Sér fyrir sér 2031 án hvalveiða og sjókvíaeldis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 21:22 Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim þingmenn Pírata flytja eldhúsdagsræður í kvöld. Píratar Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. „Við erum stödd á sjöunda ári samsteypustjórnar afturhaldsafla. Nýjasta afurð glundroða-bandalags íhaldsflokkanna er að gefa út hvalveiðileyfi í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Já og gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra, sömuleiðis í óþökk þjóðarinnar.“ Svona byrjaði Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata eldhúsdagsræðu sína. Hann sagði ríkisstjórnina komna fram yfir síðasta söludag. Sífellt færri styðji flokkana sem að henni standa, og enn færri styðji ríkisstjórnina. „Það eru allir komnir með yfir sig nóg á krísu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG. Um þau þarf ekki að hafa fleiri orð,“ sagði Gísli Vill sjókvíaeldis- og hvalveiðalaust 2031 „Þegar ég hugsa til framtíðar Íslands, sé ég fyrir mér samfélag þar sem hlustað er á allar raddir. Samfélag sem er þakklátt kröfuhörðum kjósendum og kann að meta framlag og lýðræðisþátttöku allra. Ímyndum okkur aðeins hvernig þessi ræða mín myndi líta út árið 2031, með Pírata í ríkisstjórn sjö ár þar á undan.“ Hann sagði samfélag árið 2031 með Pírata í ríkisstjórn til sjö ára líta þannig út að kosningaaldur hafi verið lækkaður í sextán ár og á ungt fólk væri hlustað. Búið væri að banna hvalveiðar og sjókvíaeldi, ferðamannaiðnaður væri sjálfbær og rentan af auðlindum þjóðarinnar væri nýtt til góðra verka. „Markmiðið er einfalt, kraftmikið, fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf um allt land, sem borgar nægilega mikið til baka til samfélagsins til að tryggja hágæða menntun, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, líka þegar kemur að tannlækningum og geðheilbrigði. Öllum verði tryggt öruggt húsnæði við hæfi eftir umfangsmikið uppbyggingarátak hins opinbera. Frjálslynt samfélag ábyrgra einstaklinga,“ sagði Gísli. Réttindi launafólks ofar arðgreiðslna hinna auðugu Hann sagði Pírata ekki í stjórnmálum til að breyta einhverjum smáatriðum. „Píratar vilja kerfislægar breytingar. Ekki bara plástra og bútasaum. Breytingar geta verið erfiðar. Þær eru tímafrekar og kalla á mikla samvinnu. Einmitt þess vegna er mikilvægt að við trúum á framfarir og umbætur og sættum okkur ekki við stöðnuð og veikluleg stjórnmál íhaldsflokkanna,“ sagði Gísli. „Píratar ætla í ríkisstjórn til að tryggja breytingar sem efla atvinnulíf og umhverfis- og loftlagsvernd. Réttindi launafólks eru ofar á forgangslista Pírata en arðgreiðslur hinna auðugu. Við ætlum að einfalda regluverk atvinnulífsins, en tryggja á sama tíma öflugt eftirlit og virka neytendavernd. Styrking Samkeppniseftirlitsins verður okkar fyrsta verk. Flokkar sem nota hvert einasta tækifæri til að veikja Samkeppniseftirlitið eru að sjálfsögðu ekki markaðshyggjuflokkar. Arðrán heitir kapítalisminn án samkeppni,“ sagði hann jafnframt. Alþingi Píratar Hvalveiðar Fiskeldi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
„Við erum stödd á sjöunda ári samsteypustjórnar afturhaldsafla. Nýjasta afurð glundroða-bandalags íhaldsflokkanna er að gefa út hvalveiðileyfi í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Já og gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra, sömuleiðis í óþökk þjóðarinnar.“ Svona byrjaði Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata eldhúsdagsræðu sína. Hann sagði ríkisstjórnina komna fram yfir síðasta söludag. Sífellt færri styðji flokkana sem að henni standa, og enn færri styðji ríkisstjórnina. „Það eru allir komnir með yfir sig nóg á krísu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG. Um þau þarf ekki að hafa fleiri orð,“ sagði Gísli Vill sjókvíaeldis- og hvalveiðalaust 2031 „Þegar ég hugsa til framtíðar Íslands, sé ég fyrir mér samfélag þar sem hlustað er á allar raddir. Samfélag sem er þakklátt kröfuhörðum kjósendum og kann að meta framlag og lýðræðisþátttöku allra. Ímyndum okkur aðeins hvernig þessi ræða mín myndi líta út árið 2031, með Pírata í ríkisstjórn sjö ár þar á undan.“ Hann sagði samfélag árið 2031 með Pírata í ríkisstjórn til sjö ára líta þannig út að kosningaaldur hafi verið lækkaður í sextán ár og á ungt fólk væri hlustað. Búið væri að banna hvalveiðar og sjókvíaeldi, ferðamannaiðnaður væri sjálfbær og rentan af auðlindum þjóðarinnar væri nýtt til góðra verka. „Markmiðið er einfalt, kraftmikið, fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf um allt land, sem borgar nægilega mikið til baka til samfélagsins til að tryggja hágæða menntun, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, líka þegar kemur að tannlækningum og geðheilbrigði. Öllum verði tryggt öruggt húsnæði við hæfi eftir umfangsmikið uppbyggingarátak hins opinbera. Frjálslynt samfélag ábyrgra einstaklinga,“ sagði Gísli. Réttindi launafólks ofar arðgreiðslna hinna auðugu Hann sagði Pírata ekki í stjórnmálum til að breyta einhverjum smáatriðum. „Píratar vilja kerfislægar breytingar. Ekki bara plástra og bútasaum. Breytingar geta verið erfiðar. Þær eru tímafrekar og kalla á mikla samvinnu. Einmitt þess vegna er mikilvægt að við trúum á framfarir og umbætur og sættum okkur ekki við stöðnuð og veikluleg stjórnmál íhaldsflokkanna,“ sagði Gísli. „Píratar ætla í ríkisstjórn til að tryggja breytingar sem efla atvinnulíf og umhverfis- og loftlagsvernd. Réttindi launafólks eru ofar á forgangslista Pírata en arðgreiðslur hinna auðugu. Við ætlum að einfalda regluverk atvinnulífsins, en tryggja á sama tíma öflugt eftirlit og virka neytendavernd. Styrking Samkeppniseftirlitsins verður okkar fyrsta verk. Flokkar sem nota hvert einasta tækifæri til að veikja Samkeppniseftirlitið eru að sjálfsögðu ekki markaðshyggjuflokkar. Arðrán heitir kapítalisminn án samkeppni,“ sagði hann jafnframt.
Alþingi Píratar Hvalveiðar Fiskeldi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira