Loksins ábyrg og öfgalaus útlendingapólitík í Samfylkingunni Gunnar Jörgen Viggósson skrifar 20. júní 2024 09:31 Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. „Það gerum við með því að vera ábyrg. Ekki með því að skora ódýr stig. Ekki með því að eltast við „like“ eða lúta þeim sem hafa hæst á samfélagsmiðlum, þeim sem eru reiðastir í þjóðmálaumræðunni og nota stærstu orðin. Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum.“ Þetta hefur Kristrúnu og Samfylkingunni tekist með lofsverðum hætti síðastliðin tvö ár og fyrir vikið er Samfylkingin orðin sá flokkur sem flestir treysta fyrir landstjórninni samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um afstöðu Samfylkingarinnar í útlendingamálum. Margir skynja breytingar hjá flokknum eftir að Helga Vala Helgadóttir vék af þingi og hætti að vera helsti talsmaður Samfylkingar í málum er varða hælisleitendur og flóttafólk. Afstaða Kristrúnar Frostadóttur og meirihluta þeirra sem skipa núverandi þingflokk virðist vera talsvert nær þeirri afstöðu sem systurflokkar Samfylkingar t.d. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa tekið. Þessir flokkar leggja áherslu á mannúðlega móttöku flóttafólks en loka þó ekki augunum fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum er hægt að taka sómasamlega á móti á hverjum tíma og að það hversu opið eða lokað regluverkið er í hverju ríki fyrir sig hefur áhrif á það hversu margir sækja um vernd á hverjum stað. Nýlega sagði bæjarfulltrúi í Garðabæ sig úr Samfylkingunni vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Að mati bæjarfulltrúans og skoðanasystkina hennar er Samfylkingin búin að kasta mannréttindum út á hafsauga með því að leggjast ekki eindregið gegn öllum helstu breytingum frumvarpsins og berjast ekki eins og ljón gegn breytingunum í þingsal. Þá hefur verið látið í veðri vaka að Samfylkingin hafi skilað auðu og ekki tekið afstöðu. Raunin er hins vegar sú að flokkurinn tók afdráttarlausa afstöðu til hvers einasta ákvæðis frumvarpsins og rökstuddi mál sitt með nokkuð ítarlegum hætti, bæði út frá sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni. Eins og fram kemur í nefndaráliti Dagbjartar Hákonardóttir þingkonu Samfylkingarinnar sem er eftirmaður Helgu Völu Helgadóttur í allsherjar- og menntamálanefnd studdi Samfylkingin þær breytingar frumvarpsins sem taldar voru „til þess fallnar að auka skilvirkni, hraða málsmeðferð og færa íslenska útlendingalöggjöf nær lagaumhverfi nágrannaríkja okkar“. Dagbjört lagði til breytingar á frumvarpinu sem hefðu fært íslenska útlendingalöggjöf nær þeirri norsku. Þær voru felldar af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Samfylkingin lagðist svo eindregið gegn dönsku reglunni sem stjórnarmeirihlutinn vildi innleiða um sérstakan 2 ára biðtíma vegna fjölskyldusameininga. „Breytingarnar eru til þess fallnar að valda flóttafólki vanlíðan, skapa einangrun og grafa undan farsælli inngildingu,“ segir í nefndaráliti Dagbjartar. „Jafnframt munu þær skapa réttarágreining í stjórnsýslu útlendingamála sem áður hefur ekki verið til staðar og vinna þannig gegn markmiðum um aukna skilvirkni og hraðari málsmeðferð.“ Í ljósi þess að þingflokkurinn hafði stutt mörg heillavænleg ákvæði frumvarpsins en hafnað öðrum var eðlilegast í stöðunni að greiða ekki atkvæði við lokaafgreiðslu málsins. Að reyna að mála slíkt upp sem alvarlegt afstöðuleysi eða einhvers konar aðför að mannréttindum dæmir sig sjálft. Að greiða atkvæði gegn máli þar sem Samfylkingin studdi mörg veigamikil atriði hefði verið merkingarlítil dyggðaskreyting; hefði kannski friðað háværasta fólkið á samfélagsmiðlum en engu breytt. Ég fann mig knúinn til að koma Samfylkingunni til varnar eftir að hafa fylgst með umræðu undanfarinna daga. En kannski er það óþarfi. Kristrún Frostadóttir og liðsfélagar hennar hafa sýnt að þau láta svona upphlaup ekki setja sig út af laginu. Nýja Samfylkingin hlýtur að halda sínu striki, með ábyrgum og öfgalausum málflutningi í útlendingamálum þar sem raunsæi og mannúð fara saman. Það hefur verið skortur á slíku í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Innflytjendamál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. „Það gerum við með því að vera ábyrg. Ekki með því að skora ódýr stig. Ekki með því að eltast við „like“ eða lúta þeim sem hafa hæst á samfélagsmiðlum, þeim sem eru reiðastir í þjóðmálaumræðunni og nota stærstu orðin. Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum.“ Þetta hefur Kristrúnu og Samfylkingunni tekist með lofsverðum hætti síðastliðin tvö ár og fyrir vikið er Samfylkingin orðin sá flokkur sem flestir treysta fyrir landstjórninni samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um afstöðu Samfylkingarinnar í útlendingamálum. Margir skynja breytingar hjá flokknum eftir að Helga Vala Helgadóttir vék af þingi og hætti að vera helsti talsmaður Samfylkingar í málum er varða hælisleitendur og flóttafólk. Afstaða Kristrúnar Frostadóttur og meirihluta þeirra sem skipa núverandi þingflokk virðist vera talsvert nær þeirri afstöðu sem systurflokkar Samfylkingar t.d. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa tekið. Þessir flokkar leggja áherslu á mannúðlega móttöku flóttafólks en loka þó ekki augunum fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum er hægt að taka sómasamlega á móti á hverjum tíma og að það hversu opið eða lokað regluverkið er í hverju ríki fyrir sig hefur áhrif á það hversu margir sækja um vernd á hverjum stað. Nýlega sagði bæjarfulltrúi í Garðabæ sig úr Samfylkingunni vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Að mati bæjarfulltrúans og skoðanasystkina hennar er Samfylkingin búin að kasta mannréttindum út á hafsauga með því að leggjast ekki eindregið gegn öllum helstu breytingum frumvarpsins og berjast ekki eins og ljón gegn breytingunum í þingsal. Þá hefur verið látið í veðri vaka að Samfylkingin hafi skilað auðu og ekki tekið afstöðu. Raunin er hins vegar sú að flokkurinn tók afdráttarlausa afstöðu til hvers einasta ákvæðis frumvarpsins og rökstuddi mál sitt með nokkuð ítarlegum hætti, bæði út frá sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni. Eins og fram kemur í nefndaráliti Dagbjartar Hákonardóttir þingkonu Samfylkingarinnar sem er eftirmaður Helgu Völu Helgadóttur í allsherjar- og menntamálanefnd studdi Samfylkingin þær breytingar frumvarpsins sem taldar voru „til þess fallnar að auka skilvirkni, hraða málsmeðferð og færa íslenska útlendingalöggjöf nær lagaumhverfi nágrannaríkja okkar“. Dagbjört lagði til breytingar á frumvarpinu sem hefðu fært íslenska útlendingalöggjöf nær þeirri norsku. Þær voru felldar af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Samfylkingin lagðist svo eindregið gegn dönsku reglunni sem stjórnarmeirihlutinn vildi innleiða um sérstakan 2 ára biðtíma vegna fjölskyldusameininga. „Breytingarnar eru til þess fallnar að valda flóttafólki vanlíðan, skapa einangrun og grafa undan farsælli inngildingu,“ segir í nefndaráliti Dagbjartar. „Jafnframt munu þær skapa réttarágreining í stjórnsýslu útlendingamála sem áður hefur ekki verið til staðar og vinna þannig gegn markmiðum um aukna skilvirkni og hraðari málsmeðferð.“ Í ljósi þess að þingflokkurinn hafði stutt mörg heillavænleg ákvæði frumvarpsins en hafnað öðrum var eðlilegast í stöðunni að greiða ekki atkvæði við lokaafgreiðslu málsins. Að reyna að mála slíkt upp sem alvarlegt afstöðuleysi eða einhvers konar aðför að mannréttindum dæmir sig sjálft. Að greiða atkvæði gegn máli þar sem Samfylkingin studdi mörg veigamikil atriði hefði verið merkingarlítil dyggðaskreyting; hefði kannski friðað háværasta fólkið á samfélagsmiðlum en engu breytt. Ég fann mig knúinn til að koma Samfylkingunni til varnar eftir að hafa fylgst með umræðu undanfarinna daga. En kannski er það óþarfi. Kristrún Frostadóttir og liðsfélagar hennar hafa sýnt að þau láta svona upphlaup ekki setja sig út af laginu. Nýja Samfylkingin hlýtur að halda sínu striki, með ábyrgum og öfgalausum málflutningi í útlendingamálum þar sem raunsæi og mannúð fara saman. Það hefur verið skortur á slíku í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er frumkvöðull.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun