Aðför að ungmennum (Í minningu Hamarsins) Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 13. júní 2024 17:01 Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. Ákvörðunin um lokun Hamarsins var tekin af meirihluta fjölskylduráðs og fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 29. maí sl. Tillagan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og hafði ekki verið kynnt nokkrum manni utan stjórnkerfis bæjarins og meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn. Lokuninni er pakkað inn í víðfeðmari skipulagsbreytingar sem snúa m.a. að því að sameina tómstundastarf fatlaðra og ófatlaðra ungmenna. Skipulagsbreytingar sem hafa ekki verið unnar í neinu samráði við fagfólk, notendur eða minnihluta bæjarstjórnar. Ástæðurnar fyrir lokun Hamarsins eru, að því er virðist, engar. Þær eru hið minnsta ekki að finna í neinum opinberum gögnum. Í minnisblaði sem ákvörðunin byggir á kemur ekkert fram um ástæður lokunarinnar og bæjaryfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að rökstyðja hana með nokkrum hætti, hvorki gagnvart okkur starfsfólki né þeim fjölmörgu ungmennum sem sækja þjónustu Hamarsins. Ákvörðunin virðist hafa verið tekin í algjöru tómarúmi; án samráðs við starfsfólk og notendur og án þess að nokkur greining eða skoðun á starfseminni hafi farið fram. Eftir standa notendur og starfsfólk með spurningar, getgátur og kenningar um það hvaða hvatar gætu hafa legið að baki þessari aðför að ungmennum í Hafnarfirði. Út með útlendinga? Ég á margar góðar minningar úr starfi mínu í Hamrinum. Ein þeirra varð til síðastliðinn vetur þegar ég tók að mér aukavakt á mánudagskvöldi í febrúar. Mánudagskvöld voru tileinkuð Handavinnu-Hamrinum, verkefni sem snerist um að halda utan um hóp ungmenna sem höfðu gaman af eða vildu læra handavinnu. Undir kertaljósinu þetta kvöld sat ég, sem hafði varla snert prjóna síðan á unglingsaldri, og reyndi eftir fremsta megni að kenna stúlku, sem hafði nýlega komið hingað til lands frá Sómalíu, að prjóna. Stúlkan hafði valið að prjóna íslenska lopapeysu og í Hamrinum fékk hún tækifæri til að láta það verða að veruleika, í góðum hópi bæði íslenskra og aðfluttra jafningja. Þetta voru töfrarnir við ungmennahúsið Hamarinn. Hjá okkur gátu öll ungmenni, óháð stöðu og bakgrunni, fundið samastað og notið sín á sínum eigin forsendum. Hamarinn náði góðum árangri í að ná til jaðarsettra ungmenna, veita þeim sjálfstraust og virkja til samfélagsþátttöku. Þessi árangur virðist þó ekki hafa fallið í kramið hjá æðstu stjórnendum Hafnarfjarðarbæjar og meirihluta bæjarstjórnar. Sá sem hér skrifar hefur ítrekað orðið var við orðróma innan úr herbúðum meirihlutans í bæjarstjórn um að í Hamrinum séu ekkert nema útlendingar. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir gekk langt í að staðfesta þessa afstöðu meirihlutans á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní sl., þegar hún opinberaði þá skoðun sína að setja ætti á laggirnar sérstakt úrræði á vegum ríkisins fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Má rekja niðurlagningu Hamarsins til útlendingaandúðar meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Við vitum það ekki. Það eina sem við höfum í höndunum eru uppsagnarbréf og getgátur. Ýmsar aðrar getgátur eru á sveimi, t.a.m. er snúa að húsnæðismálum. Sveitarfélagið hafi lent í vandræðum með því að hafa tekið í rekstur allt of stór húsnæði við Selhellu og í gamla Lækjarskóla og skítareddingin sé sú að skipta ungmennahúsinu Hamrinum í tvennt og koma starfseminni fyrir þar. Skipulagsbreytingar vegna húsnæðismála réttláta þó ekki að stofnun sé lögð niður og starfsfólki sagt upp, svo sú skýring verður að teljast hæpin. Þriðja skýringin, e.t.v. sú galnasta af þeim öllum, er að meirihluti bæjarstjórnar hafi með þessari ákvörðun viljað losa sig við ákveðna starfsmenn sem honum er ekki þóknanlegur af pólitískum ástæðum. Þá hugsun vil ég helst ekki hugsa til enda. Fagþekkingu kastað á glæ Í yfirlýsingu frá stjórn og starfsfólki Samfés, landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, segir að það hafi verið „aðdáunarvert að fylgjast með faglegri þróun á starfi [Hamarsins] sem hefur verið fordæmisgefandi fyrir önnur ungmennahús á landinu.“ Enn fremur segir að þegar Samfés hafi fengið heimsóknir frá erlendum fagaðilum „hafa þau iðulega óskað sérstaklega eftir að fá kynningu á starfsemi þessa ungmennahúss,“ og að Hamarinn hafi „getið sér gott orðspor hér heima við og á erlendri grundu fyrir framsækið og metnaðarfullt starf í þágu ungmenna.“ Þá segir að nái þessi ákvörðun fram að ganga sé „ljóst að mikil fagþekking og reynsla af starfi með börnum og ungmennum tapist og er það ekki einungis missir fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði heldur allan tómstunda- og frístundavettvanginn á landsvísu.“ Þrátt fyrir varnaðarorð Samfés, mótmæli hafnfirskra ungmenna og örvæntingarfull og persónuleg bréf til bæjarstjórnar frá notendum Hamarsins, ákvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að fella tillögu Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní um að draga ákvörðunina um lokun Hamarsins til baka. Ungmennahúsinu verður því lokað frá og með 15. ágúst nk. og alls ekkert liggur fyrir um hvers konar þjónusta tekur við fyrir hafnfirsk ungmenni eða hvar hún verður til húsa. Höfundur er starfsmaður Hamarsins ungmennahúss til fimm ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. Ákvörðunin um lokun Hamarsins var tekin af meirihluta fjölskylduráðs og fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 29. maí sl. Tillagan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og hafði ekki verið kynnt nokkrum manni utan stjórnkerfis bæjarins og meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn. Lokuninni er pakkað inn í víðfeðmari skipulagsbreytingar sem snúa m.a. að því að sameina tómstundastarf fatlaðra og ófatlaðra ungmenna. Skipulagsbreytingar sem hafa ekki verið unnar í neinu samráði við fagfólk, notendur eða minnihluta bæjarstjórnar. Ástæðurnar fyrir lokun Hamarsins eru, að því er virðist, engar. Þær eru hið minnsta ekki að finna í neinum opinberum gögnum. Í minnisblaði sem ákvörðunin byggir á kemur ekkert fram um ástæður lokunarinnar og bæjaryfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að rökstyðja hana með nokkrum hætti, hvorki gagnvart okkur starfsfólki né þeim fjölmörgu ungmennum sem sækja þjónustu Hamarsins. Ákvörðunin virðist hafa verið tekin í algjöru tómarúmi; án samráðs við starfsfólk og notendur og án þess að nokkur greining eða skoðun á starfseminni hafi farið fram. Eftir standa notendur og starfsfólk með spurningar, getgátur og kenningar um það hvaða hvatar gætu hafa legið að baki þessari aðför að ungmennum í Hafnarfirði. Út með útlendinga? Ég á margar góðar minningar úr starfi mínu í Hamrinum. Ein þeirra varð til síðastliðinn vetur þegar ég tók að mér aukavakt á mánudagskvöldi í febrúar. Mánudagskvöld voru tileinkuð Handavinnu-Hamrinum, verkefni sem snerist um að halda utan um hóp ungmenna sem höfðu gaman af eða vildu læra handavinnu. Undir kertaljósinu þetta kvöld sat ég, sem hafði varla snert prjóna síðan á unglingsaldri, og reyndi eftir fremsta megni að kenna stúlku, sem hafði nýlega komið hingað til lands frá Sómalíu, að prjóna. Stúlkan hafði valið að prjóna íslenska lopapeysu og í Hamrinum fékk hún tækifæri til að láta það verða að veruleika, í góðum hópi bæði íslenskra og aðfluttra jafningja. Þetta voru töfrarnir við ungmennahúsið Hamarinn. Hjá okkur gátu öll ungmenni, óháð stöðu og bakgrunni, fundið samastað og notið sín á sínum eigin forsendum. Hamarinn náði góðum árangri í að ná til jaðarsettra ungmenna, veita þeim sjálfstraust og virkja til samfélagsþátttöku. Þessi árangur virðist þó ekki hafa fallið í kramið hjá æðstu stjórnendum Hafnarfjarðarbæjar og meirihluta bæjarstjórnar. Sá sem hér skrifar hefur ítrekað orðið var við orðróma innan úr herbúðum meirihlutans í bæjarstjórn um að í Hamrinum séu ekkert nema útlendingar. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir gekk langt í að staðfesta þessa afstöðu meirihlutans á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní sl., þegar hún opinberaði þá skoðun sína að setja ætti á laggirnar sérstakt úrræði á vegum ríkisins fyrir ungmenni af erlendum uppruna. Má rekja niðurlagningu Hamarsins til útlendingaandúðar meirihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Við vitum það ekki. Það eina sem við höfum í höndunum eru uppsagnarbréf og getgátur. Ýmsar aðrar getgátur eru á sveimi, t.a.m. er snúa að húsnæðismálum. Sveitarfélagið hafi lent í vandræðum með því að hafa tekið í rekstur allt of stór húsnæði við Selhellu og í gamla Lækjarskóla og skítareddingin sé sú að skipta ungmennahúsinu Hamrinum í tvennt og koma starfseminni fyrir þar. Skipulagsbreytingar vegna húsnæðismála réttláta þó ekki að stofnun sé lögð niður og starfsfólki sagt upp, svo sú skýring verður að teljast hæpin. Þriðja skýringin, e.t.v. sú galnasta af þeim öllum, er að meirihluti bæjarstjórnar hafi með þessari ákvörðun viljað losa sig við ákveðna starfsmenn sem honum er ekki þóknanlegur af pólitískum ástæðum. Þá hugsun vil ég helst ekki hugsa til enda. Fagþekkingu kastað á glæ Í yfirlýsingu frá stjórn og starfsfólki Samfés, landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, segir að það hafi verið „aðdáunarvert að fylgjast með faglegri þróun á starfi [Hamarsins] sem hefur verið fordæmisgefandi fyrir önnur ungmennahús á landinu.“ Enn fremur segir að þegar Samfés hafi fengið heimsóknir frá erlendum fagaðilum „hafa þau iðulega óskað sérstaklega eftir að fá kynningu á starfsemi þessa ungmennahúss,“ og að Hamarinn hafi „getið sér gott orðspor hér heima við og á erlendri grundu fyrir framsækið og metnaðarfullt starf í þágu ungmenna.“ Þá segir að nái þessi ákvörðun fram að ganga sé „ljóst að mikil fagþekking og reynsla af starfi með börnum og ungmennum tapist og er það ekki einungis missir fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði heldur allan tómstunda- og frístundavettvanginn á landsvísu.“ Þrátt fyrir varnaðarorð Samfés, mótmæli hafnfirskra ungmenna og örvæntingarfull og persónuleg bréf til bæjarstjórnar frá notendum Hamarsins, ákvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að fella tillögu Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi þann 5. júní um að draga ákvörðunina um lokun Hamarsins til baka. Ungmennahúsinu verður því lokað frá og með 15. ágúst nk. og alls ekkert liggur fyrir um hvers konar þjónusta tekur við fyrir hafnfirsk ungmenni eða hvar hún verður til húsa. Höfundur er starfsmaður Hamarsins ungmennahúss til fimm ára.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun