Forsendur ríkisstjórnarinnar hafi verið slegnar af borðinu Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 09:08 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áherslumál ríkisstjórnarinnar vera þau sem Miðflokkurinn hafi áður lagt áherslu á. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir endurnýjaða ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa lagt áherslu á mál sem Miðflokkurinn hafi verið búinn að hamast á þar á undan. Ríkistjórnin sé síðan ekki búin að gera neitt í þessum málum. „Þegar þessi nýja ríkisstjórn, ef nýja skyldi kalla, þá lagði forsætisráðherra áherslu á þrjú megin mál: Útlendingamálin, orkumálin og staða ríkissjóðs. Það tel ég að hafi verið gert einfaldlega vegna þess að menn hafi verið farnir að átta sig á því að við vorum að hamast í þessum málum alllengi, og benda á að það sé verið að klúðra þeim meira og minna,“ sagði Sigmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að næsti dagur eftir stjórnarmyndunina hafi ekki verið liðinn þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi verið búinn að slá þessi mál út af borðinu. „Nýr formaður Vinstri grænna sagði að hann væri alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, ekki í útlendingamálunum, ekki í orkumálunum og lagði sig eftir því að koma því á framfæri hversu ósammála hann væri um grundvöll nýju ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og minnist sérstaklega á grein sem Guðmundur skrifaði á Vísi um orkumál. Klippa: Bítið - Vill færa stjórn landsins inn á rétta braut Sigmundur segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi virst lítið spenntur fyrir þessum áherslumálum. „Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að spara í ríkisfjármálunum eða breyta um stefnu þar. Þar með var það farið.“ „Það var búið að kynna þrjár ástæður fyrir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þær voru slegnar af borðinu á tveimur dögum.“ Sigmundur bendir á að útlendingafrumvarpið hafi verið tekið af dagskrá þingsins í gær og í fyrradag. Nú séu tveir dagar eftir af þinginu samkvæmt áætlun. Þá segir hann ekkert að af orkumálunum og að ríkisstjórnin „stefni á að halda áfram að slá fyrri met í útgjöldum“ í ríkisfjármálum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent Fleiri fréttir Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Sjá meira
„Þegar þessi nýja ríkisstjórn, ef nýja skyldi kalla, þá lagði forsætisráðherra áherslu á þrjú megin mál: Útlendingamálin, orkumálin og staða ríkissjóðs. Það tel ég að hafi verið gert einfaldlega vegna þess að menn hafi verið farnir að átta sig á því að við vorum að hamast í þessum málum alllengi, og benda á að það sé verið að klúðra þeim meira og minna,“ sagði Sigmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að næsti dagur eftir stjórnarmyndunina hafi ekki verið liðinn þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi verið búinn að slá þessi mál út af borðinu. „Nýr formaður Vinstri grænna sagði að hann væri alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, ekki í útlendingamálunum, ekki í orkumálunum og lagði sig eftir því að koma því á framfæri hversu ósammála hann væri um grundvöll nýju ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og minnist sérstaklega á grein sem Guðmundur skrifaði á Vísi um orkumál. Klippa: Bítið - Vill færa stjórn landsins inn á rétta braut Sigmundur segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi virst lítið spenntur fyrir þessum áherslumálum. „Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að spara í ríkisfjármálunum eða breyta um stefnu þar. Þar með var það farið.“ „Það var búið að kynna þrjár ástæður fyrir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þær voru slegnar af borðinu á tveimur dögum.“ Sigmundur bendir á að útlendingafrumvarpið hafi verið tekið af dagskrá þingsins í gær og í fyrradag. Nú séu tveir dagar eftir af þinginu samkvæmt áætlun. Þá segir hann ekkert að af orkumálunum og að ríkisstjórnin „stefni á að halda áfram að slá fyrri met í útgjöldum“ í ríkisfjármálum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent Fleiri fréttir Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Sjá meira