Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. júní 2024 15:00 Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem byggir á nýrri hugsun í þjónustu við þennan stækkandi hóp í samfélagi okkar. Áætlunina fékk ég samþykkta á Alþingi í fyrra. Með henni er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, meðal annars með því að gera hana einstaklingsmiðaðri. Jafnframt er áhersla lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsueflingu en með virkni og félagslegri samveru er stuðlað að heilbrigðri öldrun. Tengiráðgjafar eiga að rjúfa einangrun fólks Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna með aukinni félagslegri virkni enda félagsleg einangrun stór áhættuþáttur einmannaleika. Nú hafa sex sveitarfélög hafið þátttöku í spennandi tilraunaverkefni með ráðningu svokallaðra tengiráðgjafa. Hlutverk tengiráðgjafa er að leitast við að rjúfa einangrun eldra fólks með símtölum og heimsóknum og því að finna leiðir til að auka virkni. Það getur verið auðvelt úrlausnar, eins og með því að tengja saman fólk með svipuð áhugamál, eða krafist flóknara samstarfs milli þjónustustofnana. Nærsamfélagið virkjað gegn einmanaleika Tengiráðgjafi þarf að hafa yfirsýn yfir bjargir nærsamfélagsins, sérstaklega þau úrræði sem eru líkleg til að auka félagsleg samskipti viðkvæmra hópa og vinna gegn einmanaleika. Tengiráðgjafi er þannig í góðum tengslum við aðila úr nærsamfélaginu til að nýta sem best þær bjargir sem fyrir eru í nærsamfélaginu, ryðja úr vegi hindrunum á milli mismunandi þjónustuaðila og byggja upp tengingar á milli þjónustuveitenda í sveitarfélaginu. Á flestum stöðum mun þetta fela í sér samtal á milli félagsþjónustu og heilsugæslu, félagasamtaka, trúfélaga, sjálfboðaliðasamtaka o.s.frv. Með þessu er nærumhverfið virkjað til þess að taka betur utan um þau sem eru félagslega einangruð eða einmana. Hlutverk tengiráðgjafa er þannig að stíga inn og finna lausn sem hentar hverjum og einum. Það á að vera Gott að eldast Í minni tíð sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég lagt áherslu á að öll séu með í samfélaginu. Tengiráðgjafarnir munu fjölga tækifærum fyrir margt eldra fólk til félagslegrar virkni, draga úr einangrun og ég hlakka til að sjá hvernig útkoman verður. Það á að vera Gott að eldast. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Eldri borgarar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Sjá meira
Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem byggir á nýrri hugsun í þjónustu við þennan stækkandi hóp í samfélagi okkar. Áætlunina fékk ég samþykkta á Alþingi í fyrra. Með henni er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, meðal annars með því að gera hana einstaklingsmiðaðri. Jafnframt er áhersla lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsueflingu en með virkni og félagslegri samveru er stuðlað að heilbrigðri öldrun. Tengiráðgjafar eiga að rjúfa einangrun fólks Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna með aukinni félagslegri virkni enda félagsleg einangrun stór áhættuþáttur einmannaleika. Nú hafa sex sveitarfélög hafið þátttöku í spennandi tilraunaverkefni með ráðningu svokallaðra tengiráðgjafa. Hlutverk tengiráðgjafa er að leitast við að rjúfa einangrun eldra fólks með símtölum og heimsóknum og því að finna leiðir til að auka virkni. Það getur verið auðvelt úrlausnar, eins og með því að tengja saman fólk með svipuð áhugamál, eða krafist flóknara samstarfs milli þjónustustofnana. Nærsamfélagið virkjað gegn einmanaleika Tengiráðgjafi þarf að hafa yfirsýn yfir bjargir nærsamfélagsins, sérstaklega þau úrræði sem eru líkleg til að auka félagsleg samskipti viðkvæmra hópa og vinna gegn einmanaleika. Tengiráðgjafi er þannig í góðum tengslum við aðila úr nærsamfélaginu til að nýta sem best þær bjargir sem fyrir eru í nærsamfélaginu, ryðja úr vegi hindrunum á milli mismunandi þjónustuaðila og byggja upp tengingar á milli þjónustuveitenda í sveitarfélaginu. Á flestum stöðum mun þetta fela í sér samtal á milli félagsþjónustu og heilsugæslu, félagasamtaka, trúfélaga, sjálfboðaliðasamtaka o.s.frv. Með þessu er nærumhverfið virkjað til þess að taka betur utan um þau sem eru félagslega einangruð eða einmana. Hlutverk tengiráðgjafa er þannig að stíga inn og finna lausn sem hentar hverjum og einum. Það á að vera Gott að eldast Í minni tíð sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég lagt áherslu á að öll séu með í samfélaginu. Tengiráðgjafarnir munu fjölga tækifærum fyrir margt eldra fólk til félagslegrar virkni, draga úr einangrun og ég hlakka til að sjá hvernig útkoman verður. Það á að vera Gott að eldast. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun