Enn eitt EM-metið til Ronaldo Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 22:01 Cristiano Ronaldo er að leika á EM í sjötta sinn. Enginn leikmaður hefur leikið það eftir vísir/Getty Hinn 39 ára Cristiano er að leika á lokakeppni Evrópumótsins í fimmta sinn á ferlinum en hann er eini leikmaðurinn sem hefur farið svo oft á EM. Hann fór á sitt fyrsta lokamót með portúgalska landsliðinu 2004 og hefur síðan þá sankað að sér ýmsum metum. Ronaldo hefur verið duglegur við að leggja upp mörk á þessum mótumog lagði eitt slíkt upp í dag þegar Bruno Fernandes skoraði í autt mark Tyrklands. Þetta var áttunda stoðsending Ronaldo á EM og jafnar hann þar með met Karel Poborský. Til að eiga metið einn verður hann að leggja upp að minnsta kosti eitt mark til í sumar. Það kemur sennilega engum á óvart að Ronaldo er markahæstur í sögu EM, með 14 mörk. Næstur á lista er hinn franski Michel Platini með níu mörk. Hann er auðvitað löngu hættur svo að metið er sennilega ekki í hættu næstu árin. Most goals in the history of the Euros: 14 Most assists in the history of the Euros: 8 Cristiano Ronaldo 🫡 pic.twitter.com/HNOMvsFL4x— B/R Football (@brfootball) June 22, 2024 Þá er Ronaldo einnig markahæstur í öllum leikjum EM, þ.e. ef undankeppnin er talin með, með 55 mörk. Harry Kane kemur næstur með 28 og Robert Lewandowski og Romelu Lukaku eru báðir með 27. Fleiri met í sjónmáli? Ronaldo gæti sett í það minnsta þrjú met enn á mótinu núna, nánast bara vegna aldurs. Til þess þarf þó eitt og annað að ganga upp hjá liðinu. Ef Ronaldo skorar á mótinu verður hann elsti markaskorarinn en Ivica Vastic frá Austurríki var 38 ára og 257 daga gamall þegar hann skoraði á EM 2008. Ef Portúgal kemst í úrslit verður hann elsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik, að því gefnu að Pepe taki ekki þátt, en Pepe er 41 árs. Ef liðið kemst í úrslit og Ronaldo skorar þar verður hann sömuleiðis elsti markaskorarinn í úrslitaleik mótsins. Það eiga þó eflaust nokkrir leikmenn möguleika á því meti, en Leonardo Bonucci var 34 ára og 71 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum 2020. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Ronaldo hefur verið duglegur við að leggja upp mörk á þessum mótumog lagði eitt slíkt upp í dag þegar Bruno Fernandes skoraði í autt mark Tyrklands. Þetta var áttunda stoðsending Ronaldo á EM og jafnar hann þar með met Karel Poborský. Til að eiga metið einn verður hann að leggja upp að minnsta kosti eitt mark til í sumar. Það kemur sennilega engum á óvart að Ronaldo er markahæstur í sögu EM, með 14 mörk. Næstur á lista er hinn franski Michel Platini með níu mörk. Hann er auðvitað löngu hættur svo að metið er sennilega ekki í hættu næstu árin. Most goals in the history of the Euros: 14 Most assists in the history of the Euros: 8 Cristiano Ronaldo 🫡 pic.twitter.com/HNOMvsFL4x— B/R Football (@brfootball) June 22, 2024 Þá er Ronaldo einnig markahæstur í öllum leikjum EM, þ.e. ef undankeppnin er talin með, með 55 mörk. Harry Kane kemur næstur með 28 og Robert Lewandowski og Romelu Lukaku eru báðir með 27. Fleiri met í sjónmáli? Ronaldo gæti sett í það minnsta þrjú met enn á mótinu núna, nánast bara vegna aldurs. Til þess þarf þó eitt og annað að ganga upp hjá liðinu. Ef Ronaldo skorar á mótinu verður hann elsti markaskorarinn en Ivica Vastic frá Austurríki var 38 ára og 257 daga gamall þegar hann skoraði á EM 2008. Ef Portúgal kemst í úrslit verður hann elsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik, að því gefnu að Pepe taki ekki þátt, en Pepe er 41 árs. Ef liðið kemst í úrslit og Ronaldo skorar þar verður hann sömuleiðis elsti markaskorarinn í úrslitaleik mótsins. Það eiga þó eflaust nokkrir leikmenn möguleika á því meti, en Leonardo Bonucci var 34 ára og 71 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum 2020.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira