Eldri borgarar mótmæla gjaldtöku Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. júní 2024 19:58 Ingibjörg Sverrisdóttir er stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Stöð 2 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál. Fyrirhuguð gjaldtaka fyrir eldri borgara í sundlaugum Reykjavíkur verður gerð í þeim tilgangi að hirða gjald frá eldri ferðamönnum og bjóða íslenskum eldri borgurum þá upp á árskort á fjögur þúsund krónur. Ingibjörg segir þessar hugmyndir Reykjavíkurborgar afskaplega lélegar. „Sund er virkilega gott fyrir allflesta og þetta er algjört lýðheilsumál. Þetta hefur verið til þessa gjaldfrítt og það er mjög nauðsynlegt að eldri borgarar stundi þessa líkamsrækt og þetta er líka samfélagslega hagkvæmt,“ segir hún. „Svo mér finnst þetta bara afskaplega lélegt af sveitarfélaginu að láta sér það til hugar, við erum búin að hafa ferðamenn í tugi ára og alveg þvílíkan fjölda og það er ekki búið að rukka þá í öll þessi ár, og að láta sér detta til hugar að fara að nota eldri borgara núna til þess að ná inn einhverju gjaldi af ferðamönnum,“ bætir hún við. Fjögur þúsund krónur fyrir árskort kann kannski ekki að virðast há upphæð en Ingibjörg bendir á að á höfuðborgarsvæðinu séu sex sveitarfélög og ákveði hin sveitarfélögin að fara í sömu vegferð og Reykjavíkurborg hyggist gera þá getur upphæðin safnast upp. „Ef fólk er að stunda þetta og fara að hitta vini og vandamenn í öðrum sveitarfélögum og sundlaugum og þá spyr ég mig, hvað með hin sveitarfélögin, eru þau að fara að gera það sama og setja gjald á. Erum við þá að fara að kaupa árskort í sex sveitarfélögum til þess að geta farið og hitt vini,“ segir hún. „Þetta er mjög nauðsynlegt og ég tala nú ekki um fréttaveituna í pottinum,“ segir Ingibjörg. Eldri borgarar Sund Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fyrirhuguð gjaldtaka fyrir eldri borgara í sundlaugum Reykjavíkur verður gerð í þeim tilgangi að hirða gjald frá eldri ferðamönnum og bjóða íslenskum eldri borgurum þá upp á árskort á fjögur þúsund krónur. Ingibjörg segir þessar hugmyndir Reykjavíkurborgar afskaplega lélegar. „Sund er virkilega gott fyrir allflesta og þetta er algjört lýðheilsumál. Þetta hefur verið til þessa gjaldfrítt og það er mjög nauðsynlegt að eldri borgarar stundi þessa líkamsrækt og þetta er líka samfélagslega hagkvæmt,“ segir hún. „Svo mér finnst þetta bara afskaplega lélegt af sveitarfélaginu að láta sér það til hugar, við erum búin að hafa ferðamenn í tugi ára og alveg þvílíkan fjölda og það er ekki búið að rukka þá í öll þessi ár, og að láta sér detta til hugar að fara að nota eldri borgara núna til þess að ná inn einhverju gjaldi af ferðamönnum,“ bætir hún við. Fjögur þúsund krónur fyrir árskort kann kannski ekki að virðast há upphæð en Ingibjörg bendir á að á höfuðborgarsvæðinu séu sex sveitarfélög og ákveði hin sveitarfélögin að fara í sömu vegferð og Reykjavíkurborg hyggist gera þá getur upphæðin safnast upp. „Ef fólk er að stunda þetta og fara að hitta vini og vandamenn í öðrum sveitarfélögum og sundlaugum og þá spyr ég mig, hvað með hin sveitarfélögin, eru þau að fara að gera það sama og setja gjald á. Erum við þá að fara að kaupa árskort í sex sveitarfélögum til þess að geta farið og hitt vini,“ segir hún. „Þetta er mjög nauðsynlegt og ég tala nú ekki um fréttaveituna í pottinum,“ segir Ingibjörg.
Eldri borgarar Sund Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira