Gamall handritsbútur reyndist úr guðspjalli um æsku Krists Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 22:01 Á þessari mynd er Jesús sýndur aðeins eldri en í Bernskuguðspjalli Tómasar þar sem hann er fimm til tólf ára gamall. Getty Fræðimenn við Humboldt-háskólann í Berlín hafa uppgötvað að gamall handritsbútur, sem hefur legið ósnertur á bókasafni í Þýskalandi um áratugaskeið, er úr svokölluðu Bernskuguðspjalli Tómasar. Um er að ræða elstu útgáfu af guðspjallinu sem vitað er um. Talið er að búturinn sé frá fjórðu eða fimmtu öld eftir Krist, og að sjálft guðspjallið hafi verið skrifað á annarri öld. Bernskuguðspjall Tómasar fjallar um æsku Jesú Krists, nánar tiltekið frá því að hann var fimm ára til tólf ára. Það er ekki hluti af Biblíunni og flokkast með Apókrýfum ritum. Birtingarmynd Krists er heldur óhefðbundin í verkinu þar sem hann er sýndur sem prakkari sem er að læra á þann ótrúlega mátt sem hann fékk frá Guði. Til að mynda drepur þessi ungi Jesú tvo aðra drengi, lífgar upp á dauðan fisk, og býr til lifandi fugla úr leir. En jafnframt tekur hann til baka gjörðir sínar, og er talið að endurlífgun á drengjunum felist í því. Handritið sem nú er til umfjöllunar er papírusbútur sem er ellefu og fimm sentímetrar á lengd og breidd. Á honum er einungis að finna þrettán línur, með tíu letrum í línu, skrifaðar á grísku. Í tilkynningu frá Humboldt-háskólanum segir að uppgötvun fræðimannanna leiði í ljós að líklega hafi Guðspjall Tómasar í fyrstu verið skrifað á grísku. Fyrir uppgötvunina var talið að búturinn væri úr persónulegu bréfi eða innkaupalista. Þegar fræðimennirnir hafi tekið eftir því orðið „Jesús“ kæmi fyrir í textanum hafi þeir farið að bera það saman við kristna texta og í ljós komið að um væri að ræða texta úr Bernskuguðspjalli Tómasar. Fræðimennina grunar nú að um sé að ræða ritunaræfingu úr skóla eða klaustri. Það er vegna þess að rithátturinn þykir klaufalegur með mislangt bil á milli letra. Trúmál Bókmenntir Fornminjar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Talið er að búturinn sé frá fjórðu eða fimmtu öld eftir Krist, og að sjálft guðspjallið hafi verið skrifað á annarri öld. Bernskuguðspjall Tómasar fjallar um æsku Jesú Krists, nánar tiltekið frá því að hann var fimm ára til tólf ára. Það er ekki hluti af Biblíunni og flokkast með Apókrýfum ritum. Birtingarmynd Krists er heldur óhefðbundin í verkinu þar sem hann er sýndur sem prakkari sem er að læra á þann ótrúlega mátt sem hann fékk frá Guði. Til að mynda drepur þessi ungi Jesú tvo aðra drengi, lífgar upp á dauðan fisk, og býr til lifandi fugla úr leir. En jafnframt tekur hann til baka gjörðir sínar, og er talið að endurlífgun á drengjunum felist í því. Handritið sem nú er til umfjöllunar er papírusbútur sem er ellefu og fimm sentímetrar á lengd og breidd. Á honum er einungis að finna þrettán línur, með tíu letrum í línu, skrifaðar á grísku. Í tilkynningu frá Humboldt-háskólanum segir að uppgötvun fræðimannanna leiði í ljós að líklega hafi Guðspjall Tómasar í fyrstu verið skrifað á grísku. Fyrir uppgötvunina var talið að búturinn væri úr persónulegu bréfi eða innkaupalista. Þegar fræðimennirnir hafi tekið eftir því orðið „Jesús“ kæmi fyrir í textanum hafi þeir farið að bera það saman við kristna texta og í ljós komið að um væri að ræða texta úr Bernskuguðspjalli Tómasar. Fræðimennina grunar nú að um sé að ræða ritunaræfingu úr skóla eða klaustri. Það er vegna þess að rithátturinn þykir klaufalegur með mislangt bil á milli letra.
Trúmál Bókmenntir Fornminjar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira