Firra að hafa ekki kjark til að klára lagareldisfrumvarpið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júní 2024 17:09 Halla Signý og Iða Marsibil þingmenn Framsóknarflokksins, Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina. Þingmennirnir gerðu frumvarpið að umtalsefni á Alþingi í dag þegar rætt var um störf þingsins. „Framsókn var sérstaklega í mun að klára þetta. Þessu frumvarpi var ætlað að stuðla að betri stjórnun og umhverfisvernd í lagareldi og er afar mikilvægt fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldi, atvinnugreinina sjálfa og umhverfi okkar,“ sagði Halla Signý. Atvinnugreinin þurfi skýrari reglur Halla segir að miklu máli skipti fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldið, að lagareldið sé rekið á ábyrgan hátt. Það hafi veruleg áhrif á lífsviðurværi þeirra. „Frumvarpið átti að tryggja að rekstur sjókvíaeldis væri í sátt við þessi samfélög og stuðla að því að þau gætu blómstrað í heilbrigðu umhverfi,“ sagði Halla. „Atvinnugreinin sjálf, sjókvíaeldi, stendur einnig frammi fyrir áskorunum sem þarf að takast á við. Til að tryggja framtíðarvöxt og sjálfbærni er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur og eftirlit,“ sagði Halla. Frumvarpið hafi verið hannað til að skapa sanngjarnan og stöðugan ramma fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein sem á að geta stækkað án þess að skaða náttúruna eða samfélögin sem hún hefur áhrif á. Þá sagði Halla að það væri algjör firra að hafa ekki kjark til að klára þessa mikilvægu stefnu um lagareldi, og nauðsynlegt sé að taka þráðinn upp í haust og klára málið. „Annars er allt tal um ábyrga uppbyggingu, eftirlit og sjálfbærni tómið eitt og þýðir ekki að flagga því framan í mig að minnsta kosti,“ sagði Halla. Iða Marsibil sagði að henni þættu það afar slæmar fréttir að frumvarpið hefði ekki náð fram að ganga. „Í stuttu máli sagt, virðulegur forseti, skiptir þessi atvinnuvegur öllu máli fyrir þorpin fyrir vestan núorðið,“ sagði Iða. Sjókvíaeldið bjargað sunnanverðum Vestfjörðum Árið 2014 hafi ekki verið sérlega bjart fram undan í þorpum á sunnanverðum Vestfjörðum, og þau hefðu mátt muna fífil sinn fegurri. Þá hafi fyrstu seiðin verið sett í sjó hjá fyrirtæki sem hún vann hjá, en nú eftir tíu ár hafi greinin vaxið og staðan orðin sú að á síðasta ári framleiddi fyrirtækið tæplega 18.000 tonn af laxi og hjá því starfi um 200 manns. Hún segir að bæjaryfirvöld og atvinnugreinin sjálf hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma um þessa atvinnugrein. Gjaldtökuheimildir verði að vera skýrar og starfsemin með þeim hætti að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Frá Bíldudal. Iða segir að hjá Arnarlaxi starfi um 200 manns, að mestu leyti á svæðinu í Vesturbyggð. Íbúar þar telji um 1.400. Iða sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar 2018-2022.Vísir/Vilhelm „Starfsgreinin er umdeild, á því leikur enginn vafi, en hún hefur fest sig í sessi og því brýnt að horfa fram á við og vil ég nota tækifærið hér til þess að brýna þingmenn til að klára málið ákveðið og með sóma á haustþingi,“ sagði Iða. Iða Marsibil kemur frá sunnanverðum Vestfjörðum, en hún sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar á síðasta kjörtímabili, 2018-2022. Hún hefur starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Sumarið 2022 var hún ráðin í starf sveitastjóra Grímsnes- og Grafnhingshrepps, en situr einnig sem varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Halla Signý situr einnig á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi. Alþingi Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. 10. júní 2024 16:26 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Þingmennirnir gerðu frumvarpið að umtalsefni á Alþingi í dag þegar rætt var um störf þingsins. „Framsókn var sérstaklega í mun að klára þetta. Þessu frumvarpi var ætlað að stuðla að betri stjórnun og umhverfisvernd í lagareldi og er afar mikilvægt fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldi, atvinnugreinina sjálfa og umhverfi okkar,“ sagði Halla Signý. Atvinnugreinin þurfi skýrari reglur Halla segir að miklu máli skipti fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldið, að lagareldið sé rekið á ábyrgan hátt. Það hafi veruleg áhrif á lífsviðurværi þeirra. „Frumvarpið átti að tryggja að rekstur sjókvíaeldis væri í sátt við þessi samfélög og stuðla að því að þau gætu blómstrað í heilbrigðu umhverfi,“ sagði Halla. „Atvinnugreinin sjálf, sjókvíaeldi, stendur einnig frammi fyrir áskorunum sem þarf að takast á við. Til að tryggja framtíðarvöxt og sjálfbærni er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur og eftirlit,“ sagði Halla. Frumvarpið hafi verið hannað til að skapa sanngjarnan og stöðugan ramma fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein sem á að geta stækkað án þess að skaða náttúruna eða samfélögin sem hún hefur áhrif á. Þá sagði Halla að það væri algjör firra að hafa ekki kjark til að klára þessa mikilvægu stefnu um lagareldi, og nauðsynlegt sé að taka þráðinn upp í haust og klára málið. „Annars er allt tal um ábyrga uppbyggingu, eftirlit og sjálfbærni tómið eitt og þýðir ekki að flagga því framan í mig að minnsta kosti,“ sagði Halla. Iða Marsibil sagði að henni þættu það afar slæmar fréttir að frumvarpið hefði ekki náð fram að ganga. „Í stuttu máli sagt, virðulegur forseti, skiptir þessi atvinnuvegur öllu máli fyrir þorpin fyrir vestan núorðið,“ sagði Iða. Sjókvíaeldið bjargað sunnanverðum Vestfjörðum Árið 2014 hafi ekki verið sérlega bjart fram undan í þorpum á sunnanverðum Vestfjörðum, og þau hefðu mátt muna fífil sinn fegurri. Þá hafi fyrstu seiðin verið sett í sjó hjá fyrirtæki sem hún vann hjá, en nú eftir tíu ár hafi greinin vaxið og staðan orðin sú að á síðasta ári framleiddi fyrirtækið tæplega 18.000 tonn af laxi og hjá því starfi um 200 manns. Hún segir að bæjaryfirvöld og atvinnugreinin sjálf hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma um þessa atvinnugrein. Gjaldtökuheimildir verði að vera skýrar og starfsemin með þeim hætti að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Frá Bíldudal. Iða segir að hjá Arnarlaxi starfi um 200 manns, að mestu leyti á svæðinu í Vesturbyggð. Íbúar þar telji um 1.400. Iða sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar 2018-2022.Vísir/Vilhelm „Starfsgreinin er umdeild, á því leikur enginn vafi, en hún hefur fest sig í sessi og því brýnt að horfa fram á við og vil ég nota tækifærið hér til þess að brýna þingmenn til að klára málið ákveðið og með sóma á haustþingi,“ sagði Iða. Iða Marsibil kemur frá sunnanverðum Vestfjörðum, en hún sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar á síðasta kjörtímabili, 2018-2022. Hún hefur starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Sumarið 2022 var hún ráðin í starf sveitastjóra Grímsnes- og Grafnhingshrepps, en situr einnig sem varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Halla Signý situr einnig á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi.
Alþingi Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. 10. júní 2024 16:26 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. 10. júní 2024 16:26