Lagareldisfrumvarpið ekki klárað í vor Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 13:35 Ekki hefur náðst sátt innan ríkisstjórnarinnar um lagareldisfrumvarpið sem upphaflega stóð til að klára fyrir þinglok. Málinu hefur verið frestað fram á haust Vísir/Vilhelm Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að ná saman um lagareldisfrumvarpið í atvinnuveganefnd. Upphaflega stóð til að klára málið fyrir þinglok. Ágreiningur stjórnarliða snýr aðallega að ákvæðum um sektir og gjaldheimtu. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir að frumvarpið sé gríðarlega stórt, rúmlega 130 greinar, og málið hreinlega orðið of þungt í vexti til þess að hægt sé að klára það í vor. Ósammála um sektarákvæði og gjaldheimtu „Kannski í fyrsta lagi vildum við tímasetja leyfin í stað þess að hafa ótakmörkuð leyfi, og þá átti það líka að hafa áhrif á sektarákvæði og annað slíkt,“ segir Ásmundur. Hann segir að allir hafi verið sammála um þær breytingar, að leyfin yrðu ekki ótímabundin. Ásmundur Friðriksson segir að ágreiningurinn hafi aðallega snúið að gjaldheimtu og sektarákvæðum.Vísir/Vilhelm Ágreiningurinn hafi helst verið um breytingar á sektarákvæðum. „Við vorum alveg þannig séð búin að ná saman um skattheimtuna, en þetta laut að þessum atriðum helst, þessar gjaldheimtur og háu sektir. Upphæðirnar eru gríðarlega háar, fimmhundruð milljónir er hæsta sektin,“ segir Ásmundur. Ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um stór mál Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan hafi haft ýmislegt um málið að segja, en það hafi ekki þurft til. Málið hafi farið út af borðinu án stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið einkennandi fyrir ástandið innan ríkisstjórnarinnar. „Þau eru saman í bíl, geta ómögulega komið sér saman um það hvert á að keyra, rífa í stýrið hvert hjá öðru og það er óhjákvæmilegt að það endar úti í skurði,“ segir Logi. Hann segir fleiri stór mál innan ríkisstjórnarinnar sem ekki hefur náðst sátt um. „Hitt stóra málið er samgönguáætlunin, svo er það vindurinn og fleira, sem við eigum eftir að sjá hvað gerist með,“ segir Logi. Logi Einarsson segir ríkisstjórnina ekki geta komið sér saman um það hvert eigi að stefna.Vísir/Vilhelm Sjókvíaeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Tengdar fréttir Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir að frumvarpið sé gríðarlega stórt, rúmlega 130 greinar, og málið hreinlega orðið of þungt í vexti til þess að hægt sé að klára það í vor. Ósammála um sektarákvæði og gjaldheimtu „Kannski í fyrsta lagi vildum við tímasetja leyfin í stað þess að hafa ótakmörkuð leyfi, og þá átti það líka að hafa áhrif á sektarákvæði og annað slíkt,“ segir Ásmundur. Hann segir að allir hafi verið sammála um þær breytingar, að leyfin yrðu ekki ótímabundin. Ásmundur Friðriksson segir að ágreiningurinn hafi aðallega snúið að gjaldheimtu og sektarákvæðum.Vísir/Vilhelm Ágreiningurinn hafi helst verið um breytingar á sektarákvæðum. „Við vorum alveg þannig séð búin að ná saman um skattheimtuna, en þetta laut að þessum atriðum helst, þessar gjaldheimtur og háu sektir. Upphæðirnar eru gríðarlega háar, fimmhundruð milljónir er hæsta sektin,“ segir Ásmundur. Ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um stór mál Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan hafi haft ýmislegt um málið að segja, en það hafi ekki þurft til. Málið hafi farið út af borðinu án stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið einkennandi fyrir ástandið innan ríkisstjórnarinnar. „Þau eru saman í bíl, geta ómögulega komið sér saman um það hvert á að keyra, rífa í stýrið hvert hjá öðru og það er óhjákvæmilegt að það endar úti í skurði,“ segir Logi. Hann segir fleiri stór mál innan ríkisstjórnarinnar sem ekki hefur náðst sátt um. „Hitt stóra málið er samgönguáætlunin, svo er það vindurinn og fleira, sem við eigum eftir að sjá hvað gerist með,“ segir Logi. Logi Einarsson segir ríkisstjórnina ekki geta komið sér saman um það hvert eigi að stefna.Vísir/Vilhelm
Sjókvíaeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Tengdar fréttir Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41
Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18