Brenna landnámsbæ til kaldra kola í tilraunaskyni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 14:17 Samkvæmt Landnámu og Eiríks sögu rauða bjuggu Eiríkur rauði Þorvaldsson og kona hans Þjóðhildur Jörundardóttir á Eiríksstöðum í Haukadal. Vísir/Vilhelm Haldin verður eldhátíð á Eiríksstöðum í Haukadal frá þeim fimmta júlí til sjöunda og er þétt dagskrá af alls konar eld- og víkingatengdum uppákomum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir umsjónaraðili á Eiríksstöðum segir hátíðina tileinkaða eldi og tilraunafornleifafræði. Aðaldagskrárliðurinn og meginverkefni hátíðarinnar, að sögn Bjarnheiðar, er rannsókn á því hvernig torfhús brenna. Frásagnir Íslendingasagnanna af Flugumýrabrennu og Njálsbrennu gefi til kynna ákveðnar athafnir eða verkferla í kringum þá bardagaaðferð að brenna menn inni sem vert sé að rannsaka. Starfsmenn Eiríksstaða fóru á námskeið hjá Fornverkaskólanum til að læra að byggja úr torfi og viðhalda því.Eiríksstaðir „Menn virðast hafa byrjað á því að kveikja í húsinu utan frá og síðan farið að skeggræða við íbúana um hverjum ætti að hlífa og hverjir ættu að farast,“ segir Bjarnheiður. Smækkuð útgáfa landnámsbæjarins brennd Í tilraunaskyni verður því langhús reist úr torfi, smækkuð útgáfa af Eiríksstöðum, í vikunni fyrir brennuna sem verður síðan kveikt í. Þegar sé byrjað að skera torf fyrir torfbæinn skammlífa. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Eiríksstaða og Hurstwic, bandarískra samtaka víkingaáhugamanna. „Þetta er hópur af „ofurvíkinganördum“ sem eru búnir að vera að rannsaka alls konar hluti tengda bardögum og vopnum,“ segir Bjarnheiður. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Worcester Polytechnic Institute, bandarískum háskóla sem sérhæfir sig í brunavörnum. „Þetta verður mikið ævintýri, mikil vinna og svo verður til úr þessu þekking sem er ekki til í dag,“ segir Bjarnheiður. Tignir gestir Á svæðinu verður einnig bandarískur málfræðingur að nafni Jackson Crawford sem sérhæfir sig í forníslensku og forníslenskum bókmenntum. Hann heldur uppi rás á YouTube þar sem hann hleður upp fræðsluefni tengdu Íslendingasögum og eddukvæðunum ásamt fleiru. Hann hefur einnig kennt fornmálið í bandarískum háskólum ásamt því að vera mikill Íslandsvinur og tíður gestur hér á landi. Hurstwic-félagið hefur upp á síðkastið gert smærri tilraunir með eld í dyrakörmum og veggbútum í Bandaríkjunum.Hurstwic „Hann ætlar að taka á móti gestum í langhúsinu og miðla einhverju af sínum upplýsingum sem er fyrst og fremst forníslenska og forníslenskar bókmenntir,“ segir Bjarnheiður. Þá kemur einnig James Austin sem er þekktur járnsmiður. Hann hefur lengi unnið að því að endurgera tæki, tól og vopn frá víkingatímanum og hefur gert það í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Hann fær þrívíddarskönnuð vopn sem hann smíðar svo í smiðju sinni. Tilraunaleirvinnsla Leirverkstæði verður einnig aðgengilegt gestum þar sem íslenskur leir verður unnin í ílát af ýmsu tagi. Bjarnheiður segir allar líkur á því að forfeður okkar hafi unnið leir sér til gagns en leirföng finnast ekki í fornleifauppgröftum. Leirgerðin á Eiríksstöðum verði því einnig eins konar rannsókn á því hvernig standi á því að aldrei finnist neinn leir. Gestir munu geta fylgst með og gert sína eigin hluti úr leir, fengið að slá á járnið hjá James og fræðst um bókmenntaarfinn okkar hjá Jackson. Þá verða föt lituð, flatbrauð bakað að hætti forfeðra okkar og -mæðra og alls konar víkingaaldargaman. Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu Hurstwic-félagsins hér. Söfn Dalabyggð Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Aðaldagskrárliðurinn og meginverkefni hátíðarinnar, að sögn Bjarnheiðar, er rannsókn á því hvernig torfhús brenna. Frásagnir Íslendingasagnanna af Flugumýrabrennu og Njálsbrennu gefi til kynna ákveðnar athafnir eða verkferla í kringum þá bardagaaðferð að brenna menn inni sem vert sé að rannsaka. Starfsmenn Eiríksstaða fóru á námskeið hjá Fornverkaskólanum til að læra að byggja úr torfi og viðhalda því.Eiríksstaðir „Menn virðast hafa byrjað á því að kveikja í húsinu utan frá og síðan farið að skeggræða við íbúana um hverjum ætti að hlífa og hverjir ættu að farast,“ segir Bjarnheiður. Smækkuð útgáfa landnámsbæjarins brennd Í tilraunaskyni verður því langhús reist úr torfi, smækkuð útgáfa af Eiríksstöðum, í vikunni fyrir brennuna sem verður síðan kveikt í. Þegar sé byrjað að skera torf fyrir torfbæinn skammlífa. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Eiríksstaða og Hurstwic, bandarískra samtaka víkingaáhugamanna. „Þetta er hópur af „ofurvíkinganördum“ sem eru búnir að vera að rannsaka alls konar hluti tengda bardögum og vopnum,“ segir Bjarnheiður. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Worcester Polytechnic Institute, bandarískum háskóla sem sérhæfir sig í brunavörnum. „Þetta verður mikið ævintýri, mikil vinna og svo verður til úr þessu þekking sem er ekki til í dag,“ segir Bjarnheiður. Tignir gestir Á svæðinu verður einnig bandarískur málfræðingur að nafni Jackson Crawford sem sérhæfir sig í forníslensku og forníslenskum bókmenntum. Hann heldur uppi rás á YouTube þar sem hann hleður upp fræðsluefni tengdu Íslendingasögum og eddukvæðunum ásamt fleiru. Hann hefur einnig kennt fornmálið í bandarískum háskólum ásamt því að vera mikill Íslandsvinur og tíður gestur hér á landi. Hurstwic-félagið hefur upp á síðkastið gert smærri tilraunir með eld í dyrakörmum og veggbútum í Bandaríkjunum.Hurstwic „Hann ætlar að taka á móti gestum í langhúsinu og miðla einhverju af sínum upplýsingum sem er fyrst og fremst forníslenska og forníslenskar bókmenntir,“ segir Bjarnheiður. Þá kemur einnig James Austin sem er þekktur járnsmiður. Hann hefur lengi unnið að því að endurgera tæki, tól og vopn frá víkingatímanum og hefur gert það í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Hann fær þrívíddarskönnuð vopn sem hann smíðar svo í smiðju sinni. Tilraunaleirvinnsla Leirverkstæði verður einnig aðgengilegt gestum þar sem íslenskur leir verður unnin í ílát af ýmsu tagi. Bjarnheiður segir allar líkur á því að forfeður okkar hafi unnið leir sér til gagns en leirföng finnast ekki í fornleifauppgröftum. Leirgerðin á Eiríksstöðum verði því einnig eins konar rannsókn á því hvernig standi á því að aldrei finnist neinn leir. Gestir munu geta fylgst með og gert sína eigin hluti úr leir, fengið að slá á járnið hjá James og fræðst um bókmenntaarfinn okkar hjá Jackson. Þá verða föt lituð, flatbrauð bakað að hætti forfeðra okkar og -mæðra og alls konar víkingaaldargaman. Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu Hurstwic-félagsins hér.
Söfn Dalabyggð Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira