Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
„Þetta eru engar eðlilegar eða venjulegar dýraveiðar,“ segir Sigursteinn. Það hafi komið ljós við eftirlit Matvælastofnunar veiðunum að þriðjungur dýranna eru með tvo sprengiskutla í sér. Hann segir hvalina næststærstu dýr jarðar, vera um 50 tonn og tuttugu metra að lengd. Það sé erfitt að veiða svo stór dýr og það hafi komið í ljós að það er ekki með neinum hætti hægt að veiða slík dýr með mannúðlegurm hætti. „Þess vegna verður þetta að hætta.“ Jón Gunnarsson segir veiðiaðferðirnar í stöðugri þróun og það hafi verið góð reynsla af þeim aðferðum sem hafi verið notaðar við hvalveiðarnar síðasta sumar. Hvalur hf. Hafi nú þróað sérstaka aðferð með rafstuði til að drepa dýrin. Þau hafi ekki fengið leyfi til prófa það en um sé að ræða betri og skilvirkari leið til að drepa dýrin með skjótum hætti. „Það er þróun í þessu eins og öðrum veiðum,“ segir Jón. Klippa: Sætir gagnrýni fyrir ákvörðunina Hann gagnrýndi ákvörðun ráðherra á þingi í dag og segist vera ósáttur við málsmeðferð ráðuneytisins í þessu máli. Bæði í ár og í fyrra og það standist ekki skoðun um hvernig hafi verið haldið utan um þessi mál í ráðuneytinu. Hann segir að í gildi séu lög um hvalveiðar og þau séu æðri lögum um dýravernd. Umboðsmaður Alþingis hafi farið ítarlega yfir þetta allt í áliti sínu í fyrra og hvernig hafi verið brotið á atvinnurétti fólks. Sigursteinn segir skrítið að vera í þeirri stöðu árið 2024 að verið sé að heimila hvalveiðar á ný, þó það sé aðeins til eins árs og til að drepa 128 dýr. Eigi að fella lögin úr gildi „Það er verið að byggja 75 ára gömlum lögum,“ segir Sigursteinn og að á sama tíma og þessi lög voru sett þótti fínt að fara á sportveiðar í Afríku til að veiða fíla og nashyrninga. Allt önnur viðmið hafi verið uppi um dýravelferð og að það sé álit Dýraverndunarsambandsins að þessar veiðar eigi að heyra sögunni til. „Þessu ber að ljúka og við horfumst í augu við þann tíma sem við lifum á. Þar sem eru allt aðrar kröfur en voru þegar þessi lög um hvalveiðar, 1949, voru sett,“ segir Sigursteinn að það eigi að fella þau lög úr gildi. Fólk hafi væntingar Jón segir ólgu meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna málsins og það hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Það sama eigi við um einhverja þingmenn Framsóknarflokksins. „Það sem er að hér er að við erum með lög í landinu. Fólk hefur haft væntingar,“ segir Jón og að það sé hópur fólks sem hafi þetta að atvinnu og geri ráð fyrir þeim tekjum sem því fylgir. Það sé verið að ganga á rétt þeirra og fyrirtækisins sem hafi þessi lög sem viðmið. Jón segir rök um breytta tíma ekki standast. Íslendingar séu ekki eina þjóðin í heiminum sem veiði hvali. Veiðarnar séu sjálfbærar og að hræðsluáróður um atvinnugreinina eigi ekki við rök að styðjast. Ferðamenn komi samt til landsins. Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. 11. júní 2024 15:32 „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58 Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07 Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
„Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. 11. júní 2024 15:32
„Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58
Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07
Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35