Sundrung á stjórnarheimilinu að koma upp á yfirborðið Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júní 2024 12:11 Eiríkur Bergmann segir ágreining Sigurðar Inga Jóhannssonar og Guðrúnar Hafsteinssonar vera pólitískan slag í grunninn. Vísir Deila dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um starfshætti lögreglu og netsölu áfengis er til marks um ósætti á stjórnarheimilinu að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði. „Þetta er bara enn ein staðfestingin á sundrungunni á stjórnarheimilinu. Lengst af hefur togstreitan einkum verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið meiri friður Framsóknarflokksins við samstarfsflokkanna, og þá sérstaklega náið samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. „En þarna kemur ágreiningurinn í ljós, og þetta sýnir okkur það að flokkarnir stilla sér hver með sínum hætti í aðdraganda þingkjörs sem ekki er ýkjalangt í, sama hvernig fer.“ Í byrjun mánaðar sendi heilbrigðsráðherra bréf til fjármálaráðherra þar sem hann lýsti áhyggjum yfir þróun á áfengissölu hér á landi. Í fyrradag sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglunnar vegna netsölunnar. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að hvetja lögreglu eða saksóknara til að hefja sakamálarannsókn. Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar. „Það eru ekki sérstaklega góðir stjórnarhættir að mismunandi ráðuneyti og ráðherrar ríkisstjórnar séu að segja lögreglunni fyrir verkum, og hvað þá með ólíkum og mótsagnakenndum hætti. Það telst ekki til neinnar fyrirmyndarstjórnsýslu eða hefðbundinna starfshátta,“ segir Eiríkur um málið. Pólitískur slagur í grunninn Ágreiningurinn snúist þó ekki bara um starfshætti lögreglu og hvaða mál hún eigi að rannsaka, heldur sé slagurinn pólitískur. „Þessir flokkar hafa mismunandi afstöðu til ríkiseinokunar í áfengissölu. Það hefur alveg legið ljóst fyrir. Allavega Vinstri grænir og ég tel megnið af Framsóknarflokknum hefur verið fylgjandi ríkiseinokun í áfengissölu. Á meðan eru þeir sem hafa vilja opna fyrir einkasölu á áfengi hafa verið flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað augljóst pólitísk átakalína.“ Eiríkur segir ríkisstjórnarflokkana að það sé að reynast ríkisstjórnarflokkunum um megn að ráða niðurlögum málsins með pólitískum hætti. „Og því eru þeir að beita fyrir sér öðrum sviðum ríkisvaldsins til þess að ná sínu fram,“ segir hann. „Það að ríkiseinokun á áfengisölu sé smám saman að brotna upp í þjóðfélaginu vegna einkaaðila á markaði án þess að ríkisvaldið viti í hvorn fótinn það á að stíga. Það segir auðvitað heilmikla sögu um málið. Að þetta mál sé allt í einu komið í eitthvað lagalegt tómarúm sem ríkisstjórnin er algjörlega ófær um að takast á við með pólitískum hætti segir mjög margt.“ Katrín hafi oft haldið pottlokinu á Nú var stundum sagt að Katrín Jakobsdóttir væri límið í þessari ríkisstjórn. Hefur brotthvarf hennar einhver áhrif á þetta? „Það var orðið augljóst að óþolið var farið að magnast verulega innan ríkisstjórnarinnar. En Katrínu hafði tekist að halda pottlokinu á því sem kraumaði undir niðri,“ segir Eiríkur sem bætir við að það að hafi haldið Vinstri grænum rólegum að þeir væru með forsætisráðuneytið. „En það er allt bara að brotna upp þó þessi deila sé milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Þetta er bara enn ein staðfestingin á sundrungunni á stjórnarheimilinu. Lengst af hefur togstreitan einkum verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið meiri friður Framsóknarflokksins við samstarfsflokkanna, og þá sérstaklega náið samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. „En þarna kemur ágreiningurinn í ljós, og þetta sýnir okkur það að flokkarnir stilla sér hver með sínum hætti í aðdraganda þingkjörs sem ekki er ýkjalangt í, sama hvernig fer.“ Í byrjun mánaðar sendi heilbrigðsráðherra bréf til fjármálaráðherra þar sem hann lýsti áhyggjum yfir þróun á áfengissölu hér á landi. Í fyrradag sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglunnar vegna netsölunnar. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að hvetja lögreglu eða saksóknara til að hefja sakamálarannsókn. Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar. „Það eru ekki sérstaklega góðir stjórnarhættir að mismunandi ráðuneyti og ráðherrar ríkisstjórnar séu að segja lögreglunni fyrir verkum, og hvað þá með ólíkum og mótsagnakenndum hætti. Það telst ekki til neinnar fyrirmyndarstjórnsýslu eða hefðbundinna starfshátta,“ segir Eiríkur um málið. Pólitískur slagur í grunninn Ágreiningurinn snúist þó ekki bara um starfshætti lögreglu og hvaða mál hún eigi að rannsaka, heldur sé slagurinn pólitískur. „Þessir flokkar hafa mismunandi afstöðu til ríkiseinokunar í áfengissölu. Það hefur alveg legið ljóst fyrir. Allavega Vinstri grænir og ég tel megnið af Framsóknarflokknum hefur verið fylgjandi ríkiseinokun í áfengissölu. Á meðan eru þeir sem hafa vilja opna fyrir einkasölu á áfengi hafa verið flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað augljóst pólitísk átakalína.“ Eiríkur segir ríkisstjórnarflokkana að það sé að reynast ríkisstjórnarflokkunum um megn að ráða niðurlögum málsins með pólitískum hætti. „Og því eru þeir að beita fyrir sér öðrum sviðum ríkisvaldsins til þess að ná sínu fram,“ segir hann. „Það að ríkiseinokun á áfengisölu sé smám saman að brotna upp í þjóðfélaginu vegna einkaaðila á markaði án þess að ríkisvaldið viti í hvorn fótinn það á að stíga. Það segir auðvitað heilmikla sögu um málið. Að þetta mál sé allt í einu komið í eitthvað lagalegt tómarúm sem ríkisstjórnin er algjörlega ófær um að takast á við með pólitískum hætti segir mjög margt.“ Katrín hafi oft haldið pottlokinu á Nú var stundum sagt að Katrín Jakobsdóttir væri límið í þessari ríkisstjórn. Hefur brotthvarf hennar einhver áhrif á þetta? „Það var orðið augljóst að óþolið var farið að magnast verulega innan ríkisstjórnarinnar. En Katrínu hafði tekist að halda pottlokinu á því sem kraumaði undir niðri,“ segir Eiríkur sem bætir við að það að hafi haldið Vinstri grænum rólegum að þeir væru með forsætisráðuneytið. „En það er allt bara að brotna upp þó þessi deila sé milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira