„Sláandi fordómar í kosningabaráttunni“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2024 13:46 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun í tilefni kvenréttindadagsins. Þar ræddi hún um bakslag af ýmsum toga og mikilvægi þess að halda jafnréttisbaráttunni áfram. vísir/Sigurjón Jafnrétti eru ekki sjálfgefið og halda þarf baráttunni gangandi sagði forseti borgarstjórnar þegar blómsveigur var lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun. Haldið er upp á kvenréttindadaginn í dag. Kvenréttindadagurinn eða baráttudagur kvenna er í dag og nú eru liðin eitt hundrað og níu ár frá því að konur fengu bæði fullan kosningarétt til jafns við karla og kjörgengi til Alþingis. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg látið leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði tilefni dagsins og á því var engin undantekining í morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún lýsti mikilvægi þess að halda mannréttindabaráttunni áfram og vinna gegn bakslagi. „Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir í jafnréttismálum. Nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust upp á yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson fékk afar miðaldarlegar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt bara vegna þess að hann var hinsegin. Nánast sömu spurningar fékk Vigdís Finnbogadóttir þegar hún fyrst kvenna bauð sig fram til forseta árið 1980. Fjörutíu og fjórum árum seinna fær Baldur þessar sömu gildishlöðnu spurningar.“ Þá vísaði hún til nýlegrar þróunar í Bandaríkjunum þar sem verið er að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. „Það þarf að halda mannréttindabaráttunni áfram og jafnrétti er fyrir alla. Við erum að horfa til hinsegin fólksins og þess að konur ráði yfir eigin líkama. Þetta eru stóru málin í dag, að það sé til staður fyrir okkur öll,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar. Reykjavík Hinsegin Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Kvenréttindadagurinn eða baráttudagur kvenna er í dag og nú eru liðin eitt hundrað og níu ár frá því að konur fengu bæði fullan kosningarétt til jafns við karla og kjörgengi til Alþingis. Á síðustu árum hefur Reykjavíkurborg látið leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði tilefni dagsins og á því var engin undantekining í morgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, flutti ávarp þar sem hún lýsti mikilvægi þess að halda mannréttindabaráttunni áfram og vinna gegn bakslagi. „Hverri kynslóð fylgja nýjar áskoranir í jafnréttismálum. Nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust upp á yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson fékk afar miðaldarlegar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt bara vegna þess að hann var hinsegin. Nánast sömu spurningar fékk Vigdís Finnbogadóttir þegar hún fyrst kvenna bauð sig fram til forseta árið 1980. Fjörutíu og fjórum árum seinna fær Baldur þessar sömu gildishlöðnu spurningar.“ Þá vísaði hún til nýlegrar þróunar í Bandaríkjunum þar sem verið er að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. „Það þarf að halda mannréttindabaráttunni áfram og jafnrétti er fyrir alla. Við erum að horfa til hinsegin fólksins og þess að konur ráði yfir eigin líkama. Þetta eru stóru málin í dag, að það sé til staður fyrir okkur öll,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar.
Reykjavík Hinsegin Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira