Hin hljóða millistétt Bjarki Ómarsson skrifar 13. júní 2024 14:30 Um þessar mundir standa yfir kjarasamningsviðræður ýmissa stéttarfélaga háskólamenntaðra. Koma þær í kjölfar samninga Breiðfylkingarinnar og SA. Fyrrnefndar samningaviðræður fara ekki hátt í fjölmiðlum og þykja greinilega ekki nógu mikið fréttaefni. Ætla má að áhugaleysi fjölmiðla endurspegli það álit, sem er furðu almennt, að ekki þurfi að hækka launin hjá háskólamenntuðum, sem geti fullvel þegið það sama og aðrir hafa samið um. Þessi hópur fólks myndar kjarnann í millistéttinni og heyrist minnst í þegar kemur að kjarasamningsviðræðum. Þó er það nú þannig að á Íslandi er launamunur milli háskólamenntaðra og ófaglærðra 17%, sem er minnsti munur í samanburðarlöndum. Næst á eftir er Danmörk með 25% mun og þar á eftir Noregur með 36% mun. Þessi munur er talsvert hærri í öðrum löndum og mestur á Ítalíu, 71%. Frá árinu 2000 – 2021 jókst kaupmáttur fólks sem er aðeins með grunnmenntun um 44% en á sama tíma jókst kaupmáttur fólks með meistarapróf úr háskóla einungis um 1%. Hjá verkfræðingum er staðan enn verri því á sama tíma var kaupmáttaraukning þeirra -1%. Kaupmáttur verkfræðinga dróst semsagt saman um 1%. Þessi munur eftir menntunarstigi skýrist að miklu leyti af krónutöluhækkunum síðustu nokkurra kjarasamninga, sem voru vægast sagt óhagstæðir háskólamenntuðum. Háskólamenntun er ekki metin mikils á Íslandi og það letur ungt fólk til náms. Enda skiljanlegt að það vilji ekki stofna til milljóna skulda í námslánum fyrir ekki meiri umbun en þetta. En er það þróun sem við sem samfélag viljum sjá? Það er tími til kominn að háskólamenntaðir láti í sér heyra og sætti sig ekki lengur við að kjör þeirra séu skert öðrum hópum til hagsbóta. Höfundur er í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. (Heimild: Hagstofan og Hagfræðistofnun Íslands). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa yfir kjarasamningsviðræður ýmissa stéttarfélaga háskólamenntaðra. Koma þær í kjölfar samninga Breiðfylkingarinnar og SA. Fyrrnefndar samningaviðræður fara ekki hátt í fjölmiðlum og þykja greinilega ekki nógu mikið fréttaefni. Ætla má að áhugaleysi fjölmiðla endurspegli það álit, sem er furðu almennt, að ekki þurfi að hækka launin hjá háskólamenntuðum, sem geti fullvel þegið það sama og aðrir hafa samið um. Þessi hópur fólks myndar kjarnann í millistéttinni og heyrist minnst í þegar kemur að kjarasamningsviðræðum. Þó er það nú þannig að á Íslandi er launamunur milli háskólamenntaðra og ófaglærðra 17%, sem er minnsti munur í samanburðarlöndum. Næst á eftir er Danmörk með 25% mun og þar á eftir Noregur með 36% mun. Þessi munur er talsvert hærri í öðrum löndum og mestur á Ítalíu, 71%. Frá árinu 2000 – 2021 jókst kaupmáttur fólks sem er aðeins með grunnmenntun um 44% en á sama tíma jókst kaupmáttur fólks með meistarapróf úr háskóla einungis um 1%. Hjá verkfræðingum er staðan enn verri því á sama tíma var kaupmáttaraukning þeirra -1%. Kaupmáttur verkfræðinga dróst semsagt saman um 1%. Þessi munur eftir menntunarstigi skýrist að miklu leyti af krónutöluhækkunum síðustu nokkurra kjarasamninga, sem voru vægast sagt óhagstæðir háskólamenntuðum. Háskólamenntun er ekki metin mikils á Íslandi og það letur ungt fólk til náms. Enda skiljanlegt að það vilji ekki stofna til milljóna skulda í námslánum fyrir ekki meiri umbun en þetta. En er það þróun sem við sem samfélag viljum sjá? Það er tími til kominn að háskólamenntaðir láti í sér heyra og sætti sig ekki lengur við að kjör þeirra séu skert öðrum hópum til hagsbóta. Höfundur er í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. (Heimild: Hagstofan og Hagfræðistofnun Íslands).
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun