Skömmin sé Breta, Færeyinga og Norðmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 13:43 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir Breta, Færeyinga og Norðmenn sýna yfirgang með samkomulagi sínu og skömmin sé þeirra. vísir/Arnar Halldórs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja nýtt samkomulag Breta, Færeyinga og Noregs festa enn ríkar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. „Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra,“ segja samtökin. Í vikunni undirrituðu fulltrúar stjórnvalda þriggja strandríkja af sex í makríl samkomulag um skiptingu kvóta fyrir þessi ríki og aðgang til veiða í lögsögu tveggja þeirra. Bretland, Færeyjar og Noregur hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. „Hér er því ekki um heildstæðan samning allra strandríkja í makríl að ræða og nær því fyrirkomulagið hvorki til veiðanna né veiðisvæðisins í heild, eins og ákjósanlegt væri til að makrílveiðar gætu kallast sjálfbærar og ábyrgar. ESB, Ísland og Grænland, sem eru einnig strandríki að makríl, eru utan þessa fyrirkomulags,“ segir í yfirlýsingu SFS. „Með þessu þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2023, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%.“ Þessu til viðbótar taki Rússland, sem er veiðiríki að makríl, 15,10% hlutdeild. „Augljóst er því að samkomulag ríkjanna þriggja gerir lítið annað en að festa enn frekar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. Gera má ráð fyrir að sameiginlegir kvótar allra strandríkja, ásamt einhliða kvóta Rússlands, leiði því til þess að veiði umfram ráðgjöf verði um 133% árið 2024.“ Mikil verðmæti felist í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgi líka ábyrgð. „Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins. Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“ Íslenskur sjávarútvegur leggi mikinn metnað í sjálfbærar fiskveiðar, enda sé fiskurinn burðarstólpi íslensks samfélags og efnahagslífs. „Villtur fiskur er um 40% af vöruútflutningi landsins. Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni. Íslenskur sjávarútvegur nálgast veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, líkt og makríl, með nákvæmlega sama hætti. Það er miður að slík nálgun sé ekki öllum strandríkjum í blóð borin.“ Sjávarútvegur Bretland Noregur Færeyjar Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Í vikunni undirrituðu fulltrúar stjórnvalda þriggja strandríkja af sex í makríl samkomulag um skiptingu kvóta fyrir þessi ríki og aðgang til veiða í lögsögu tveggja þeirra. Bretland, Færeyjar og Noregur hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. „Hér er því ekki um heildstæðan samning allra strandríkja í makríl að ræða og nær því fyrirkomulagið hvorki til veiðanna né veiðisvæðisins í heild, eins og ákjósanlegt væri til að makrílveiðar gætu kallast sjálfbærar og ábyrgar. ESB, Ísland og Grænland, sem eru einnig strandríki að makríl, eru utan þessa fyrirkomulags,“ segir í yfirlýsingu SFS. „Með þessu þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2023, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%.“ Þessu til viðbótar taki Rússland, sem er veiðiríki að makríl, 15,10% hlutdeild. „Augljóst er því að samkomulag ríkjanna þriggja gerir lítið annað en að festa enn frekar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. Gera má ráð fyrir að sameiginlegir kvótar allra strandríkja, ásamt einhliða kvóta Rússlands, leiði því til þess að veiði umfram ráðgjöf verði um 133% árið 2024.“ Mikil verðmæti felist í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgi líka ábyrgð. „Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins. Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“ Íslenskur sjávarútvegur leggi mikinn metnað í sjálfbærar fiskveiðar, enda sé fiskurinn burðarstólpi íslensks samfélags og efnahagslífs. „Villtur fiskur er um 40% af vöruútflutningi landsins. Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni. Íslenskur sjávarútvegur nálgast veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, líkt og makríl, með nákvæmlega sama hætti. Það er miður að slík nálgun sé ekki öllum strandríkjum í blóð borin.“
Sjávarútvegur Bretland Noregur Færeyjar Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent