Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2024 09:30 Mynd frá vettvangi við Reykjanesvirkjun árið 2017. Vísir/GVA Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. Þetta staðfestir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í svarinu segir að nýja verklagið sé öruggara og að sambærilegt verklag sé viðhaft við jarðvarmavinnslu hér á landi. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig „Breytingar voru gerðar á verkferlum fyrirtækisins strax í kjölfar slyssins. Meginbreytingin fólst í því að við niðurdælingu á köldu vatni skal í öllum tilvikum vera ker á milli vatnsveitu og niðurdælingar þannig að tryggt sé að gas geti ekki borist frá holu í vatnsveitulagnir,“ segir í svarinu. HS Orka harmar að banaslysið hafi orðið og segir að verkferlar fyrirtækisins hafi verið endurbættir gagngert til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig. Gerðu samkomulag við aðstandendur Spurð hvort að HS Orka beri ábyrgð á banaslysinu á grunni vanrækslu og gáleysis segir Birna að lögreglurannsókn hafi farið fram og málið látið niður falla. „Líkt og fram kemur í skýrslu Vinnueftirlitsins frá þessum tíma varð röð atvika til þess að skapa þær aðstæður sem leiddu til slyssins,“ segir í svarinu en tryggingafélag fyrirtækisins gerði samkomulag við aðstandendur Osowski um bætur. Ekkert gert áður en það var of seint Eins og greint var frá sagði Jóhannes Helgason, fyrrum rannsakandi Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi að banaslysið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik átti sér stað árið 2013 með sömu borholu en þá virðist sem ekkert hafi verið gert þó að atvikið hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 segir Birna í skriflegu svari sínu að svo virðist sem eitthvað hafi ollið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Eftirlitsaðilar voru upplýstir um það. Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 segir Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Draga lærdóm frá slysinu Í svarinu kemur fram að HS Orka dragi lærdóm frá banaslysinu og að öryggismál séu í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Öryggismál eiga alltaf að vera í forgrunni og því mikilvægt að dreginn sé lærdómur af atburðum sem þessum. Metnaður okkar stendur til þess að vinna ávallt eftir bestu mögulegu öryggisviðmiðum sem þekkjast. Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Þetta staðfestir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í svarinu segir að nýja verklagið sé öruggara og að sambærilegt verklag sé viðhaft við jarðvarmavinnslu hér á landi. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig „Breytingar voru gerðar á verkferlum fyrirtækisins strax í kjölfar slyssins. Meginbreytingin fólst í því að við niðurdælingu á köldu vatni skal í öllum tilvikum vera ker á milli vatnsveitu og niðurdælingar þannig að tryggt sé að gas geti ekki borist frá holu í vatnsveitulagnir,“ segir í svarinu. HS Orka harmar að banaslysið hafi orðið og segir að verkferlar fyrirtækisins hafi verið endurbættir gagngert til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig. Gerðu samkomulag við aðstandendur Spurð hvort að HS Orka beri ábyrgð á banaslysinu á grunni vanrækslu og gáleysis segir Birna að lögreglurannsókn hafi farið fram og málið látið niður falla. „Líkt og fram kemur í skýrslu Vinnueftirlitsins frá þessum tíma varð röð atvika til þess að skapa þær aðstæður sem leiddu til slyssins,“ segir í svarinu en tryggingafélag fyrirtækisins gerði samkomulag við aðstandendur Osowski um bætur. Ekkert gert áður en það var of seint Eins og greint var frá sagði Jóhannes Helgason, fyrrum rannsakandi Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi að banaslysið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik átti sér stað árið 2013 með sömu borholu en þá virðist sem ekkert hafi verið gert þó að atvikið hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 segir Birna í skriflegu svari sínu að svo virðist sem eitthvað hafi ollið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Eftirlitsaðilar voru upplýstir um það. Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 segir Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Draga lærdóm frá slysinu Í svarinu kemur fram að HS Orka dragi lærdóm frá banaslysinu og að öryggismál séu í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Öryggismál eiga alltaf að vera í forgrunni og því mikilvægt að dreginn sé lærdómur af atburðum sem þessum. Metnaður okkar stendur til þess að vinna ávallt eftir bestu mögulegu öryggisviðmiðum sem þekkjast.
Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02