Áttaði sig á stöðunni á fundi með Höllu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júní 2024 11:20 Eliza Reid fer yfir víðan völl í viðtalinu. Vísir/Egill Eliza Reid forsetafrú Íslands segist fyrst hafa áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi þegar hún sat stjórnarfund með Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands þar sem hún gaf barn á brjósti á sama tíma og hún stýrði fundinum. Eliza segist stolt af síðustu átta árum á Bessastöðum Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjónvarpsviðtali kanadísku ríkisútvarpinu CBC við Elizu. Þar segir Eliza að þörf sé á röddum fleiri kvenna á alþjóðasviðinu. Þá er hún sérstaklega spurð út í kosningaúrslit í forsetakosningunum 2024. Enginn blikkaði auga Í viðtalinu ræðir Eliza úrslitin og þá sérstaklega þá staðreynd að þrjár konur voru meðal þriggja efstu. 75 prósent Íslendinga hafi kosið konu. Eliza segir að sýnileiki kvenna í stjórnmálum undanfarin ár hafi haft sitt að segja og haft mikil áhrif. Þá var Eliza spurð hvenær hún hafi fyrst áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi og hversu framarlega þau væru. Hún rifjar upp að fyrst þegar hún hafi flutt til landsins fyrir tuttugu árum hafi hún starfað hjá fyrirtæki og setið stjórnarfund. Þar hafi stjórnarformaðurinn verið með barn á brjósti á fundinum. „Ég man að enginn blikkaði auga, öllum var sama, hún stýrði fundi og var með barn á brjósti. Fyrir mig sem unga konu þá var þetta magnað og það merkilega er að þetta er konan sem var að sigra forsetakosningar, þannig við erum lítið land,“ segir Eliza í viðtalinu og á þar við Höllu Tómasdóttur. Stolt af því að hafa nýtt rödd sína Eliza segist vera stoltust af því í starfi sínu á Bessastöðum á síðustu átta árum að hafa nýtt rödd sína til góðra verka. Hún hafi fyrst haldið að hún ætti ekki að nota röddina, þar sem hún væri í raun bara á Bessastöðum vegna afreka eiginmanns síns. „En ég hugsaði bara að í lífinu þá fáum við fullt af tækifærum og við getum annað hvort nýtt þau eða sóað þeim, svo ég ákvað að nota röddina mína og nota þetta tækifæri til að ræða mikilvæg mál og veita sumum byr undir báða vængi. En líka vera fyrirmynd og minna fólk á að við höfum öll áhrif á fólk í kringum okkur, samfélagið okkar, vinnuna, skólana og við berum ábyrgð á því að nota þessa rödd til að breyta hlutunum til betri vegar.“ Þá er Eliza spurð að því í viðtalinu hvort hún hafi íhugað að bjóða sig fram á vettvangi stjórnmálanna. Hún segir það áhugaverða spurningu og rifjar upp að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Grátbeðið foreldra sína sem barn árið 1984 að fá að vaka eftir úrslitum þingkosninga í Kanada. Það hryggi hana að sjá hvernig orðræða getur orðið á milli hópa, henni finnist þátttaka í stjórnmálum aðdáunarverð. „Hvað mig varðar, alveg klárlega ekki núna, við sjáum hvað gerist í framtíðinni, ég þarf að meta hlutina og sjá hvað ég hef lært á síðustu átta árum, sem hafa verið mikið ævintýri.“ Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjónvarpsviðtali kanadísku ríkisútvarpinu CBC við Elizu. Þar segir Eliza að þörf sé á röddum fleiri kvenna á alþjóðasviðinu. Þá er hún sérstaklega spurð út í kosningaúrslit í forsetakosningunum 2024. Enginn blikkaði auga Í viðtalinu ræðir Eliza úrslitin og þá sérstaklega þá staðreynd að þrjár konur voru meðal þriggja efstu. 75 prósent Íslendinga hafi kosið konu. Eliza segir að sýnileiki kvenna í stjórnmálum undanfarin ár hafi haft sitt að segja og haft mikil áhrif. Þá var Eliza spurð hvenær hún hafi fyrst áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi og hversu framarlega þau væru. Hún rifjar upp að fyrst þegar hún hafi flutt til landsins fyrir tuttugu árum hafi hún starfað hjá fyrirtæki og setið stjórnarfund. Þar hafi stjórnarformaðurinn verið með barn á brjósti á fundinum. „Ég man að enginn blikkaði auga, öllum var sama, hún stýrði fundi og var með barn á brjósti. Fyrir mig sem unga konu þá var þetta magnað og það merkilega er að þetta er konan sem var að sigra forsetakosningar, þannig við erum lítið land,“ segir Eliza í viðtalinu og á þar við Höllu Tómasdóttur. Stolt af því að hafa nýtt rödd sína Eliza segist vera stoltust af því í starfi sínu á Bessastöðum á síðustu átta árum að hafa nýtt rödd sína til góðra verka. Hún hafi fyrst haldið að hún ætti ekki að nota röddina, þar sem hún væri í raun bara á Bessastöðum vegna afreka eiginmanns síns. „En ég hugsaði bara að í lífinu þá fáum við fullt af tækifærum og við getum annað hvort nýtt þau eða sóað þeim, svo ég ákvað að nota röddina mína og nota þetta tækifæri til að ræða mikilvæg mál og veita sumum byr undir báða vængi. En líka vera fyrirmynd og minna fólk á að við höfum öll áhrif á fólk í kringum okkur, samfélagið okkar, vinnuna, skólana og við berum ábyrgð á því að nota þessa rödd til að breyta hlutunum til betri vegar.“ Þá er Eliza spurð að því í viðtalinu hvort hún hafi íhugað að bjóða sig fram á vettvangi stjórnmálanna. Hún segir það áhugaverða spurningu og rifjar upp að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Grátbeðið foreldra sína sem barn árið 1984 að fá að vaka eftir úrslitum þingkosninga í Kanada. Það hryggi hana að sjá hvernig orðræða getur orðið á milli hópa, henni finnist þátttaka í stjórnmálum aðdáunarverð. „Hvað mig varðar, alveg klárlega ekki núna, við sjáum hvað gerist í framtíðinni, ég þarf að meta hlutina og sjá hvað ég hef lært á síðustu átta árum, sem hafa verið mikið ævintýri.“
Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira