„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 21:38 Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Vísir/Bjarni Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti en þá hafði hann logað í um níu klukkutíma. Um nóttina fengu eigendur verslana í Kringlunni að vitja eigna sinna og skoða hvernig ástandið var. Mikið vatn hafði streymt inn í verslunarmiðstöðina og enn var mikill reykur þar inni. Tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna brunans og vatnsskemmda. Dagurinn í dag fór í að lofta út, meta tjón og bjarga því sem bjarga má. Þegar fréttastofa leit við í dag var enn mikil brunalykt þar inni, þá einna helst um miðbik Kringlunnar, en bruninn varð í þakinu þar. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir tryggingafélögin nú meta tjón og aðstæður. Frá aðgerðum við Kringluna í dagVísir/Viktor „Það má alveg gera ráð fyrir því að það sé töluvert meira tjón varðandi reykinn og lyktina og annað. Mögulega vatnstjón. Þannig við eigum eftir að meta það en semsagt tíu altjón,“ segir Baldvina. Kringlan var rýmd í gær og lokuð í dag. Á morgun verður einnig lokað en stefnt er á að opna hluta verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu að eldurinn hafi getað breitt mun meira úr sér en raun bar vitni. „Guð minn góður, mér finnst þetta alveg nógu slæmt eins og þetta var. Það var ótrúlegt afrek hjá slökkviliðinu að ná þannig séð fljótt tökum á eldinum. Þegar eldur brýst út í svona þaki þá getur hann læðst og verið fljótur að breiðast út. Húsið er líka þannig byggt að það eru hólf sem er ekki auðvelt að brjótast í gegnum. Það bjargaði mjög miklu. Það fór betur en á horfðist á tímabili,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri KringlunnarVísir/Bjarni Verslunin Gallerí 17 kom hvað verst út úr brunanum. „Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð lengra en tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Gallerí sautján kom hvað verst út úr brunanum.Vísir/Viktor Loftið í versluninni er að hruni komið vegna vatnsskemmda. „Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna lausnir á því hvernig næstu skref eru,“ segir Svava. Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti en þá hafði hann logað í um níu klukkutíma. Um nóttina fengu eigendur verslana í Kringlunni að vitja eigna sinna og skoða hvernig ástandið var. Mikið vatn hafði streymt inn í verslunarmiðstöðina og enn var mikill reykur þar inni. Tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna brunans og vatnsskemmda. Dagurinn í dag fór í að lofta út, meta tjón og bjarga því sem bjarga má. Þegar fréttastofa leit við í dag var enn mikil brunalykt þar inni, þá einna helst um miðbik Kringlunnar, en bruninn varð í þakinu þar. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir tryggingafélögin nú meta tjón og aðstæður. Frá aðgerðum við Kringluna í dagVísir/Viktor „Það má alveg gera ráð fyrir því að það sé töluvert meira tjón varðandi reykinn og lyktina og annað. Mögulega vatnstjón. Þannig við eigum eftir að meta það en semsagt tíu altjón,“ segir Baldvina. Kringlan var rýmd í gær og lokuð í dag. Á morgun verður einnig lokað en stefnt er á að opna hluta verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu að eldurinn hafi getað breitt mun meira úr sér en raun bar vitni. „Guð minn góður, mér finnst þetta alveg nógu slæmt eins og þetta var. Það var ótrúlegt afrek hjá slökkviliðinu að ná þannig séð fljótt tökum á eldinum. Þegar eldur brýst út í svona þaki þá getur hann læðst og verið fljótur að breiðast út. Húsið er líka þannig byggt að það eru hólf sem er ekki auðvelt að brjótast í gegnum. Það bjargaði mjög miklu. Það fór betur en á horfðist á tímabili,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri KringlunnarVísir/Bjarni Verslunin Gallerí 17 kom hvað verst út úr brunanum. „Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð lengra en tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Gallerí sautján kom hvað verst út úr brunanum.Vísir/Viktor Loftið í versluninni er að hruni komið vegna vatnsskemmda. „Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna lausnir á því hvernig næstu skref eru,“ segir Svava.
Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira