Formanni VG ekki skemmt yfir ræðu Jóns á þingi í dag Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 20. júní 2024 20:01 Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni Vinstri grænna, var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks á þingi í dag. Þar sagði hann þingflokk Vinstri grænna varla hæfan til þingsetu. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson sat einn stjórnarþingmanna hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra og sagði þingflokk Vinstri Grænna varla hæfan til þingsetu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Jón og Guðmund Inga á Alþingi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við skulum horfa á málið eins og það snýr við okkur,“ segir Jón og vísar í álit umboðsmanns í hvalveiðar í frá því fyrra. Þar segi að lög hafi verið brotin og gengið á svig við stjórnarskrá. Þó að þar hafi verið fjallað um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í embætti matvælaráðherra sé ákvörðun Bjarkeyjar, nú matvælaráðherra, algjörlega sambærileg. „Málsmeðferðin er búin að tefjast óhóflega. Það hefur ekki verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem fyrirtæki og starfsfólk býr við. Það er að segja til að geta undirbúið þessa vertíð,“ segir Jón og að það sé augljóst að með því að tefja það að taka ákvörðun hafi verið að koma í veg fyrir að það gæti verið vertíð í hvalveiðum. Jón segir að við þessar aðstæður, þar sem ólíkir flokkar starfi saman í ríkisstjórn, verði svo menn að meta hvort það sé tími til að rjúfa ríkisstjórn eða hvort þeir eigi frekar að halda áfram til að koma öðrum málum áfram. Þannig verði að taka tillit til heildarhagsmuna svo hægt sé að ljúka málum ríkisstjórnarinnar á þingi núna. Þess vegna hafi hann setið hjá en ekki stutt vantraustið. Jón segir að afleiðingarnar af þessu og áhrifin verði svo að koma í ljós. Verulega ósáttur Heimir Már ræddi eftir það við formann Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson sem sagðist verulega ósáttur við hjásetu Jóns og ummæli hans sem fylgdu henni. „Ég held að þetta lýsi best því hversu erfitt Jón Gunnarsson og reyndar fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi yfir höfuð,“ segir Guðmundur og að flokkurinn þurfi sjálfur að takast á við það inn á við. Jón og Óli Björn ekki stjórntækir Spurður um mál Sjálfstæðisflokksins sem á eftir að greiða atkvæði um á þingi eins og breytingar á lögreglulögum segir Guðmundur að það sé búið að vinna vel að því í vetur. Hann vonist til þess að þau komist að niðurstöðu í því eins og í öðrum málum sem enn á eftir að klára eins og frumvarp um Mannréttindastofnun, öryrkjafrumvarp og skólamáltíðir. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar eða Óla Björns Kárasonar í dag. En hún segir fyrst og fremst hvernig þeir vilja vera í þessu stjórnarsamtarfi sem að mér sýnist þeir vilja ekki vera í. Pog segir miklu meira um að það þeir eiga erfitt með að vera stjórntækir og raunverulega að sameinast um það að ná árangri fyrir fólkið í landinu, en ekki einhverja hagsmuni sem þeir eru að verja,“ segir Guðmundur. Hægt er að horfa á viðtalið við þá báða í fréttunum í kvöld hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
„Við skulum horfa á málið eins og það snýr við okkur,“ segir Jón og vísar í álit umboðsmanns í hvalveiðar í frá því fyrra. Þar segi að lög hafi verið brotin og gengið á svig við stjórnarskrá. Þó að þar hafi verið fjallað um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í embætti matvælaráðherra sé ákvörðun Bjarkeyjar, nú matvælaráðherra, algjörlega sambærileg. „Málsmeðferðin er búin að tefjast óhóflega. Það hefur ekki verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem fyrirtæki og starfsfólk býr við. Það er að segja til að geta undirbúið þessa vertíð,“ segir Jón og að það sé augljóst að með því að tefja það að taka ákvörðun hafi verið að koma í veg fyrir að það gæti verið vertíð í hvalveiðum. Jón segir að við þessar aðstæður, þar sem ólíkir flokkar starfi saman í ríkisstjórn, verði svo menn að meta hvort það sé tími til að rjúfa ríkisstjórn eða hvort þeir eigi frekar að halda áfram til að koma öðrum málum áfram. Þannig verði að taka tillit til heildarhagsmuna svo hægt sé að ljúka málum ríkisstjórnarinnar á þingi núna. Þess vegna hafi hann setið hjá en ekki stutt vantraustið. Jón segir að afleiðingarnar af þessu og áhrifin verði svo að koma í ljós. Verulega ósáttur Heimir Már ræddi eftir það við formann Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson sem sagðist verulega ósáttur við hjásetu Jóns og ummæli hans sem fylgdu henni. „Ég held að þetta lýsi best því hversu erfitt Jón Gunnarsson og reyndar fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi yfir höfuð,“ segir Guðmundur og að flokkurinn þurfi sjálfur að takast á við það inn á við. Jón og Óli Björn ekki stjórntækir Spurður um mál Sjálfstæðisflokksins sem á eftir að greiða atkvæði um á þingi eins og breytingar á lögreglulögum segir Guðmundur að það sé búið að vinna vel að því í vetur. Hann vonist til þess að þau komist að niðurstöðu í því eins og í öðrum málum sem enn á eftir að klára eins og frumvarp um Mannréttindastofnun, öryrkjafrumvarp og skólamáltíðir. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar eða Óla Björns Kárasonar í dag. En hún segir fyrst og fremst hvernig þeir vilja vera í þessu stjórnarsamtarfi sem að mér sýnist þeir vilja ekki vera í. Pog segir miklu meira um að það þeir eiga erfitt með að vera stjórntækir og raunverulega að sameinast um það að ná árangri fyrir fólkið í landinu, en ekki einhverja hagsmuni sem þeir eru að verja,“ segir Guðmundur. Hægt er að horfa á viðtalið við þá báða í fréttunum í kvöld hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58