Grunur um mansal á Gríska húsinu Lovísa Arnardóttir og Árni Sæberg skrifa 13. júní 2024 15:52 Lögregla ræddi við mögulega þolendur og lagði hald á muni og gögn. Vísir/Sigurjón Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins. Fram kom í fréttum fyrr í dag að minnst fimm lögreglumenn hafi verið að störfum við og inni á veitingastaðnum ásamt fíkniefnaleitarhundi. Einnig hafi verið á staðnum fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar á svæðinu. „Við erum enn að vinna málið. Við erum að fylgja eftir grun um að það kunni að vera þolendur mansals,“ segir Grímur og að það sé þá tengt vinnumansali. „Það fór með okkur starfsmaður frá Skattinum. Við erum að fylgja eftir ábendingu sem við fengum þaðan þar að lútandi.“ Buðu mögulegum þolendum aðstoð Grímur segir fjölmennt lið lögreglu hafa þurft á staðinn vegna þess að bæði hafi lögregla lagt hald ýmsa hluti á vettvangi en einnig hafi þurft að ræða við mögulega þolendur mansals til að bjóða þeim aðstoð. „Til að kanna hvort að þeir sem að grunur leikur á að séu þolendur mansals vilji þiggja einhverja aðstoð, sem slíkir. Það er ekki alltaf sem það er. Þó okkur gruni einhvers konar undirboð.“ Gríska húsið er veitingastaður sem hefur verið rekinn við Laugaveg 35 í nokkur ár. Zakaria Handawi er skráður eigandi fyrirtækisins á vef Skattsins. Fimm staðir án leyfis Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í dag og rannsókn lúti meðal annars að því að því að kanna hlut hvers og eins í málinu. Þar segir einnig frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn hafi nýverið farið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo hafi reynst vera í flestum tilvikum, en fjórir staðir hafi þó verið án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn hafi jafnframt reynst ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið hafi einnig komið í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning lögreglu barst. Veitingastaðir Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Fram kom í fréttum fyrr í dag að minnst fimm lögreglumenn hafi verið að störfum við og inni á veitingastaðnum ásamt fíkniefnaleitarhundi. Einnig hafi verið á staðnum fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar á svæðinu. „Við erum enn að vinna málið. Við erum að fylgja eftir grun um að það kunni að vera þolendur mansals,“ segir Grímur og að það sé þá tengt vinnumansali. „Það fór með okkur starfsmaður frá Skattinum. Við erum að fylgja eftir ábendingu sem við fengum þaðan þar að lútandi.“ Buðu mögulegum þolendum aðstoð Grímur segir fjölmennt lið lögreglu hafa þurft á staðinn vegna þess að bæði hafi lögregla lagt hald ýmsa hluti á vettvangi en einnig hafi þurft að ræða við mögulega þolendur mansals til að bjóða þeim aðstoð. „Til að kanna hvort að þeir sem að grunur leikur á að séu þolendur mansals vilji þiggja einhverja aðstoð, sem slíkir. Það er ekki alltaf sem það er. Þó okkur gruni einhvers konar undirboð.“ Gríska húsið er veitingastaður sem hefur verið rekinn við Laugaveg 35 í nokkur ár. Zakaria Handawi er skráður eigandi fyrirtækisins á vef Skattsins. Fimm staðir án leyfis Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í dag og rannsókn lúti meðal annars að því að því að kanna hlut hvers og eins í málinu. Þar segir einnig frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn hafi nýverið farið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo hafi reynst vera í flestum tilvikum, en fjórir staðir hafi þó verið án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn hafi jafnframt reynst ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið hafi einnig komið í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning lögreglu barst.
Veitingastaðir Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira