Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2024 20:00 Sums staðar í farvegi Grenlæks liggja dauðir fiskar sem urðu þurrkinum að bráð hreinlega í bunkum. Hafrannsóknarstofnun Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Grenlækur er í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan Kirkjubæjarklausturs, og hefur um árabil verið eitt fengsælasta sjóbirtingssvæði landsins. Eins og myndirnar í fréttinni hér að neðan bera með sér stendur lækurinn á þurru á stórum kafla. Ástæðuna segir sonur landeiganda vera garða sem Vegagerðin og Landgræðslan reistu til að vernda þjóðveginn og mosa í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni í hraunið. „Þetta er ástand sem er búið að vera síðan í vor. Meiri hlutinn af hrygningarfisknum er dauður í læknum og ástandið er bara grafalvarlegt. Við erum mjög hrædd um að þessi fiskstofn, þessi sjóbirtingsstofn í Grenlæk, muni deyja út ef ekkert verður að gert,“ segir Leifur Bjarki Erlendsson. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum, en þau eru meðal landeigenda við Grenlæk. Lækurinn hefur áður staðið á þurru, og gerði það síðast árið 2016. Leifur segir þurrkinn þó aldrei hafa varað jafn langt inn í sumarið, og að hver dagur skipti máli. „Nú er fiskurinn farinn að ganga aftur upp í ána, og augljóslega getur hann ekki gengið upp í þurra á,“ segir Leifur. Fjárhagslegt tjón ekki í forgrunni Auk áhrifa á náttúru og lífríkið myndi útdauði fiskstofnsins valda landeigendum og veiðiréttarhöfum töluverðu fjárhagslegu tjóni. Það sé þó ekki aðalatriði málsins. „Til skamms tíma skiptir auðvitað máli fyrir búsetu á svæðinu að bændur og landeigendur geti nýtt þessi hlunnindi. En það er miklu mikilvægara, til lengri tíma litið, að halda við lífríkinu, hvernig sem þessi hlunnindi verða svo nýtt í framtíðinni.“ Leifur Bjarki Erlendsson er sonur landeigenda við Grenlæk. Hann segir stöðuna í læknum grafalvarlega, og að stjórnvöld beri ábyrgð á því að bregðast við.Vísir/Rúnar Augljós lausn sé við vandanum. „Hún felst í því að fjarlægja garða sem hafa verið settir við Skaftá, sem hindra náttúrulegt rennsli Skaftár út á Eldhraunið, og hleypa svo vatninu undir Þjóðveg 1.“ Hvert hafið þið leitað? „Þetta er orðið örugglega 30 ára baráttumál landeigenda og veiðiréttarhafa við stjórnsýsluna. Við erum búin að leita til allra ráðherra síðustu 20, 30 ára. Það hefur lítið verið gert,“ segir Leifur. Grenlækur er skraufþurr á ellefu kílómetra kafla. Embættismenn vísi hver á annan Landeigendur hafi verið í sambandi við þrjú ráðuneyti sem málið heyri undir. „Og það er sama sagan eins og hefur alltaf verið síðustu 20, 30 ár: Þetta fer á milli ráðuneyta, embættismenn benda hver á annan, enginn sem tekur ábyrgð, það eru minnisblöð, það eru nefndir og það gerist ekki neitt.“ Landeigendur gefist ekki upp, en séu orðnir langþreyttir á stöðunni. „Nú er stofninn að deyja út, það er á ábyrgð stjórnvalda að gera eitthvað í því, og það er tiltölulega augljós lausn.“ Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Grenlækur er í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan Kirkjubæjarklausturs, og hefur um árabil verið eitt fengsælasta sjóbirtingssvæði landsins. Eins og myndirnar í fréttinni hér að neðan bera með sér stendur lækurinn á þurru á stórum kafla. Ástæðuna segir sonur landeiganda vera garða sem Vegagerðin og Landgræðslan reistu til að vernda þjóðveginn og mosa í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni í hraunið. „Þetta er ástand sem er búið að vera síðan í vor. Meiri hlutinn af hrygningarfisknum er dauður í læknum og ástandið er bara grafalvarlegt. Við erum mjög hrædd um að þessi fiskstofn, þessi sjóbirtingsstofn í Grenlæk, muni deyja út ef ekkert verður að gert,“ segir Leifur Bjarki Erlendsson. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum, en þau eru meðal landeigenda við Grenlæk. Lækurinn hefur áður staðið á þurru, og gerði það síðast árið 2016. Leifur segir þurrkinn þó aldrei hafa varað jafn langt inn í sumarið, og að hver dagur skipti máli. „Nú er fiskurinn farinn að ganga aftur upp í ána, og augljóslega getur hann ekki gengið upp í þurra á,“ segir Leifur. Fjárhagslegt tjón ekki í forgrunni Auk áhrifa á náttúru og lífríkið myndi útdauði fiskstofnsins valda landeigendum og veiðiréttarhöfum töluverðu fjárhagslegu tjóni. Það sé þó ekki aðalatriði málsins. „Til skamms tíma skiptir auðvitað máli fyrir búsetu á svæðinu að bændur og landeigendur geti nýtt þessi hlunnindi. En það er miklu mikilvægara, til lengri tíma litið, að halda við lífríkinu, hvernig sem þessi hlunnindi verða svo nýtt í framtíðinni.“ Leifur Bjarki Erlendsson er sonur landeigenda við Grenlæk. Hann segir stöðuna í læknum grafalvarlega, og að stjórnvöld beri ábyrgð á því að bregðast við.Vísir/Rúnar Augljós lausn sé við vandanum. „Hún felst í því að fjarlægja garða sem hafa verið settir við Skaftá, sem hindra náttúrulegt rennsli Skaftár út á Eldhraunið, og hleypa svo vatninu undir Þjóðveg 1.“ Hvert hafið þið leitað? „Þetta er orðið örugglega 30 ára baráttumál landeigenda og veiðiréttarhafa við stjórnsýsluna. Við erum búin að leita til allra ráðherra síðustu 20, 30 ára. Það hefur lítið verið gert,“ segir Leifur. Grenlækur er skraufþurr á ellefu kílómetra kafla. Embættismenn vísi hver á annan Landeigendur hafi verið í sambandi við þrjú ráðuneyti sem málið heyri undir. „Og það er sama sagan eins og hefur alltaf verið síðustu 20, 30 ár: Þetta fer á milli ráðuneyta, embættismenn benda hver á annan, enginn sem tekur ábyrgð, það eru minnisblöð, það eru nefndir og það gerist ekki neitt.“ Landeigendur gefist ekki upp, en séu orðnir langþreyttir á stöðunni. „Nú er stofninn að deyja út, það er á ábyrgð stjórnvalda að gera eitthvað í því, og það er tiltölulega augljós lausn.“
Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira