Helgi Guðjónss.: Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá Árni Jóhannsson skrifar 13. júní 2024 21:37 Helgi Guðjónsson lagði upp tvö mörk í kvöld og finnst hann finna sig vel á kantinum. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Helgi Guðjónsson var einn af þeim leikmönnum Víkings sem hafði hvað mest áhrif á útkomu leiks þeirra gegn Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Hann lagði upp tvö mörk í 3-1 sigri og var ánægður með dagsverkið. „Það er bara hrikalega sætt að ná að klára þetta“, sagði Helgi þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri skömmu eftir leik en Víkingur virðist ekki kunna að tapa í bikarnum. „Við byrjuðum ekkert spes, það var smá bras í byrjun en síðan var bara gott að klára þetta og vera komnir í fjögurra liða úrslit.“ Helgi var spurður hvað hann væri sáttastur með eftir leikinn. „Bara að ná að komast í 2-0 þó við værum ekkert spes í fyrri hálfleik. Þeir voru lágt niðri og það tók smá tíma að brjóta þá niður. Að ná að fara inn í hálfleik í 2-0 var fjári sterkt fyrir seinni hálfleikinn.“ Helgi er kannski þekktari fyrir að pota boltanum í netið en í kvöld var það hann sem var í gjafastuði og lagði upp mörk tvö og þrjú. Hann var spurður að því hvernig hann var að finna sig í kvöld. „Þessi staða á kantinum hentar mér mjög vel vegna fyrirgjafanna. Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá þannig að það er þeirra að mæta inn í eins og það er mitt að hitta á þá.“ Víkingur hafði mjög góð tök á leiknum þegar þeir voru komnir yfir en er það þá ekki erfitt að halda einbeitingu í allar 90 mínúturnar þegar andstæðingurinn virðist ekki geta ógnað liðinu að ráði. „Já, en það er mikilvægt að halda haus og ekki gefa þeim von eins og kom kannski þarna í lokin. Þess vegna var svo mikilvægt að ná þriðja markinu í seinni hálfleik. Það rotaði leikinn fannst mér og kom í veg fyrir að þessi leikur færi í eitthvað kaos í lokin.“ Það er skammt stórra högga á milli en strax eftir helgi er leikur við Val hjá Víkingum. Hvernig fannst Helga frammistaðan í kvöld ríma við það sem Víkingur sér fyrir sér í þeim leik. „Bara fínt. Menn eru að koma sprækir eftir smá frí og við þurfum bara að vera klárir í stórleikinn á þriðjudaginn.“ Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
„Það er bara hrikalega sætt að ná að klára þetta“, sagði Helgi þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri skömmu eftir leik en Víkingur virðist ekki kunna að tapa í bikarnum. „Við byrjuðum ekkert spes, það var smá bras í byrjun en síðan var bara gott að klára þetta og vera komnir í fjögurra liða úrslit.“ Helgi var spurður hvað hann væri sáttastur með eftir leikinn. „Bara að ná að komast í 2-0 þó við værum ekkert spes í fyrri hálfleik. Þeir voru lágt niðri og það tók smá tíma að brjóta þá niður. Að ná að fara inn í hálfleik í 2-0 var fjári sterkt fyrir seinni hálfleikinn.“ Helgi er kannski þekktari fyrir að pota boltanum í netið en í kvöld var það hann sem var í gjafastuði og lagði upp mörk tvö og þrjú. Hann var spurður að því hvernig hann var að finna sig í kvöld. „Þessi staða á kantinum hentar mér mjög vel vegna fyrirgjafanna. Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá þannig að það er þeirra að mæta inn í eins og það er mitt að hitta á þá.“ Víkingur hafði mjög góð tök á leiknum þegar þeir voru komnir yfir en er það þá ekki erfitt að halda einbeitingu í allar 90 mínúturnar þegar andstæðingurinn virðist ekki geta ógnað liðinu að ráði. „Já, en það er mikilvægt að halda haus og ekki gefa þeim von eins og kom kannski þarna í lokin. Þess vegna var svo mikilvægt að ná þriðja markinu í seinni hálfleik. Það rotaði leikinn fannst mér og kom í veg fyrir að þessi leikur færi í eitthvað kaos í lokin.“ Það er skammt stórra högga á milli en strax eftir helgi er leikur við Val hjá Víkingum. Hvernig fannst Helga frammistaðan í kvöld ríma við það sem Víkingur sér fyrir sér í þeim leik. „Bara fínt. Menn eru að koma sprækir eftir smá frí og við þurfum bara að vera klárir í stórleikinn á þriðjudaginn.“
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30