Fast skotið á blaðamannafundi Vals og Víkings: „Ég elska að skora á móti Val“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júní 2024 11:31 Nicolaj Hansen hefur verið iðinn við markaskorun eftir að hann gekk í raðir Víkings frá Val. Vísir/Bára Valur tekur á móti Íslandsmeisturum Víkings í gríðarlega mikilvægum leik í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Nicolaj Hansen, fyrrverandi leikmaður Vals, segist elska að skora á móti sínu gamla félagi. Með sigri geta Víkingar náð sér í sex stiga forskot á toppi deildarinnar, en Valsmenn geta hins vegar hleypt toppbaráttunni upp í háaloft með sigri. Eins og staðan er núna er Víkingur með 25 stig á toppi deildarinnar, en Valur með 21 stig í þriðja sæti. Eins og við var að búast er mikil spenna fyrir leik kvöldsins og miðar á N1-völlinn rjúka út. Ljóst er að færri munu komast að en vilja, en þegar þetta er ritað eru aðeins örfáir miðar lausir og nánast er uppselt í VIP-stúku Valsmanna. Valur og Víkingur áttust við í Meistarakeppni KSÍ í vor. Hér eigast Gylfi Þór Sigurðsson og Halldór Smári Sigurðsson við í þeim leik, en sá síðarnefndi var rekinn af velli með rautt spjald seinna í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Vilja feta í fótspor Vals Valsmenn hafa bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung á þessu tímabili að halda blaðamannafundi í kringum leiki liðsins. Félagið hélt slíkan fund síðastliðinn föstudag þar sem leikmenn og þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum. Arnar Grétarsson þjálfari og Aron Jóhannsson leikmaður mættu fyrir hönd Vals og þeir Arnar Gunnlaugsson þjálfari og Aron Elís Þrándarson leikmaður mættu fyrir hönd Víkinga. Arnar Grétarsson, Aron Jóhannsson, Arnar Gunnlaugsson og Aron Elís Þrándarson sátu fyrir svörum.Skjáskot Meðal þess sem rætt var á fundinum var sú staðreynd að Valur getur boðið leikmönnum sínum upp á það sem mætti kalla meira atvinnumannaumhverfi en önnur lið á Íslandi. Þar má til dæmis nefna að liðið æfir oft á morgnana, en Arnar Gunnlaugsson var spurður út í það hvað þyrfti að gerast til að Víkingur gæti boðið sínum leikmönnum upp á slíkt. „Ég held að á hverju ári þurfum við alltaf að ná meiri og meiri árangri. Núna er takmarkið að reyna að vinna báða titlana og gera vel í Evrópu og þá meina ég að komast í riðlakeppni,“ sagði Arnar. „Við það koma peningar inn í félagið og þá er kannski hægt að gera miklu betur við leikmenn og bæta í eins og við höfum verið að gera á hverju einasta ári. Það er bara „sad but true“ að peningar ráða aðeins för um hvað framhaldið verður hjá okkur og það er þá undir okkur komið að standa okkur á vellinum til að fjármagnið komi inn í félagið til að taka næsta skref.“ Elskar að skora gegn sínu gamla félagi Þjálfararnir Arnar og Arnar og leikmennirnir Aron og Aron voru þó ekki þeir einu sem mættu á fundinn. Meðal annarra gesta var Nicolaj Hansen, framherji Víkings, en hann lék áður með Valsliðinu. Með Valsmönnum skoraði hann 11 mörk í 27 leikjum, en hann hefur nú skorað 74 mörk í 194 leikjum fyrir Víking. „Ég elska bara að skora mörk. Ég elska að skora á móti Val,“ sagði Hansen þegar hann var spurður út í það hvort það væri persónulegt þegar hann skorar á móti sínu gamla félagi. Hann skoraði þó einnig mörk fyrir Val gegn Víkingum á sínum tíma. „Það voru þarna góðir bikarleikir þar sem ég skoraði tvö mörk og við komumst áfram með Val,“ bætti framherjinn við, en hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Sy6GpGMDELk">watch on YouTube</a> Stórleikur Vals og Víkings hefst klukkan 20:15 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leik og að leik loknum verða Ísey Tilþrifin á sínum stað þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Með sigri geta Víkingar náð sér í sex stiga forskot á toppi deildarinnar, en Valsmenn geta hins vegar hleypt toppbaráttunni upp í háaloft með sigri. Eins og staðan er núna er Víkingur með 25 stig á toppi deildarinnar, en Valur með 21 stig í þriðja sæti. Eins og við var að búast er mikil spenna fyrir leik kvöldsins og miðar á N1-völlinn rjúka út. Ljóst er að færri munu komast að en vilja, en þegar þetta er ritað eru aðeins örfáir miðar lausir og nánast er uppselt í VIP-stúku Valsmanna. Valur og Víkingur áttust við í Meistarakeppni KSÍ í vor. Hér eigast Gylfi Þór Sigurðsson og Halldór Smári Sigurðsson við í þeim leik, en sá síðarnefndi var rekinn af velli með rautt spjald seinna í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Vilja feta í fótspor Vals Valsmenn hafa bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung á þessu tímabili að halda blaðamannafundi í kringum leiki liðsins. Félagið hélt slíkan fund síðastliðinn föstudag þar sem leikmenn og þjálfarar liðanna sátu fyrir svörum. Arnar Grétarsson þjálfari og Aron Jóhannsson leikmaður mættu fyrir hönd Vals og þeir Arnar Gunnlaugsson þjálfari og Aron Elís Þrándarson leikmaður mættu fyrir hönd Víkinga. Arnar Grétarsson, Aron Jóhannsson, Arnar Gunnlaugsson og Aron Elís Þrándarson sátu fyrir svörum.Skjáskot Meðal þess sem rætt var á fundinum var sú staðreynd að Valur getur boðið leikmönnum sínum upp á það sem mætti kalla meira atvinnumannaumhverfi en önnur lið á Íslandi. Þar má til dæmis nefna að liðið æfir oft á morgnana, en Arnar Gunnlaugsson var spurður út í það hvað þyrfti að gerast til að Víkingur gæti boðið sínum leikmönnum upp á slíkt. „Ég held að á hverju ári þurfum við alltaf að ná meiri og meiri árangri. Núna er takmarkið að reyna að vinna báða titlana og gera vel í Evrópu og þá meina ég að komast í riðlakeppni,“ sagði Arnar. „Við það koma peningar inn í félagið og þá er kannski hægt að gera miklu betur við leikmenn og bæta í eins og við höfum verið að gera á hverju einasta ári. Það er bara „sad but true“ að peningar ráða aðeins för um hvað framhaldið verður hjá okkur og það er þá undir okkur komið að standa okkur á vellinum til að fjármagnið komi inn í félagið til að taka næsta skref.“ Elskar að skora gegn sínu gamla félagi Þjálfararnir Arnar og Arnar og leikmennirnir Aron og Aron voru þó ekki þeir einu sem mættu á fundinn. Meðal annarra gesta var Nicolaj Hansen, framherji Víkings, en hann lék áður með Valsliðinu. Með Valsmönnum skoraði hann 11 mörk í 27 leikjum, en hann hefur nú skorað 74 mörk í 194 leikjum fyrir Víking. „Ég elska bara að skora mörk. Ég elska að skora á móti Val,“ sagði Hansen þegar hann var spurður út í það hvort það væri persónulegt þegar hann skorar á móti sínu gamla félagi. Hann skoraði þó einnig mörk fyrir Val gegn Víkingum á sínum tíma. „Það voru þarna góðir bikarleikir þar sem ég skoraði tvö mörk og við komumst áfram með Val,“ bætti framherjinn við, en hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Sy6GpGMDELk">watch on YouTube</a> Stórleikur Vals og Víkings hefst klukkan 20:15 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leik og að leik loknum verða Ísey Tilþrifin á sínum stað þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð