Slökkvistarfi lauk í Kringlunni um helgina eftir að eldur kviknaði í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkvistarfið leiddi hins vegar til mikils tjóns í verslunum Kringlunnar. Við tók hreinsunarstarf.
„Til að tryggja að upplifun gesta verði sem best hefur verið ákveðið að opna ekki fyrr en á fimmtudag. Bent er á að hægt er að versla á kringlan.is og fellur sendingarkostnaður niður á meðan á lokun stendur,“ segir í tilkynningu.
Tjónið sé mest á svæði sem spannar um tíu verslanir.
„Reitir og Kringlan leggja höfuðáherslu á að aðstoða verslunareigendur við að lágmarka tekjutap sitt vegna brunans og gera þeim unnt að opna verslanirnar aftur sem fyrst.“
Mikill reykur og vatn komist inn í Kringluna. Iðnaðarmenn höfðu verið að brenna tjörupappa á þakinu þar sem eldurinn kviknaði.