Málsvari minksins Lárus Karl Arnbjarnarson skrifar 14. júní 2024 12:01 Nýverið ákvað matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum til eins árs, dýraverndunarsinnum til mikillar gremju enda eru langreyðar eru taldar fallegar og skaðlausar skepnur. Þökk sé þessum eiginleikum flykkjast dýraverndunarsinnar að langreyðum og öðrum hvalategundum, ólmir í að verja þær frá vondu hvalveiðimönnunum. Því miður eru fæstar dýrategundir svo heppnar. Hugmyndir um dýravelferð virðast helst byggjast á hversu krúttlegt, tignarlegt eða saklaust dýrið sé. Auðvelt er að fá fólk til að tárast yfir myndum af illa förnum kúm í verksmiðjufjósi eða reiðast yfir myndum af skælbrosandi veiðimönnum í Afríku, standandi yfir nýfelldri bráð. Hvað þá með þær dýrategundir sem ekki teljast krúttlegar, tignarlegar eða saklausar? Til er spendýrategund hér á landi, sem mögulega væri hægt að kalla krúttlega… þegar hún er ekki með hálfdauða andarunga í kjaftinum. Hún er þó hvorki tignarleg né saklaus og er veidd með grimmilegri aðferðum en nokkurt annað villt spendýr í íslenskri náttúru. Það er minkurinn. Minkurinn er vissulega aðflutt tegund sem getur valdið umhverfi sínu skaða. Jafnframt eru þær aðferðir sem notaðar eru við minkaveiðar nauðsynlegar til að halda stofninum niðri, þó grimmlegar séu. Slík rök virðast þó almennt ekki skipta dýraverndunarsinna mái enda er alltaf ljótt þegar krúttleg, tignarleg eða sakleysisleg dýr eru drepin. Í tilfelli minksins eru dýraverndunarsinnar þó þöglir sem gröfin. Myndir af dauðum langreyðum vekja óhug og sorg, myndböndum af hundum að rífa minka á hol er mætt af kæruleysi. Minkurinn, eins óþolandi og hann er, ætti að eiga sér málsvara. Í millitíðinni munu orð Georges Orwell úr bókinni Dýrabær (1945): ,,Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur,” eiga vel við um baráttu dýraverndunarsinna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Hvalveiðar Loðdýrarækt Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið ákvað matvælaráðherra að leyfa veiðar á langreyðum til eins árs, dýraverndunarsinnum til mikillar gremju enda eru langreyðar eru taldar fallegar og skaðlausar skepnur. Þökk sé þessum eiginleikum flykkjast dýraverndunarsinnar að langreyðum og öðrum hvalategundum, ólmir í að verja þær frá vondu hvalveiðimönnunum. Því miður eru fæstar dýrategundir svo heppnar. Hugmyndir um dýravelferð virðast helst byggjast á hversu krúttlegt, tignarlegt eða saklaust dýrið sé. Auðvelt er að fá fólk til að tárast yfir myndum af illa förnum kúm í verksmiðjufjósi eða reiðast yfir myndum af skælbrosandi veiðimönnum í Afríku, standandi yfir nýfelldri bráð. Hvað þá með þær dýrategundir sem ekki teljast krúttlegar, tignarlegar eða saklausar? Til er spendýrategund hér á landi, sem mögulega væri hægt að kalla krúttlega… þegar hún er ekki með hálfdauða andarunga í kjaftinum. Hún er þó hvorki tignarleg né saklaus og er veidd með grimmilegri aðferðum en nokkurt annað villt spendýr í íslenskri náttúru. Það er minkurinn. Minkurinn er vissulega aðflutt tegund sem getur valdið umhverfi sínu skaða. Jafnframt eru þær aðferðir sem notaðar eru við minkaveiðar nauðsynlegar til að halda stofninum niðri, þó grimmlegar séu. Slík rök virðast þó almennt ekki skipta dýraverndunarsinna mái enda er alltaf ljótt þegar krúttleg, tignarleg eða sakleysisleg dýr eru drepin. Í tilfelli minksins eru dýraverndunarsinnar þó þöglir sem gröfin. Myndir af dauðum langreyðum vekja óhug og sorg, myndböndum af hundum að rífa minka á hol er mætt af kæruleysi. Minkurinn, eins óþolandi og hann er, ætti að eiga sér málsvara. Í millitíðinni munu orð Georges Orwell úr bókinni Dýrabær (1945): ,,Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur,” eiga vel við um baráttu dýraverndunarsinna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun