„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 21:38 Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Vísir/Bjarni Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti en þá hafði hann logað í um níu klukkutíma. Um nóttina fengu eigendur verslana í Kringlunni að vitja eigna sinna og skoða hvernig ástandið var. Mikið vatn hafði streymt inn í verslunarmiðstöðina og enn var mikill reykur þar inni. Tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna brunans og vatnsskemmda. Dagurinn í dag fór í að lofta út, meta tjón og bjarga því sem bjarga má. Þegar fréttastofa leit við í dag var enn mikil brunalykt þar inni, þá einna helst um miðbik Kringlunnar, en bruninn varð í þakinu þar. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir tryggingafélögin nú meta tjón og aðstæður. Frá aðgerðum við Kringluna í dagVísir/Viktor „Það má alveg gera ráð fyrir því að það sé töluvert meira tjón varðandi reykinn og lyktina og annað. Mögulega vatnstjón. Þannig við eigum eftir að meta það en semsagt tíu altjón,“ segir Baldvina. Kringlan var rýmd í gær og lokuð í dag. Á morgun verður einnig lokað en stefnt er á að opna hluta verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu að eldurinn hafi getað breitt mun meira úr sér en raun bar vitni. „Guð minn góður, mér finnst þetta alveg nógu slæmt eins og þetta var. Það var ótrúlegt afrek hjá slökkviliðinu að ná þannig séð fljótt tökum á eldinum. Þegar eldur brýst út í svona þaki þá getur hann læðst og verið fljótur að breiðast út. Húsið er líka þannig byggt að það eru hólf sem er ekki auðvelt að brjótast í gegnum. Það bjargaði mjög miklu. Það fór betur en á horfðist á tímabili,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri KringlunnarVísir/Bjarni Verslunin Gallerí 17 kom hvað verst út úr brunanum. „Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð lengra en tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Gallerí sautján kom hvað verst út úr brunanum.Vísir/Viktor Loftið í versluninni er að hruni komið vegna vatnsskemmda. „Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna lausnir á því hvernig næstu skref eru,“ segir Svava. Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira
Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti en þá hafði hann logað í um níu klukkutíma. Um nóttina fengu eigendur verslana í Kringlunni að vitja eigna sinna og skoða hvernig ástandið var. Mikið vatn hafði streymt inn í verslunarmiðstöðina og enn var mikill reykur þar inni. Tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna brunans og vatnsskemmda. Dagurinn í dag fór í að lofta út, meta tjón og bjarga því sem bjarga má. Þegar fréttastofa leit við í dag var enn mikil brunalykt þar inni, þá einna helst um miðbik Kringlunnar, en bruninn varð í þakinu þar. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir tryggingafélögin nú meta tjón og aðstæður. Frá aðgerðum við Kringluna í dagVísir/Viktor „Það má alveg gera ráð fyrir því að það sé töluvert meira tjón varðandi reykinn og lyktina og annað. Mögulega vatnstjón. Þannig við eigum eftir að meta það en semsagt tíu altjón,“ segir Baldvina. Kringlan var rýmd í gær og lokuð í dag. Á morgun verður einnig lokað en stefnt er á að opna hluta verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu að eldurinn hafi getað breitt mun meira úr sér en raun bar vitni. „Guð minn góður, mér finnst þetta alveg nógu slæmt eins og þetta var. Það var ótrúlegt afrek hjá slökkviliðinu að ná þannig séð fljótt tökum á eldinum. Þegar eldur brýst út í svona þaki þá getur hann læðst og verið fljótur að breiðast út. Húsið er líka þannig byggt að það eru hólf sem er ekki auðvelt að brjótast í gegnum. Það bjargaði mjög miklu. Það fór betur en á horfðist á tímabili,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri KringlunnarVísir/Bjarni Verslunin Gallerí 17 kom hvað verst út úr brunanum. „Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð lengra en tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Gallerí sautján kom hvað verst út úr brunanum.Vísir/Viktor Loftið í versluninni er að hruni komið vegna vatnsskemmda. „Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna lausnir á því hvernig næstu skref eru,“ segir Svava.
Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira