Ferðamaður fannst látinn og þriggja saknað á eyjum Grikklands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2024 08:33 Ferðamaður fannst látinn á strönd á eyjunni Mathraki, sem staðsett er nærri eyjunni Corfu. Getty Bandarískur ferðamaður sem leitað var að síðan á fimmtudaginn fannst látinn á grískri eyju nærri eyjunni Corfu í gær. Tikynnt hefur verið um hvörf þriggja ferðamanna á grískum ferðamannaeyjum síðastliðna viku. Lík mannsins fannst á strönd á eyjunni Mathraki, sem er hundrað íbúa eyja vestan eyjunnar Corfu. Ferðafélagi mannsins tilkynnti um hvarf hans á fimmtudag en þá hafði ekki sést til hans í tvo daga. Nánari upplýsingar um manninn liggja ekki fyrir. Bylgja mannshvarfa og dauðsfalla ferðamanna virðist nú herja á grísku eyjarnar. Flestir, ef ekki allir ferðamennirnir sem leitað hefur verið að eiga það sameiginlegt að hafa haldið af stað í göngu eða hjólatúr í miklum hita og ekki snúið aftur. Á laugardag fannst lík 74 ára gamals hollensks ferðamanns í gili á eyjunni Samos. Hann hafði verið týndur í tæpa viku en fannst um þrjú hundruð metrum frá því svæði sem síðast hafði sést til hans. Sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á Eyjunni Symi síðasta sunnudag. Talið er að hann hafi verið látinn í fjóra daga þegar hann fannst og hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Á eyjunni Sikinos á eyjaklasanum Hringeyjum í Eyjahafi var á föstudaginn tilkynnt um hvarf tveggja franskra kvenna, 64 og 73 ára. Þeirra er enn leitað. Þá var tilkynnt um hvarf 59 ára gamals bandarísks ferðamanns á þriðjudaginn og stendur leit að honum enn yfir. Grikkland Tengdar fréttir Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34 Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Lík mannsins fannst á strönd á eyjunni Mathraki, sem er hundrað íbúa eyja vestan eyjunnar Corfu. Ferðafélagi mannsins tilkynnti um hvarf hans á fimmtudag en þá hafði ekki sést til hans í tvo daga. Nánari upplýsingar um manninn liggja ekki fyrir. Bylgja mannshvarfa og dauðsfalla ferðamanna virðist nú herja á grísku eyjarnar. Flestir, ef ekki allir ferðamennirnir sem leitað hefur verið að eiga það sameiginlegt að hafa haldið af stað í göngu eða hjólatúr í miklum hita og ekki snúið aftur. Á laugardag fannst lík 74 ára gamals hollensks ferðamanns í gili á eyjunni Samos. Hann hafði verið týndur í tæpa viku en fannst um þrjú hundruð metrum frá því svæði sem síðast hafði sést til hans. Sjónvarpslæknirinn Michael Mosley fannst látinn á Eyjunni Symi síðasta sunnudag. Talið er að hann hafi verið látinn í fjóra daga þegar hann fannst og hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Á eyjunni Sikinos á eyjaklasanum Hringeyjum í Eyjahafi var á föstudaginn tilkynnt um hvarf tveggja franskra kvenna, 64 og 73 ára. Þeirra er enn leitað. Þá var tilkynnt um hvarf 59 ára gamals bandarísks ferðamanns á þriðjudaginn og stendur leit að honum enn yfir.
Grikkland Tengdar fréttir Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34 Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10. júní 2024 13:34
Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9. júní 2024 08:23