Blóðgjöf - Taktu þátt Aðalsteinn Sigfússon skrifar 20. júní 2024 16:00 Fullyrða má að minnsti banki landsins sé jafnframt sá mikilvægasti fyrir alla íbúa. Hér er átt við Blóðbankann, banka sem allir Íslendingar reiða sig á, eða ættu í það minnsta að gera það. Bankinn er á sjötugasta og fyrsta ári, traustur og ábyggilegur og stendur að baki blóðgjafastarfsemi í landinu. Má segja að innlán og útlán vegist á þar sem starfsemi bankans byggist á að innlán séu hærri en útlán, þ.e. að blóðhlutar (rauð blóðkorn, blóðflögur, blóðvökvi, hvít blóðkorn) séu ávallt til staðar þegar heilbrigðisstofnanir þurfa á að halda. Framboð þarf því að haldast í hendur við eftirspurn. Hlutverk Blóðbankans er því gríðarstórt. Um það bil 80% af blóðhlutum eru nýttir á Landspítalanum og í u.þ.b.30% tilvika vegna meðferðar við krabbameini og ýmsum blóðsjúkdómum. Að auki eru blóðhlutar t.d. notaðir við fæðingar, liðskiptaaðgerðir, vegna slysa og við ýmsar stærri aðgerðir. Hér má einnig nefna notkun blóðhluta á Sjúkrahúsi Akureyrar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Myndi heilbrigðiskerfið virka án aðgengis að blóðhlutum? Nei, því fer fjarri því fullyrða má að aðgengi að þessum lífsnauðsynlega vökva sé ein af forsendum þess. Þá komum við að megin atriði þessarar greinar; blóðgjöfum, hverjir eru þessir aðilar sem Blóðbankinn byggir á? Jú, það eru sjálfboðaliðar, u.þ.b. sex þúsund talsins, sem gefa að meðaltali tvisvar á ári. Þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þeirra sem þurfa á blóðhlutum að halda. Þeir eru einnig meðvitaðir um að á milli 2.500 til 3.000 einstaklingar þurfa á blóðhlutum að halda á hverju ári og líkurnar á því að einstaklingur þurfi á blóðhlutum að halda einhvern tíma á ævinni eru 20 til 30%. Þetta eru líka einstaklingar sem hafa kynnst því með einum eða öðrum hætti hvernig blóðgjafir hafa bjargað lífi eða stuðlað að bættri heilsu. En aðallega eru þetta einstaklingar sem finna innra með sér hversu gott er að leggja sitt af mörkum til samlanda sinna. Þeir hafa gert gjafir sínar að hefð, eins konar samfélagslegri aðstoð sem byggist á samkennd, hjálpsemi og skilningi. En að því sögðu verður samt ekki undan því vikist að hvetja samlandann, alla sem eiga þess nokkurn kost, að gerast blóðgjafar. Sex þúsund blóðgjafar eru ekki nægur fjöldi til að tryggja nægt framboð til nánustu framtíðar. Mikil fjölgun íbúa, hækkun meðalaldurs og fjölgun ferðamanna með meiru kallar á þig lesandi góður að gerast blóðgjafi. Það er góð tilfinning að geta lagt öðrum lið, að vera þátttakandi í að gera samfélagið okkar betra og síðast en ekki síst að sýna ábyrgð. Og þessari grein verður ekki lokið án þess að dást að og þakka frábæru starfsfólki Blóðbankans og Blóðbankabílsins sem bíða eftir þér með glaðværð, umhyggju og virðingu. Kæri lesandi, þín er þörf, taktu þátt, sýndu ábyrgð. Allir eru velkomnir í banka allra landsmanna. Höfundur er fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fullyrða má að minnsti banki landsins sé jafnframt sá mikilvægasti fyrir alla íbúa. Hér er átt við Blóðbankann, banka sem allir Íslendingar reiða sig á, eða ættu í það minnsta að gera það. Bankinn er á sjötugasta og fyrsta ári, traustur og ábyggilegur og stendur að baki blóðgjafastarfsemi í landinu. Má segja að innlán og útlán vegist á þar sem starfsemi bankans byggist á að innlán séu hærri en útlán, þ.e. að blóðhlutar (rauð blóðkorn, blóðflögur, blóðvökvi, hvít blóðkorn) séu ávallt til staðar þegar heilbrigðisstofnanir þurfa á að halda. Framboð þarf því að haldast í hendur við eftirspurn. Hlutverk Blóðbankans er því gríðarstórt. Um það bil 80% af blóðhlutum eru nýttir á Landspítalanum og í u.þ.b.30% tilvika vegna meðferðar við krabbameini og ýmsum blóðsjúkdómum. Að auki eru blóðhlutar t.d. notaðir við fæðingar, liðskiptaaðgerðir, vegna slysa og við ýmsar stærri aðgerðir. Hér má einnig nefna notkun blóðhluta á Sjúkrahúsi Akureyrar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Myndi heilbrigðiskerfið virka án aðgengis að blóðhlutum? Nei, því fer fjarri því fullyrða má að aðgengi að þessum lífsnauðsynlega vökva sé ein af forsendum þess. Þá komum við að megin atriði þessarar greinar; blóðgjöfum, hverjir eru þessir aðilar sem Blóðbankinn byggir á? Jú, það eru sjálfboðaliðar, u.þ.b. sex þúsund talsins, sem gefa að meðaltali tvisvar á ári. Þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þeirra sem þurfa á blóðhlutum að halda. Þeir eru einnig meðvitaðir um að á milli 2.500 til 3.000 einstaklingar þurfa á blóðhlutum að halda á hverju ári og líkurnar á því að einstaklingur þurfi á blóðhlutum að halda einhvern tíma á ævinni eru 20 til 30%. Þetta eru líka einstaklingar sem hafa kynnst því með einum eða öðrum hætti hvernig blóðgjafir hafa bjargað lífi eða stuðlað að bættri heilsu. En aðallega eru þetta einstaklingar sem finna innra með sér hversu gott er að leggja sitt af mörkum til samlanda sinna. Þeir hafa gert gjafir sínar að hefð, eins konar samfélagslegri aðstoð sem byggist á samkennd, hjálpsemi og skilningi. En að því sögðu verður samt ekki undan því vikist að hvetja samlandann, alla sem eiga þess nokkurn kost, að gerast blóðgjafar. Sex þúsund blóðgjafar eru ekki nægur fjöldi til að tryggja nægt framboð til nánustu framtíðar. Mikil fjölgun íbúa, hækkun meðalaldurs og fjölgun ferðamanna með meiru kallar á þig lesandi góður að gerast blóðgjafi. Það er góð tilfinning að geta lagt öðrum lið, að vera þátttakandi í að gera samfélagið okkar betra og síðast en ekki síst að sýna ábyrgð. Og þessari grein verður ekki lokið án þess að dást að og þakka frábæru starfsfólki Blóðbankans og Blóðbankabílsins sem bíða eftir þér með glaðværð, umhyggju og virðingu. Kæri lesandi, þín er þörf, taktu þátt, sýndu ábyrgð. Allir eru velkomnir í banka allra landsmanna. Höfundur er fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélagsins.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun