„Held ég sé að verða betri þjálfari með hverju árinu sem líður“ Aron Guðmundsson skrifar 20. júní 2024 10:30 Guðmundur Guðmundsson hefur afrekað frábæra hluti með lið Fredericia. Mynd: Fredericia Eftir frábært tímabil og silfurverðlaun hefur Guðmundur Guðmundsson framlengt samning sinn hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia í handbolta. Ákvörðun sem var honum ekki erfið því gengið hefur afburða vel hjá liðinu undir hans stjórn. Guðmundur segist hvergi nærri hættur. „Þetta hefur verið algjört ævintýri satt best að segja,“ segir Guðmundur um tímann til þessa hjá Fredericia. „Með þeim skemmtilegri verkefnum sem ég hef tekið þátt í á mínum ferli. Þetta byrjaði nú allt saman í fyrra. Þá náum við besta árangri félagsins í fjörutíu og þrjú ár þegar að við vinnum til bronsverðlauna í dönsku deildinni. Það sem að gerist svo núna á nýafstöðnu tímabili er að við komumst í fyrsta skipti í sögu félagsins alla leið í úrslitakeppni (e.final four) í danska bikarnum. Það er mjög stór viðburður úti í Danmörku. Tíu þúsund áhorfendur á leikjunum og ótrúleg stemning. Þar vorum við nálægt því að komast í úrslit en töpuðum í framlengdum leik gegn GOG. Það var mjög stórt skref upp á við fyrir félagið.“ Svo tryggjum við okkur annað sæti í deildarkeppninni. Sem er satt best að segja frábær árangur með það að leiðarljósi að við erum að keppa við lið eins og GOG, Bjerringbro-Silkeborg, Skjern og fleiri lið. Náum því og þar með tryggjum við okkur sæti í Evrópukeppni. Mögulega inn í Meistaradeildina. Svo tökum við enn eitt skrefið í úrslitakeppninni og komumst þar alla leið í úrslitaeinvígið gegn Álaborg þar sem að við töpum mjög naumlega.“ Í raun mætti segja að Guðmundur og hans lærisveinar hafi aðeins verið tveimur mörkum frá danska meistaratitlinum þar sem að oddaleikurinn gegn Álaborg í úrslitunum tapaðist aðeins með einu marki. „Við höfum náð að búa til afburða sterkt lið. Það eru engar stórstjörnur hjá okkur, en margar stjörnur. Þetta miklu meira bara unnið á samheldnum hópi. Við erum vel skipulagðir. Spilum góða vörn. Erum grimmir í hraðaupphlaupum og með góða markvörslu. Náum mikið út úr liðinu okkar. Markmiðið þegar að ég kem inn var að fara keppa um að vinna til verðlauna árið 2025. Við erum langt á undan áætlun með það. Vinnum til verðlauna í fyrra og aftur núna. Erum mjög nálægt þessu.“ Fredericia hefur verið að ná góðum árangri undir stjórn Guðmundar Mynd: Fredericia Handbold „Þetta hefur verið ævintýri líkast. Við erum að fá ótrúlegt áhorf á þetta lið. Leikir okkar voru sýndir í beinni útsendingu tuttugu og sex sinnum á nýafstöðnu tímabili. Þá fylgdust tæplega sjö hundruð þúsund manns með þremur leikjum okkar gegn Álaborg í úrslitunum sem dæmi. Áhuginn á handbolta í Danmörku er gríðarlegur. Þá er mikil stemning í bæjarfélaginu okkar. Í rauninni allt á hvolfi og fólk hefur hrifist af okkur sem eins konar litlu liði. Sér í lagi gegn ofurliði Álaborgar sem að fór jú alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Stundum erum við Davíð á móti Golíat. Þetta hefur verið mjög viðburðaríkur og ánægjulegur tími.“ Frá leik Fredericia á síðasta tímabiliMynd: Fredericia Handbold FOg Guðmundur segist geta tekið undir það að árangurinn sé umfram hans væntingar. „Ég verð að svara því játandi. Síðan að ég kom hingað hef ég alltaf unnið með háleit markmið fyrir liðið. Ef að einhver hefði sagt við mig að síðasta tímabil myndi enda svona hjá okkur þá jú myndi ég alveg hafa trú á því en ég verð bara að segja að þetta fór fram úr ákveðnum væntingum mínum.“ Og fyrir nokkrum dögum síðan framlengdi Guðmundur samning sinn við Fredericia út tímabilið 2027. Það hefur ekki verið erfið ákvörðun eða hvað? „Nei í raun ekki. Mér hefur fundist mjög gott að starfa þarna og finn fyrir miklu trausti og virðingu. Það er ánægjulegt að finna forráðamenn félagsins sækjast eftir því snemma að framlengja samning minn. Ég átti eftir eitt ár af þáverandi samningi mínum en núna er verið að framlengja við mig tímanlega. Ég hlakka til að takast á við að byggja þetta lið upp og gera það enn betra. Við höfum sett stefnuna á að verða eitt af fjórum bestu liðum Danmerkur, stimpla okkur þar inn. Það er ekki einfalt að halda því. Inn í þetta blandast þátttaka okkar í Evrópukeppni á næsta tímabili, annað hvort í Evrópu- eða Meistaradeildinni. Það mun reyna á liðið og getur haft áhrif á gengi okkar í dönsku deildinni en við erum mjög fullir tilhlökkunar að takast á við þau verkefni með þetta lið. Heimavöllur okkar er stórkostlegur, stuðningsmenn okkar frábærir. Stemningin hjá okkur er einstök og heimavöllurinn erfiður heim að sækja fyrir andstæðinga okkar. Það er ekki auðvelt að mæta okkur þarna. Við höfum verið mjög sterkir á heimavelli en höfum einnig bætt okkur á útivöllum. Þú værir ekki í öðru sæti í deildinni nema að hafa verið að spila mjög vel bæði heima og að heiman.“ Heimavöllur Fredericia er mikið vígi og þar myndast góð stemningMynd: Fredericia Handbold Sjálfur hefur Guðmundur sjaldan verið eins ferskur þegar kemur að þjálfarastarfinu. „Ég er mjög metnaðarfullur. Hef þessa ástríðu enn þá og er alltaf að bæta við mig. Ég held ég sé að verða betri þjálfari með hverju árinu sem líður. Svo einhvern tímann lýkur þessu en það er ekki komið að því enn þá.“ Danski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
„Þetta hefur verið algjört ævintýri satt best að segja,“ segir Guðmundur um tímann til þessa hjá Fredericia. „Með þeim skemmtilegri verkefnum sem ég hef tekið þátt í á mínum ferli. Þetta byrjaði nú allt saman í fyrra. Þá náum við besta árangri félagsins í fjörutíu og þrjú ár þegar að við vinnum til bronsverðlauna í dönsku deildinni. Það sem að gerist svo núna á nýafstöðnu tímabili er að við komumst í fyrsta skipti í sögu félagsins alla leið í úrslitakeppni (e.final four) í danska bikarnum. Það er mjög stór viðburður úti í Danmörku. Tíu þúsund áhorfendur á leikjunum og ótrúleg stemning. Þar vorum við nálægt því að komast í úrslit en töpuðum í framlengdum leik gegn GOG. Það var mjög stórt skref upp á við fyrir félagið.“ Svo tryggjum við okkur annað sæti í deildarkeppninni. Sem er satt best að segja frábær árangur með það að leiðarljósi að við erum að keppa við lið eins og GOG, Bjerringbro-Silkeborg, Skjern og fleiri lið. Náum því og þar með tryggjum við okkur sæti í Evrópukeppni. Mögulega inn í Meistaradeildina. Svo tökum við enn eitt skrefið í úrslitakeppninni og komumst þar alla leið í úrslitaeinvígið gegn Álaborg þar sem að við töpum mjög naumlega.“ Í raun mætti segja að Guðmundur og hans lærisveinar hafi aðeins verið tveimur mörkum frá danska meistaratitlinum þar sem að oddaleikurinn gegn Álaborg í úrslitunum tapaðist aðeins með einu marki. „Við höfum náð að búa til afburða sterkt lið. Það eru engar stórstjörnur hjá okkur, en margar stjörnur. Þetta miklu meira bara unnið á samheldnum hópi. Við erum vel skipulagðir. Spilum góða vörn. Erum grimmir í hraðaupphlaupum og með góða markvörslu. Náum mikið út úr liðinu okkar. Markmiðið þegar að ég kem inn var að fara keppa um að vinna til verðlauna árið 2025. Við erum langt á undan áætlun með það. Vinnum til verðlauna í fyrra og aftur núna. Erum mjög nálægt þessu.“ Fredericia hefur verið að ná góðum árangri undir stjórn Guðmundar Mynd: Fredericia Handbold „Þetta hefur verið ævintýri líkast. Við erum að fá ótrúlegt áhorf á þetta lið. Leikir okkar voru sýndir í beinni útsendingu tuttugu og sex sinnum á nýafstöðnu tímabili. Þá fylgdust tæplega sjö hundruð þúsund manns með þremur leikjum okkar gegn Álaborg í úrslitunum sem dæmi. Áhuginn á handbolta í Danmörku er gríðarlegur. Þá er mikil stemning í bæjarfélaginu okkar. Í rauninni allt á hvolfi og fólk hefur hrifist af okkur sem eins konar litlu liði. Sér í lagi gegn ofurliði Álaborgar sem að fór jú alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Stundum erum við Davíð á móti Golíat. Þetta hefur verið mjög viðburðaríkur og ánægjulegur tími.“ Frá leik Fredericia á síðasta tímabiliMynd: Fredericia Handbold FOg Guðmundur segist geta tekið undir það að árangurinn sé umfram hans væntingar. „Ég verð að svara því játandi. Síðan að ég kom hingað hef ég alltaf unnið með háleit markmið fyrir liðið. Ef að einhver hefði sagt við mig að síðasta tímabil myndi enda svona hjá okkur þá jú myndi ég alveg hafa trú á því en ég verð bara að segja að þetta fór fram úr ákveðnum væntingum mínum.“ Og fyrir nokkrum dögum síðan framlengdi Guðmundur samning sinn við Fredericia út tímabilið 2027. Það hefur ekki verið erfið ákvörðun eða hvað? „Nei í raun ekki. Mér hefur fundist mjög gott að starfa þarna og finn fyrir miklu trausti og virðingu. Það er ánægjulegt að finna forráðamenn félagsins sækjast eftir því snemma að framlengja samning minn. Ég átti eftir eitt ár af þáverandi samningi mínum en núna er verið að framlengja við mig tímanlega. Ég hlakka til að takast á við að byggja þetta lið upp og gera það enn betra. Við höfum sett stefnuna á að verða eitt af fjórum bestu liðum Danmerkur, stimpla okkur þar inn. Það er ekki einfalt að halda því. Inn í þetta blandast þátttaka okkar í Evrópukeppni á næsta tímabili, annað hvort í Evrópu- eða Meistaradeildinni. Það mun reyna á liðið og getur haft áhrif á gengi okkar í dönsku deildinni en við erum mjög fullir tilhlökkunar að takast á við þau verkefni með þetta lið. Heimavöllur okkar er stórkostlegur, stuðningsmenn okkar frábærir. Stemningin hjá okkur er einstök og heimavöllurinn erfiður heim að sækja fyrir andstæðinga okkar. Það er ekki auðvelt að mæta okkur þarna. Við höfum verið mjög sterkir á heimavelli en höfum einnig bætt okkur á útivöllum. Þú værir ekki í öðru sæti í deildinni nema að hafa verið að spila mjög vel bæði heima og að heiman.“ Heimavöllur Fredericia er mikið vígi og þar myndast góð stemningMynd: Fredericia Handbold Sjálfur hefur Guðmundur sjaldan verið eins ferskur þegar kemur að þjálfarastarfinu. „Ég er mjög metnaðarfullur. Hef þessa ástríðu enn þá og er alltaf að bæta við mig. Ég held ég sé að verða betri þjálfari með hverju árinu sem líður. Svo einhvern tímann lýkur þessu en það er ekki komið að því enn þá.“
Danski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira